BitTorrent vill birta The Interview Samúel Karl Ólason skrifar 21. desember 2014 23:31 Forsvarsmenn Bittorrent segja heimasíðu sína kjörna fyrir dreifingu The Interview. Vísir/AFP Köllin um að kvikmyndadeild Sony birti myndina The Interview á netinu verða sífellt hærri. Lögmaður Sony hefur sagt að það verði að öllum líkindum gert, en ekki liggi fyrir hvernig verði farið að því. Framkvæmdastjóri Sony segir að engin af stóru efnisveitunum hafi stigið fram og boðist til að birta myndina. Sjá einnig: Sony hættir við að sýna The Interview. Forsvarsmenn síðunnar BitTorrent hafa hinsvegar gefið út að heimasíða þeirra sé kjörin fyrir dreifingu myndarinnar og hafa þeir boðið fram þjónustu sína. Þeir hafi eins og aðrir fylgst með árásinni á Sony síðustu vikur og þeir hafi fengið fyrirspurnir um hvort þeir gætu birt The Interview. „Svarið er já. BitTorrent Bundle er í raun besta leiðin fyrir Sony til að taka aftur völdin í sínar hendur, gefa ekki undan hótunum og vera fullvissir um dreifingu myndarinnar,“ segir í tilkynningu frá BitTorrent. Sjá einnig: Fullyrða að Norður-Kórea hafi staðið að árásinni á Sony Með Bundle gæti Sony ákveðið verð fyrir myndina og kemur í veg fyrir að aðrir aðilar verði fyrir hótunum hryðjuverkamanna, samkvæmt tilkynningunni. BitTorrent er hinsvegar ósammála því að Sony geri The Interview aðgengilega í gegnum sjóræningjasíður. „Það er mikilvægt að gera taka fram að sjóræningjasíður eru ekki torrentsíður. Þær eru sjóræningjasíður sem misnota torrenttækni. BitTorrent Bundle er lögleg og örugg leið fyrir Sony til að birta myndina og með því myndi fyrirtækið ganga til liðs við nærri því tuttugu þúsund höfunda og eignarréttarhafa sem þegar nýta sér Bundle.“ Samkvæmt vefnum Techchrunch hefur Sony ekki svarað BitTorrent, né hefur fyrirspurnum blaðamanna verið svarað. Sjá einnig: Lítur á tölvuárás Norður-Kóreu sem skemmdarverk ekki árás. Sony-hakkið Tengdar fréttir Obama segir það mistök að hafa hætt við sýningu myndarinnar Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur heitið því að Bandaríkjastjórn muni bregðast við tölvuárás Norður-Kóreumanna á Sony Pictures vegna kvikmyndarinnar The Interview. 19. desember 2014 23:36 Fullyrða að Norður-Kórea hafi staðið að árásinni á Sony „Það var mjög viturt af ykkur að hætta við útgáfu The Interview,“ sagði meðal annars í póstinum sem yfirmenn hjá Sony fengu frá tölvuþrjótunum í gær. 19. desember 2014 16:15 Leikarar reiðir yfir ákvörðun kvikmyndahúsa Hakkarar sagðir hafa unnið með hótunum og ákvörðunin talin gefa slæmt fordæmi. 18. desember 2014 10:40 Hóta þeim sem munu horfa á The Interview Frumsýningu myndarinnar í New York hefur verið frestað vegna hótana hakkara. 17. desember 2014 10:45 Norður-Kóreumenn vilja sameiginlega rannsókn Stjórnvöld í Norður-Kóreu segja engan fót fyrir ásökunum um aðild þeirra að tölvuárásum á Sony. 20. desember 2014 23:17 Team America tekin úr sýningu Kvikmyndahús ætluðu að sýna brúðumyndina í stað The Interview, en dreifingaraðili myndarinnar bannaði það. 19. desember 2014 10:10 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Fleiri fréttir Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Sjá meira
Köllin um að kvikmyndadeild Sony birti myndina The Interview á netinu verða sífellt hærri. Lögmaður Sony hefur sagt að það verði að öllum líkindum gert, en ekki liggi fyrir hvernig verði farið að því. Framkvæmdastjóri Sony segir að engin af stóru efnisveitunum hafi stigið fram og boðist til að birta myndina. Sjá einnig: Sony hættir við að sýna The Interview. Forsvarsmenn síðunnar BitTorrent hafa hinsvegar gefið út að heimasíða þeirra sé kjörin fyrir dreifingu myndarinnar og hafa þeir boðið fram þjónustu sína. Þeir hafi eins og aðrir fylgst með árásinni á Sony síðustu vikur og þeir hafi fengið fyrirspurnir um hvort þeir gætu birt The Interview. „Svarið er já. BitTorrent Bundle er í raun besta leiðin fyrir Sony til að taka aftur völdin í sínar hendur, gefa ekki undan hótunum og vera fullvissir um dreifingu myndarinnar,“ segir í tilkynningu frá BitTorrent. Sjá einnig: Fullyrða að Norður-Kórea hafi staðið að árásinni á Sony Með Bundle gæti Sony ákveðið verð fyrir myndina og kemur í veg fyrir að aðrir aðilar verði fyrir hótunum hryðjuverkamanna, samkvæmt tilkynningunni. BitTorrent er hinsvegar ósammála því að Sony geri The Interview aðgengilega í gegnum sjóræningjasíður. „Það er mikilvægt að gera taka fram að sjóræningjasíður eru ekki torrentsíður. Þær eru sjóræningjasíður sem misnota torrenttækni. BitTorrent Bundle er lögleg og örugg leið fyrir Sony til að birta myndina og með því myndi fyrirtækið ganga til liðs við nærri því tuttugu þúsund höfunda og eignarréttarhafa sem þegar nýta sér Bundle.“ Samkvæmt vefnum Techchrunch hefur Sony ekki svarað BitTorrent, né hefur fyrirspurnum blaðamanna verið svarað. Sjá einnig: Lítur á tölvuárás Norður-Kóreu sem skemmdarverk ekki árás.
Sony-hakkið Tengdar fréttir Obama segir það mistök að hafa hætt við sýningu myndarinnar Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur heitið því að Bandaríkjastjórn muni bregðast við tölvuárás Norður-Kóreumanna á Sony Pictures vegna kvikmyndarinnar The Interview. 19. desember 2014 23:36 Fullyrða að Norður-Kórea hafi staðið að árásinni á Sony „Það var mjög viturt af ykkur að hætta við útgáfu The Interview,“ sagði meðal annars í póstinum sem yfirmenn hjá Sony fengu frá tölvuþrjótunum í gær. 19. desember 2014 16:15 Leikarar reiðir yfir ákvörðun kvikmyndahúsa Hakkarar sagðir hafa unnið með hótunum og ákvörðunin talin gefa slæmt fordæmi. 18. desember 2014 10:40 Hóta þeim sem munu horfa á The Interview Frumsýningu myndarinnar í New York hefur verið frestað vegna hótana hakkara. 17. desember 2014 10:45 Norður-Kóreumenn vilja sameiginlega rannsókn Stjórnvöld í Norður-Kóreu segja engan fót fyrir ásökunum um aðild þeirra að tölvuárásum á Sony. 20. desember 2014 23:17 Team America tekin úr sýningu Kvikmyndahús ætluðu að sýna brúðumyndina í stað The Interview, en dreifingaraðili myndarinnar bannaði það. 19. desember 2014 10:10 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Fleiri fréttir Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Sjá meira
Obama segir það mistök að hafa hætt við sýningu myndarinnar Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur heitið því að Bandaríkjastjórn muni bregðast við tölvuárás Norður-Kóreumanna á Sony Pictures vegna kvikmyndarinnar The Interview. 19. desember 2014 23:36
Fullyrða að Norður-Kórea hafi staðið að árásinni á Sony „Það var mjög viturt af ykkur að hætta við útgáfu The Interview,“ sagði meðal annars í póstinum sem yfirmenn hjá Sony fengu frá tölvuþrjótunum í gær. 19. desember 2014 16:15
Leikarar reiðir yfir ákvörðun kvikmyndahúsa Hakkarar sagðir hafa unnið með hótunum og ákvörðunin talin gefa slæmt fordæmi. 18. desember 2014 10:40
Hóta þeim sem munu horfa á The Interview Frumsýningu myndarinnar í New York hefur verið frestað vegna hótana hakkara. 17. desember 2014 10:45
Norður-Kóreumenn vilja sameiginlega rannsókn Stjórnvöld í Norður-Kóreu segja engan fót fyrir ásökunum um aðild þeirra að tölvuárásum á Sony. 20. desember 2014 23:17
Team America tekin úr sýningu Kvikmyndahús ætluðu að sýna brúðumyndina í stað The Interview, en dreifingaraðili myndarinnar bannaði það. 19. desember 2014 10:10