Eyþór Rúnarsson, meistarakokkur, töfrar hérna fram frábæran laxatartar sem tilvalin er í jólaboðið.
Laxatartar með estragondressingu á melbabrauði
6 msk ólífuolía
4 greinar estragon
1 msk rósapipar
200 gr lax
1 stk sellerístöngull (fínt skorinn)
½ stk skallotlaukur (fínt skorinn)
1 stk avokadó
2 msk fínt rifinn piparrót
½ appelsína börkur
Blandið ólífuolíu og estragoni saman í mortel og maukið vel saman. Takið ca. 3 msk af olíunni frá og geymið til að setja á melbabrauðið. Bætið rósapiparnum út í olíuna og brjótið hann niður. Skerið laxinn niður í litla bita og setjið hann í skál með skallotlauknum og selleríinu. Skerið avokadóið langsöm og takið steininn úr því og skafið kjötið inn úr með skeið. Skerið avokadóið í jafnstóra bita og laxinn. Bætið piparrótinni og appelsínuberkinum út í og smakkið til með salti.
Estragondressing
2 msk majónes
½ sítróna safi
1 msk piparrót
1 msk fínt skorið estragon
Sjávarsalt
Blandið öllu hráefninu saman og smakkið til með salti.
Estragon melbabarauð
3 msk estragonolía
1 stk langskorið brauð
Penslið brauðið með olíunni og kryddið með salti. Setjið inn í 180 gráðu heitan ofninn í 10 mín.
Setjið allt saman á brauðið og berið fram.
Laxatartar með estragonsósu
Tengdar fréttir

Meistarakokkur á skjánum
Eyþór Rúnarsson snýr aftur á Stöð 2 með gómsæta og girnilega matreiðsluþætti.

Svona gerirðu graflax
Eyþór Rúnarsson, sjónvarpskokkur er með uppskrift af hinum fullkomna grafna laxi með graflaxsósu sem svíkur engan.

Sveppahjúpað hátíðarhreindýr
Hreindýr er hátíðlegur matur. Eyþór Rúnarsson, sjónvarpskokkur er hér með frábæra uppskrift af hreindýralund sem hjúpuð er sveppum, kremaðri sveppasósu og graskers-,peru- og gráðaostasalati

Ómótstæðileg epla- og brómberjabaka
Eftirréttirnir eru rúsínan í pylsuendanum á jólaborðinu. Eyþór Rúnarsson, sjónvarpskokkur töfraði fram þessa ómótstæðilegu epla- og brómberjaböku sem allir geta leikið eftir