Snorri Steinn: Við viljum kannski ekki sjá mig mikið í markinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. janúar 2014 08:00 Snorri Steinn Guðjónsson. Mynd/Vilhelm Það fór ekki fram hjá neinum sem horfðu á íslenska landsliðið spilaði á æfingamótinu í Þýskalandi um síðustu helgi að landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson tekur vissa áhættu þegar liðið lendir manni undir. Hann tekur þá markmanninn úr markinu og sendir leikstjórnandann í sóknina í markmannsvesti. Á meðan er íslenska markið tómt. „Mér fannst það koma mjög vel út á móti Rússum og þetta kom líka vel út í æfingaleikjunum í Austurríki í nóvember,“ segir Aron Kristjánsson, þegar hann er spurður um nýjasta útspilið í þróun handboltans.Viljum ekki sjá mig í markinu „Við erum aðeins búnir að prófa þetta. Við prófuðum þetta í Austurríki um daginn og svo núna um helgina. Við viljum kannski ekki sjá mig mikið í markinu en það var meira fyrir okkar klaufaskap að ég endaði í markinu,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson sem fer oftast í „markmannsbúninginn“. „Þetta á að gefa okkur visst andrými í sókninni. Við höfum með þessu bætt okkur þegar við erum færri. Það er erfið staða að spila manni færri á móti mjög góðum leikmönnum en við reynum að lágmarka skaðann með þessu,“ segir Aron en hann setur með þessu enn meiri ábyrgð á Snorra Stein, að lesa það hvenær hann á að hlaupa út af og skipta við markvörð íslenska liðsins. Snorri góður að lesa leikinn „Snorri Steinn er mjög góður í því að lesa þessar aðstæður og þess vegna er hann líka í vestinu. Það er líka mjög mikilvægt að hinir leikmennirnir átti sig á því að við erum liðfærri og taki skynsamlegar ákvarðanir,“ segir Aron og það er alveg bannað að reyna línusendingar við þessar aðstæður. Snorri Steinn lenti samt tvisvar í því á Þýskalandsmótinu að þurfa að fara í markið. „Markmannsþjálfarinn okkar hefur verið aðeins að taka Snorra í gegn og fara yfir það hvernig hann stendur og svona,“ segir Aron í gríni en bætir svo við: „Þegar færri eru í vörninni þá fær liðið oft á sig dauðafæri. Í bæði þessi skipti þar sem Snorri endaði í markinu í Þýskalandi þá var hann að fá á sig algjör dauðafæri. Það er ekkert víst að markvörðurinn okkar hefði varið þetta.“ „Eins og Aron hefur komið inn á í viðtölum þá snýst þetta um að vinna tíma og teygja aðeins lopann þegar við erum manni færri. Það gefur líka augaleið að við viljum ekki enda með mig í markinu,“ segir Snorri Steinn, sem ætlar ekki að fara í séræfingar með markmönnum liðsins. „Ef ég er alltaf að lenda í markinu trekk í trekk og ver aldrei boltann þá prófum við einhvern annan í vestinu eða hættum þessu. Auðvitað getur þetta alltaf endað þannig að ég fari í markið en í það heila þá höfum við verið nokkuð ánægðir með þetta og höfum fengið það út úr því sem við viljum. Við komum til með að prófa þetta eitthvað í leikjunum úti,“ segir Snorri Steinn. EM 2014 karla Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Sjá meira
Það fór ekki fram hjá neinum sem horfðu á íslenska landsliðið spilaði á æfingamótinu í Þýskalandi um síðustu helgi að landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson tekur vissa áhættu þegar liðið lendir manni undir. Hann tekur þá markmanninn úr markinu og sendir leikstjórnandann í sóknina í markmannsvesti. Á meðan er íslenska markið tómt. „Mér fannst það koma mjög vel út á móti Rússum og þetta kom líka vel út í æfingaleikjunum í Austurríki í nóvember,“ segir Aron Kristjánsson, þegar hann er spurður um nýjasta útspilið í þróun handboltans.Viljum ekki sjá mig í markinu „Við erum aðeins búnir að prófa þetta. Við prófuðum þetta í Austurríki um daginn og svo núna um helgina. Við viljum kannski ekki sjá mig mikið í markinu en það var meira fyrir okkar klaufaskap að ég endaði í markinu,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson sem fer oftast í „markmannsbúninginn“. „Þetta á að gefa okkur visst andrými í sókninni. Við höfum með þessu bætt okkur þegar við erum færri. Það er erfið staða að spila manni færri á móti mjög góðum leikmönnum en við reynum að lágmarka skaðann með þessu,“ segir Aron en hann setur með þessu enn meiri ábyrgð á Snorra Stein, að lesa það hvenær hann á að hlaupa út af og skipta við markvörð íslenska liðsins. Snorri góður að lesa leikinn „Snorri Steinn er mjög góður í því að lesa þessar aðstæður og þess vegna er hann líka í vestinu. Það er líka mjög mikilvægt að hinir leikmennirnir átti sig á því að við erum liðfærri og taki skynsamlegar ákvarðanir,“ segir Aron og það er alveg bannað að reyna línusendingar við þessar aðstæður. Snorri Steinn lenti samt tvisvar í því á Þýskalandsmótinu að þurfa að fara í markið. „Markmannsþjálfarinn okkar hefur verið aðeins að taka Snorra í gegn og fara yfir það hvernig hann stendur og svona,“ segir Aron í gríni en bætir svo við: „Þegar færri eru í vörninni þá fær liðið oft á sig dauðafæri. Í bæði þessi skipti þar sem Snorri endaði í markinu í Þýskalandi þá var hann að fá á sig algjör dauðafæri. Það er ekkert víst að markvörðurinn okkar hefði varið þetta.“ „Eins og Aron hefur komið inn á í viðtölum þá snýst þetta um að vinna tíma og teygja aðeins lopann þegar við erum manni færri. Það gefur líka augaleið að við viljum ekki enda með mig í markinu,“ segir Snorri Steinn, sem ætlar ekki að fara í séræfingar með markmönnum liðsins. „Ef ég er alltaf að lenda í markinu trekk í trekk og ver aldrei boltann þá prófum við einhvern annan í vestinu eða hættum þessu. Auðvitað getur þetta alltaf endað þannig að ég fari í markið en í það heila þá höfum við verið nokkuð ánægðir með þetta og höfum fengið það út úr því sem við viljum. Við komum til með að prófa þetta eitthvað í leikjunum úti,“ segir Snorri Steinn.
EM 2014 karla Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Sjá meira