225 íþróttamenn frá 39 löndum grunaðir um lyfjamisnotkun Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. desember 2014 14:45 Valentin Balakhnichev er forseti frjálsíþróttasambands Rússlands. Vísir/Getty Alvarlegar ásakanir hafa komið fram um að Alþjóðafrjálsíþróttasambandið, IAAF, hafi ekki fylgt eftir grunsamlegum niðurstöðum lyfjaprófa á þriðja hundrað frjálsíþróttamanna. Ásakanirnar komu fyrst fram í heimildaþætti á þýsku sjónvarpsstöðinni WDR þar sem því er haldið fram að sýni 225 íþróttamanna frá 39 löndum hafi innihaldið óvenjuleg blóðgildi. Heimildamaður WDR, sem er sagður hafa lengi starfað fyrir lyfjaeftirlit IAAF, segir að niðurstöðunum hafi ekki verið fylgt eftir á fullnægjandi hátt. Langflestir úr þessum hópi koma frá Rússlandi eða 58 talsins. Valentin Blakahnichev, forseti frjálsíþróttasambands Rússlands, sagði í síðustu viku að ásakanir WDR væru lygar en hann hefur nú ákveðið að stíga til hliðar sem gjaldkeri IAAF. Breska blaðið The Telegraph segir að meðal þeirra 225 íþróttamanna sem mældust með óeðlileg blóðgildi eru þrír gullverðlaunahafar frá Ólympíuleikunum í Lundúnum árið 2012. Eins og sjá má hér koma íþróttamennirnir frá löndum í sex heimsálfum, þar af 25 frá Kenía, tólf frá Spáni, fjórir frá Bandaríkjunum og þrír frá Bretlandi en í þeim hópi mun vera einn af þekktustu frjálsíþróttastjörnum Breta. Málið er nú til rannsóknar bæði hjá IAAF og alþjóðlega lyfjaeftirlitinu WADA. Frjálsar íþróttir Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Allt íþróttafólkið sem vill atkvæði á morgun Sport Fleiri fréttir Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Hjólreiðamaður lést á nítján ára afmælisdaginn sinn Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Allt íþróttafólkið sem vill atkvæði á morgun Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum „Stolt af sjálfri mér“ Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Dagskráin í dag: Körfuboltaveisla „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Sjá meira
Alvarlegar ásakanir hafa komið fram um að Alþjóðafrjálsíþróttasambandið, IAAF, hafi ekki fylgt eftir grunsamlegum niðurstöðum lyfjaprófa á þriðja hundrað frjálsíþróttamanna. Ásakanirnar komu fyrst fram í heimildaþætti á þýsku sjónvarpsstöðinni WDR þar sem því er haldið fram að sýni 225 íþróttamanna frá 39 löndum hafi innihaldið óvenjuleg blóðgildi. Heimildamaður WDR, sem er sagður hafa lengi starfað fyrir lyfjaeftirlit IAAF, segir að niðurstöðunum hafi ekki verið fylgt eftir á fullnægjandi hátt. Langflestir úr þessum hópi koma frá Rússlandi eða 58 talsins. Valentin Blakahnichev, forseti frjálsíþróttasambands Rússlands, sagði í síðustu viku að ásakanir WDR væru lygar en hann hefur nú ákveðið að stíga til hliðar sem gjaldkeri IAAF. Breska blaðið The Telegraph segir að meðal þeirra 225 íþróttamanna sem mældust með óeðlileg blóðgildi eru þrír gullverðlaunahafar frá Ólympíuleikunum í Lundúnum árið 2012. Eins og sjá má hér koma íþróttamennirnir frá löndum í sex heimsálfum, þar af 25 frá Kenía, tólf frá Spáni, fjórir frá Bandaríkjunum og þrír frá Bretlandi en í þeim hópi mun vera einn af þekktustu frjálsíþróttastjörnum Breta. Málið er nú til rannsóknar bæði hjá IAAF og alþjóðlega lyfjaeftirlitinu WADA.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Allt íþróttafólkið sem vill atkvæði á morgun Sport Fleiri fréttir Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Hjólreiðamaður lést á nítján ára afmælisdaginn sinn Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Allt íþróttafólkið sem vill atkvæði á morgun Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum „Stolt af sjálfri mér“ Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Dagskráin í dag: Körfuboltaveisla „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Sjá meira