Lamborghini Asterion gæti farið í framleiðslu Finnur Thorlacius skrifar 18. desember 2014 11:13 Lamborghini Asterion tvinnbíllinn. Á bílasýningunni í París í haust sýndi Lamborghini tilraunabílinn Asterion sem er tvinnbíll með öfluga rafmótora og bensínvél. Heildarafl drifrásarinnar í Asterion er 907 hestöfl. Ekki stóð endilega til að fjöldaframleiða þennan bíl en nú heyrist frá höfuðstöðvum Lamborghini að svo gæti orðið. Lamborghini er í eigu Volkswagen samsteypunnar sem einnig á Porsche. Porsche hefur framleitt 918 Spyder bílinn sem er eins og Asterion með tvinnaflrás svo ekki er langt að sækja tæknina. Því mun það væntanlega leiða til framleiðslu Asterion sem kosta mun um 69 milljónir króna. Asterion mun samt verða eftirbátur Porsche 918 Spyder í bæði upptöku og hámarkshraða, sem og McLaren P1 og Ferrari LaFerrari sem allir eru með öfluga tvinnaflrás. Asterion yrði ekki ætlað að vera brautarbíll heldur til daglegrar notkunar og mun því frekar keppa við bíla eins og Aston Martin Vanquish, Bentley Continental GT og Ferrari F12 Berlinetta. Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Vilja hvalkjöt af matseðlinum Innlent
Á bílasýningunni í París í haust sýndi Lamborghini tilraunabílinn Asterion sem er tvinnbíll með öfluga rafmótora og bensínvél. Heildarafl drifrásarinnar í Asterion er 907 hestöfl. Ekki stóð endilega til að fjöldaframleiða þennan bíl en nú heyrist frá höfuðstöðvum Lamborghini að svo gæti orðið. Lamborghini er í eigu Volkswagen samsteypunnar sem einnig á Porsche. Porsche hefur framleitt 918 Spyder bílinn sem er eins og Asterion með tvinnaflrás svo ekki er langt að sækja tæknina. Því mun það væntanlega leiða til framleiðslu Asterion sem kosta mun um 69 milljónir króna. Asterion mun samt verða eftirbátur Porsche 918 Spyder í bæði upptöku og hámarkshraða, sem og McLaren P1 og Ferrari LaFerrari sem allir eru með öfluga tvinnaflrás. Asterion yrði ekki ætlað að vera brautarbíll heldur til daglegrar notkunar og mun því frekar keppa við bíla eins og Aston Martin Vanquish, Bentley Continental GT og Ferrari F12 Berlinetta.
Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Vilja hvalkjöt af matseðlinum Innlent