Aron: Við ætlum að reyna að vinna þennan leik Henry Birgir Gunnarsson í Álaborg skrifar 16. janúar 2014 08:00 Strákarnir okkar tóku daginn snemma í gær. Mættu á létta æfingu til þess að ná úr sér mesta hrollinum eftir Ungverjaleikinn. Þeir sem lítið spiluðu í þeim leik fengu aðeins að taka á því. Aðrir tóku því létt en nokkrir leikmenn gátu ekki æft vegna meiðsla. „Þetta snýst um endurheimt milli leikja og halda þeim sem minna spila á tánum,“ sagði landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson. Hann þarf að halda áfram að púsla liðinu saman. Aron Pálmarsson og Arnór Atlason eru meiddir og geta ekki æft frekar en Þórir Ólafsson og Vignir Svavarsson. „Við vissum áður en við lögðum af stað hingað að það væru nokkrir menn laskaðir og að það þyrfti lítið að koma fyrir því þetta eru erfiðir leikir sem við erum að spila. Það þurfa allir í hópnum að vera klárir og við höfum engin efni á að bíða með skiptingar. Arnór hélt að hann myndi ekki geta spilað gegn Ungverjum og því tókum við Ólaf Guðmundsson inn. Hann gat það svo á endanum.“Arnór kominn til Álaborgar Arnór Þór Gunnarsson var kallaður til Álaborgar í gær vegna meiðsla Þóris Ólafssonar. Þegar þetta er skrifað var ekki ljóst hvort Arnór kæmi inn í hópinn eða hvort reynt yrði að láta Þóri spila gegn Spáni í kvöld. „Ef Þórir getur ekki spilað þá verður Arnór að koma inn,“ sagði Aron en Ísland hafði frest þar til í morgun með að tilkynna breytingar á hópnum. Ef Arnór kemur inn þá kveður Þórir og fer heim til sín. Leikurinn við heimsmeistara Spánverja í kvöld er í raun fyrsti leikur í milliriðli hjá báðum liðum. Það lið sem vinnur leikinn fer með tvo aukapunkta inn í milliriðilinn enda eru báðar þjóðir búnar að tryggja sig þar inn. „Við ætlum að reyna að vinna þennan leik enda úrslitaleikur um sigur í riðlinum. Spánverjar eru auðvitað með mjög gott lið en það er samt alltaf möguleiki. Þeir eru með virkilega sterkt varnarlið og eru stórhættulegir í hraðaupphlaupum. Við verðum því að vera þolinmóðir í sókninni og agaðir í okkar leik.“Aron Kristjánsson þarf að finna leiðir til að stoppa heimsmeistara Spánverja í kvöld.Mynd/DaníelNorðmenn stríddu Spánverjum Spánverjar sýndu gegn Noregi á þriðjudag að liðið getur misstigið sig. Þeir lentu í miklu basli með spræka Norðmenn en mörðu sigur að lokum í hörkuleik. Þeir búa aftur á móti yfir mikilli breidd og geta leyft sér að skipta mikið án þess að það komi nokkuð niður á leik liðsins. „Markvörður Norðmanna átti stórleik og við þurfum eitthvað slíkt til þess að vinna. Það er vel hægt að vinna þetta lið og við munum því spila til sigurs. Það verður svo að koma í ljós hvort það dugar til.“ Leikurinn í kvöld hefst klukkan 17.00 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. EM 2014 karla Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Kláraði fjórða árið í læknisfræðinni meðfram öllum Íslandsmetunum Sport Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Íslenski boltinn Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Í beinni: Arsenal - Brentford | Skytturnar nýbúnar að rústa Evrópumeisturunum Enski boltinn Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Í beinni: Grindavík - Haukar | Halda deildarmeistararnir sér á lífi? Körfubolti Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Handbolti Fleiri fréttir Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Sjá meira
Strákarnir okkar tóku daginn snemma í gær. Mættu á létta æfingu til þess að ná úr sér mesta hrollinum eftir Ungverjaleikinn. Þeir sem lítið spiluðu í þeim leik fengu aðeins að taka á því. Aðrir tóku því létt en nokkrir leikmenn gátu ekki æft vegna meiðsla. „Þetta snýst um endurheimt milli leikja og halda þeim sem minna spila á tánum,“ sagði landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson. Hann þarf að halda áfram að púsla liðinu saman. Aron Pálmarsson og Arnór Atlason eru meiddir og geta ekki æft frekar en Þórir Ólafsson og Vignir Svavarsson. „Við vissum áður en við lögðum af stað hingað að það væru nokkrir menn laskaðir og að það þyrfti lítið að koma fyrir því þetta eru erfiðir leikir sem við erum að spila. Það þurfa allir í hópnum að vera klárir og við höfum engin efni á að bíða með skiptingar. Arnór hélt að hann myndi ekki geta spilað gegn Ungverjum og því tókum við Ólaf Guðmundsson inn. Hann gat það svo á endanum.“Arnór kominn til Álaborgar Arnór Þór Gunnarsson var kallaður til Álaborgar í gær vegna meiðsla Þóris Ólafssonar. Þegar þetta er skrifað var ekki ljóst hvort Arnór kæmi inn í hópinn eða hvort reynt yrði að láta Þóri spila gegn Spáni í kvöld. „Ef Þórir getur ekki spilað þá verður Arnór að koma inn,“ sagði Aron en Ísland hafði frest þar til í morgun með að tilkynna breytingar á hópnum. Ef Arnór kemur inn þá kveður Þórir og fer heim til sín. Leikurinn við heimsmeistara Spánverja í kvöld er í raun fyrsti leikur í milliriðli hjá báðum liðum. Það lið sem vinnur leikinn fer með tvo aukapunkta inn í milliriðilinn enda eru báðar þjóðir búnar að tryggja sig þar inn. „Við ætlum að reyna að vinna þennan leik enda úrslitaleikur um sigur í riðlinum. Spánverjar eru auðvitað með mjög gott lið en það er samt alltaf möguleiki. Þeir eru með virkilega sterkt varnarlið og eru stórhættulegir í hraðaupphlaupum. Við verðum því að vera þolinmóðir í sókninni og agaðir í okkar leik.“Aron Kristjánsson þarf að finna leiðir til að stoppa heimsmeistara Spánverja í kvöld.Mynd/DaníelNorðmenn stríddu Spánverjum Spánverjar sýndu gegn Noregi á þriðjudag að liðið getur misstigið sig. Þeir lentu í miklu basli með spræka Norðmenn en mörðu sigur að lokum í hörkuleik. Þeir búa aftur á móti yfir mikilli breidd og geta leyft sér að skipta mikið án þess að það komi nokkuð niður á leik liðsins. „Markvörður Norðmanna átti stórleik og við þurfum eitthvað slíkt til þess að vinna. Það er vel hægt að vinna þetta lið og við munum því spila til sigurs. Það verður svo að koma í ljós hvort það dugar til.“ Leikurinn í kvöld hefst klukkan 17.00 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
EM 2014 karla Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Kláraði fjórða árið í læknisfræðinni meðfram öllum Íslandsmetunum Sport Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Íslenski boltinn Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Í beinni: Arsenal - Brentford | Skytturnar nýbúnar að rústa Evrópumeisturunum Enski boltinn Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Í beinni: Grindavík - Haukar | Halda deildarmeistararnir sér á lífi? Körfubolti Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Handbolti Fleiri fréttir Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Sjá meira