Tómas Guðbjartsson maður ársins: Heiður fyrir heilbrigðisstéttina alla Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 31. desember 2014 11:52 „Ég er mjög hrærður og þakklátur,“ sagði Tómas Guðbjartsson læknir sem var af hlustendum Vísis og Bylgjunnar kjörinn maður ársins 2014. Þegar Reykjavík árdegis náði af Tómasi tali var hann staddur í Ölpunum með fjölskyldu sinni í tilefni af afmæli sínu en hann verður fimmtugur 11.janúar næstkomandi. Hann sagðist vera afar þakklátur og sagði þetta ekki einungis viðurkenningu fyrir hann sjálfan, eða hans persónu, heldur heilbrigðiskerfið allt. „Samstarfsfólk mitt á mjög stóran, ef ekki stærstan hlut í þessu. Það má ekki gleyma heilbrigðiskerfinu öllu og velvilja fólks, og ég er mjög þakklátur fyrir það.“ Tómas er hvað þekktastur fyrir að hafa unnið ótrúlegt björgunarafrek á Landspítalanum eftir karlmaður var stunginn með hnífi í gegnum hjartað. Það þrekvirki sem Tómas og aðrir starfsmenn Landspítalans unnu er talið kraftaverki líkast og hefur vakið gríðarlega athygli. Fleiri hundruð tilnefningar hafa borist Vísi og Bylgjunni undanfarnar vikur og því nokkuð ljóst að enginn skortur er á Íslendingum sem unnið hafa glæsileg afrek og hetjudáðir á árinu sem er að líða. Velja þurfti úr þá tíu sem flestar tilnefningar fengu og stóð Tómas uppi sem sigurvegari, og vann hann kosninguna með yfirburðum enda vel að titlinum kominn. Hér má sjá aðra sem tilnefndir voru í kosningunni:Áhöfnin á varðskipinu Tý, björgunarsveitirnar, Gunnhildur Árnadóttir, Ingvar Óli Sigurðsson, Jóhanna Bjarndís Sævarsdóttir, Lars Lagerbäck, Steinunn Rósa Einarsdóttir og fjölskylda, Tómas Guðbjartsson og Þorsteinn Jakobsson. Tómas var gestur Reykjavík árdegis í dag og ræddi hann meðal annars störf sín á Landspítalanum, læknaverkfall og landflótta lækna. Hlýða má á viðtalið í heild í spilaranum hér fyrir ofan. Tengdar fréttir Atkvæðagreiðsla hafin: Þessi tíu koma til greina sem „Maður ársins“ Hver finnst þér eiga titilinn skilið? 22. desember 2014 14:35 Skorinn upp með plasthnífi á meðan annar hélt rifjunum í sundur "Honum var farið að blæða út og hann fer hreinlega í hjartastopp fyrir framan okkur.“ 3. desember 2014 10:45 Hjartaaðgerð Tómasar á myndbandi: „Einstök upptaka“ Það þykir kraftaverki líkast að Sebastian Andrzej Golab hafi lifað af hnífsstungu á Hverfisgötu þann 23. nóvember síðastliðinn. Upptaka náðist frá aðgerðinni sjálfri kvöldið örlagaríka. 4. desember 2014 19:53 „Tómas og hans teymi gáfust aldrei upp“ „Mér skilst að fáir hafi komið jafn slasaðir eins og ég inn á bráðamóttöku og lifað það af,“ segir Jón Gunnar Benjamínsson. 4. desember 2014 08:04 Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
„Ég er mjög hrærður og þakklátur,“ sagði Tómas Guðbjartsson læknir sem var af hlustendum Vísis og Bylgjunnar kjörinn maður ársins 2014. Þegar Reykjavík árdegis náði af Tómasi tali var hann staddur í Ölpunum með fjölskyldu sinni í tilefni af afmæli sínu en hann verður fimmtugur 11.janúar næstkomandi. Hann sagðist vera afar þakklátur og sagði þetta ekki einungis viðurkenningu fyrir hann sjálfan, eða hans persónu, heldur heilbrigðiskerfið allt. „Samstarfsfólk mitt á mjög stóran, ef ekki stærstan hlut í þessu. Það má ekki gleyma heilbrigðiskerfinu öllu og velvilja fólks, og ég er mjög þakklátur fyrir það.“ Tómas er hvað þekktastur fyrir að hafa unnið ótrúlegt björgunarafrek á Landspítalanum eftir karlmaður var stunginn með hnífi í gegnum hjartað. Það þrekvirki sem Tómas og aðrir starfsmenn Landspítalans unnu er talið kraftaverki líkast og hefur vakið gríðarlega athygli. Fleiri hundruð tilnefningar hafa borist Vísi og Bylgjunni undanfarnar vikur og því nokkuð ljóst að enginn skortur er á Íslendingum sem unnið hafa glæsileg afrek og hetjudáðir á árinu sem er að líða. Velja þurfti úr þá tíu sem flestar tilnefningar fengu og stóð Tómas uppi sem sigurvegari, og vann hann kosninguna með yfirburðum enda vel að titlinum kominn. Hér má sjá aðra sem tilnefndir voru í kosningunni:Áhöfnin á varðskipinu Tý, björgunarsveitirnar, Gunnhildur Árnadóttir, Ingvar Óli Sigurðsson, Jóhanna Bjarndís Sævarsdóttir, Lars Lagerbäck, Steinunn Rósa Einarsdóttir og fjölskylda, Tómas Guðbjartsson og Þorsteinn Jakobsson. Tómas var gestur Reykjavík árdegis í dag og ræddi hann meðal annars störf sín á Landspítalanum, læknaverkfall og landflótta lækna. Hlýða má á viðtalið í heild í spilaranum hér fyrir ofan.
Tengdar fréttir Atkvæðagreiðsla hafin: Þessi tíu koma til greina sem „Maður ársins“ Hver finnst þér eiga titilinn skilið? 22. desember 2014 14:35 Skorinn upp með plasthnífi á meðan annar hélt rifjunum í sundur "Honum var farið að blæða út og hann fer hreinlega í hjartastopp fyrir framan okkur.“ 3. desember 2014 10:45 Hjartaaðgerð Tómasar á myndbandi: „Einstök upptaka“ Það þykir kraftaverki líkast að Sebastian Andrzej Golab hafi lifað af hnífsstungu á Hverfisgötu þann 23. nóvember síðastliðinn. Upptaka náðist frá aðgerðinni sjálfri kvöldið örlagaríka. 4. desember 2014 19:53 „Tómas og hans teymi gáfust aldrei upp“ „Mér skilst að fáir hafi komið jafn slasaðir eins og ég inn á bráðamóttöku og lifað það af,“ segir Jón Gunnar Benjamínsson. 4. desember 2014 08:04 Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Atkvæðagreiðsla hafin: Þessi tíu koma til greina sem „Maður ársins“ Hver finnst þér eiga titilinn skilið? 22. desember 2014 14:35
Skorinn upp með plasthnífi á meðan annar hélt rifjunum í sundur "Honum var farið að blæða út og hann fer hreinlega í hjartastopp fyrir framan okkur.“ 3. desember 2014 10:45
Hjartaaðgerð Tómasar á myndbandi: „Einstök upptaka“ Það þykir kraftaverki líkast að Sebastian Andrzej Golab hafi lifað af hnífsstungu á Hverfisgötu þann 23. nóvember síðastliðinn. Upptaka náðist frá aðgerðinni sjálfri kvöldið örlagaríka. 4. desember 2014 19:53
„Tómas og hans teymi gáfust aldrei upp“ „Mér skilst að fáir hafi komið jafn slasaðir eins og ég inn á bráðamóttöku og lifað það af,“ segir Jón Gunnar Benjamínsson. 4. desember 2014 08:04