Um fjörutíu og fimm skjálftar hafa mælst í og við Bárðarbungu síðan í gærmorgun. Sá stærsti varð um klukkan níu í gærkvöld, 4,7 stig.
Virkni í grennd við norðvesturhluta Vatnajökuls er enn svipuð og verið hefur með smáskjálftum kringum Tungnafellsjökul og Herðabreiðutögl. Fáeinir smáskjálftar mælast einnig í kvikuganginum.
