Einstuðningur Bergur Ebbi Benediktsson skrifar 16. janúar 2014 06:00 Ég hef varla þorað að taka að mér að skrifa gagnrýni nema sem litlu nemur. Eitt sinn skrifaði ég bókargagnrýni á vefsíðu og forðaðist að tala illa um bækurnar, og allra síst höfundana. Að hluta til vildi ég ekki særa höfundana en fyrst og fremst snerist þetta um mig og mínar tilfinningar. Ég vildi ekki eignast óvini. Eitt sá ég þó fljótt. Það er allt í lagi að skrifa illa um höfunda sem almennt er skrifað illa um án þess að lenda í vandræðum sjálfur. Sjálfelska mín = þátttaka í einelti. Svo er önnur hlið á þessu. Það er erfitt fyrir gagnrýnanda að skrifa neikvætt um listamenn sem eru hátt skrifaðir, sérstaklega ef þeir hafa notið velgengni erlendis. Þá lítur gagnrýnandinn út fyrir að vera afbrýðisamur. Það var áhætta sem ég þorði aldrei að taka. Ekki vildi ég líta út fyrir að vera öfundsjúkur og beina athyglinni að eigin vanköntum. Sjálfelska mín = þátttaka í einstuðningi. Þaðer mikið búið að tala um einelti í samfélaginu. Mér finnst einelti tómt mál um að tala (nema kannski hefðbundið skólalóðaeinelti sem má alveg tala um hreint út). Ég sé ekki tilgang í að tala um einelti þegar rót vandans er augljóslega sjálfselska. Ef við tölum bara um einelti sem vandann þá mun sjálfelskan brjótast út í hinum bróðurnum, einstuðningnum. Viðgetum kallað það einstuðning að flykkjast um málstað vegna þess að það er ekki kúl að vera á móti honum. Þannig var íslenska bankaútrásin, þannig er stuðningur við allt íslenskt sem meikar það í útlöndum og þannig er stuðningur við ýmis mannréttindasjónarmið – einstuðningur – ekki keyrður áfram á grundvelli manngæsku, vilja og allra síst rökhyggju heldur bara vegna þess að þú gætir átt yfir höfði þér árásir ef þú ert á móti. Íslendingareru stemningsþjóð. Hér þarf að gera allt með átökum, æðum og yfirkeyrslu. Við þurfum að muna að einstuðningur springur alltaf í hausinn á manni, sama hversu góður málstaðurinn er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergur Ebbi Mest lesið Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun
Ég hef varla þorað að taka að mér að skrifa gagnrýni nema sem litlu nemur. Eitt sinn skrifaði ég bókargagnrýni á vefsíðu og forðaðist að tala illa um bækurnar, og allra síst höfundana. Að hluta til vildi ég ekki særa höfundana en fyrst og fremst snerist þetta um mig og mínar tilfinningar. Ég vildi ekki eignast óvini. Eitt sá ég þó fljótt. Það er allt í lagi að skrifa illa um höfunda sem almennt er skrifað illa um án þess að lenda í vandræðum sjálfur. Sjálfelska mín = þátttaka í einelti. Svo er önnur hlið á þessu. Það er erfitt fyrir gagnrýnanda að skrifa neikvætt um listamenn sem eru hátt skrifaðir, sérstaklega ef þeir hafa notið velgengni erlendis. Þá lítur gagnrýnandinn út fyrir að vera afbrýðisamur. Það var áhætta sem ég þorði aldrei að taka. Ekki vildi ég líta út fyrir að vera öfundsjúkur og beina athyglinni að eigin vanköntum. Sjálfelska mín = þátttaka í einstuðningi. Þaðer mikið búið að tala um einelti í samfélaginu. Mér finnst einelti tómt mál um að tala (nema kannski hefðbundið skólalóðaeinelti sem má alveg tala um hreint út). Ég sé ekki tilgang í að tala um einelti þegar rót vandans er augljóslega sjálfselska. Ef við tölum bara um einelti sem vandann þá mun sjálfelskan brjótast út í hinum bróðurnum, einstuðningnum. Viðgetum kallað það einstuðning að flykkjast um málstað vegna þess að það er ekki kúl að vera á móti honum. Þannig var íslenska bankaútrásin, þannig er stuðningur við allt íslenskt sem meikar það í útlöndum og þannig er stuðningur við ýmis mannréttindasjónarmið – einstuðningur – ekki keyrður áfram á grundvelli manngæsku, vilja og allra síst rökhyggju heldur bara vegna þess að þú gætir átt yfir höfði þér árásir ef þú ert á móti. Íslendingareru stemningsþjóð. Hér þarf að gera allt með átökum, æðum og yfirkeyrslu. Við þurfum að muna að einstuðningur springur alltaf í hausinn á manni, sama hversu góður málstaðurinn er.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun