Mílanóborg borgar ökumönnum fyrir að aka ekki Finnur Thorlacius skrifar 15. desember 2014 16:11 Mílanóborg vill losna við þétta bílaumferð í miðborginni. Í borgum Evrópu berjast borgaryfirvöld á ýmsan hátt við að minnka eða losna við bílaumferð. Í Mílanó á Ítalíu hafa borgaryfirvöld bryddað uppá frumlegri leið til að fækka bílum í miðborginni. Þar á bæ er bíleigendum hreinlega borgað fyrir að skilja bílinn eftir. Þessi aðferð krefst þess þó að tiltekinn tæknibúnaður sé í bílunum, en með honum sjá borgaryfirvöld hvort bíllinn hefur verið skildur eftir, eður ei. Þeim bíleigendum sem ekki hafa hreyft bíl sinn frá 7:30 að morgni til 7:30 að kvöldi er send inneign í farsíma þeirra uppá 1,5 evrur, eða 230 krónur og dugar sú upphæð til að kaupa miða í almenningsflutningakerfi Mílanóborgar. Hugmynd þessa telja borgaryfirvöld í Mílanó heppilegri en að rukka bíleigendur með stöðumælum og muni á endanum kosta borgina minna, auk þess sem það tryggir minni mengun í borginni og meiri frið fyrir gangandi vegfarendur. Yfirvöld í öðrum fjölmennum borgum í Evrópu munu vafalaust fylgjast með hvernig þetta mun lukkast við að draga úr umferð í Mílanó. Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Vilja hvalkjöt af matseðlinum Innlent
Í borgum Evrópu berjast borgaryfirvöld á ýmsan hátt við að minnka eða losna við bílaumferð. Í Mílanó á Ítalíu hafa borgaryfirvöld bryddað uppá frumlegri leið til að fækka bílum í miðborginni. Þar á bæ er bíleigendum hreinlega borgað fyrir að skilja bílinn eftir. Þessi aðferð krefst þess þó að tiltekinn tæknibúnaður sé í bílunum, en með honum sjá borgaryfirvöld hvort bíllinn hefur verið skildur eftir, eður ei. Þeim bíleigendum sem ekki hafa hreyft bíl sinn frá 7:30 að morgni til 7:30 að kvöldi er send inneign í farsíma þeirra uppá 1,5 evrur, eða 230 krónur og dugar sú upphæð til að kaupa miða í almenningsflutningakerfi Mílanóborgar. Hugmynd þessa telja borgaryfirvöld í Mílanó heppilegri en að rukka bíleigendur með stöðumælum og muni á endanum kosta borgina minna, auk þess sem það tryggir minni mengun í borginni og meiri frið fyrir gangandi vegfarendur. Yfirvöld í öðrum fjölmennum borgum í Evrópu munu vafalaust fylgjast með hvernig þetta mun lukkast við að draga úr umferð í Mílanó.
Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Vilja hvalkjöt af matseðlinum Innlent