Við ætlum að leika til sigurs Henry Birgir Gunnarsson í Herning skrifar 22. janúar 2014 08:00 „Það verður gaman að mæta Dönum hérna í fullu Boxi eins og þeir kalla húsið. Hér hefur verið mikil stemning á öllum leikjum Dana þannig að við hlökkum til,“ segir landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson og lýgur þar engu. Um fjórtán þúsund áhorfendur hafa skapað hreint ótrúlega stemningu á leikjum sinna manna í Herning. Ísland á enn möguleika á því að komast í undanúrslit mótsins. Þá þarf liðið að leggja Dani og treysta á að Makedónar skelli heimsmeisturum Spánar. Gangi það ekki eftir er enn von um að spila um fimmta sæti mótsins og þar gæti markatala ráðið úrslitum. Staðan mun liggja fyrir er Ísland spilar enda er það síðasti leikur milliriðilsins.Mikil breidd í danska liðinu „Danir eru með frábært lið og marga mjög góða leikmenn. Það er mikil breidd í danska liðinu og Wilbek hefur notað marga leikmenn í mótinu,“ segir Aron en þó svo Danir séu komnir áfram og ætli að hvíla einhverja menn er ekki þar með sagt að þeir mæti með lélegt lið til leiks. „Þeir hafa dreift álaginu og þó svo einhverjir leikmenn spili tíu mínútum skemur en þeir hafa verið að gera þá kemur bara annar heimsklassaleikmaður í hans stað.“ Það mun ekki skýrast fyrr en í dag hvort Arnór Atlason getur komið aftur inn í hópinn og svo mun það örugglega ekki skýrast fyrr en í leiknum hversu mikið Aron Pálmarsson getur beitt sér. Hann hefur tekið mjög takmarkaðan þátt í síðustu tveimur leikjum liðsins. Sem betur fer hefur það ekki komið að sök. Aðrir leikmenn hafa stigið upp og leikið virkilega vel.Þurfum að hægja á þeim „Til þess að eiga möguleika í þessum leik þá þurfum við að vera mjög fljótir til baka í vörnina. Við viljum skipta tveimur mönnum út í vörn og sókn og það hefur oft reynst erfitt á móti Dönum. Við verðum að spila góða vörn til þess að drepa hraðann hjá þeim. Þeirra sóknarleikur gengur út á að fá mikinn hraða í spilið. Við munum leika til sigurs,“ sagði Aron og brosti við. Hann leggur áherslu á að leikmenn láti áhorfendur og stemninguna í húsinu ekki slá sig út af laginu. „Við eigum að njóta þess. Menn eiga að njóta þess er þeir slökkva í áhorfendum. Njóta þess að áhorfendur bauli á sig. Það er málið. Að njóta og leggja allt sem menn eiga í leikinn.“Leikurinn hefst klukkan 19.30 í kvöld og er lýst beint á Bylgjunni. EM 2014 karla Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Fleiri fréttir Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Sjá meira
„Það verður gaman að mæta Dönum hérna í fullu Boxi eins og þeir kalla húsið. Hér hefur verið mikil stemning á öllum leikjum Dana þannig að við hlökkum til,“ segir landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson og lýgur þar engu. Um fjórtán þúsund áhorfendur hafa skapað hreint ótrúlega stemningu á leikjum sinna manna í Herning. Ísland á enn möguleika á því að komast í undanúrslit mótsins. Þá þarf liðið að leggja Dani og treysta á að Makedónar skelli heimsmeisturum Spánar. Gangi það ekki eftir er enn von um að spila um fimmta sæti mótsins og þar gæti markatala ráðið úrslitum. Staðan mun liggja fyrir er Ísland spilar enda er það síðasti leikur milliriðilsins.Mikil breidd í danska liðinu „Danir eru með frábært lið og marga mjög góða leikmenn. Það er mikil breidd í danska liðinu og Wilbek hefur notað marga leikmenn í mótinu,“ segir Aron en þó svo Danir séu komnir áfram og ætli að hvíla einhverja menn er ekki þar með sagt að þeir mæti með lélegt lið til leiks. „Þeir hafa dreift álaginu og þó svo einhverjir leikmenn spili tíu mínútum skemur en þeir hafa verið að gera þá kemur bara annar heimsklassaleikmaður í hans stað.“ Það mun ekki skýrast fyrr en í dag hvort Arnór Atlason getur komið aftur inn í hópinn og svo mun það örugglega ekki skýrast fyrr en í leiknum hversu mikið Aron Pálmarsson getur beitt sér. Hann hefur tekið mjög takmarkaðan þátt í síðustu tveimur leikjum liðsins. Sem betur fer hefur það ekki komið að sök. Aðrir leikmenn hafa stigið upp og leikið virkilega vel.Þurfum að hægja á þeim „Til þess að eiga möguleika í þessum leik þá þurfum við að vera mjög fljótir til baka í vörnina. Við viljum skipta tveimur mönnum út í vörn og sókn og það hefur oft reynst erfitt á móti Dönum. Við verðum að spila góða vörn til þess að drepa hraðann hjá þeim. Þeirra sóknarleikur gengur út á að fá mikinn hraða í spilið. Við munum leika til sigurs,“ sagði Aron og brosti við. Hann leggur áherslu á að leikmenn láti áhorfendur og stemninguna í húsinu ekki slá sig út af laginu. „Við eigum að njóta þess. Menn eiga að njóta þess er þeir slökkva í áhorfendum. Njóta þess að áhorfendur bauli á sig. Það er málið. Að njóta og leggja allt sem menn eiga í leikinn.“Leikurinn hefst klukkan 19.30 í kvöld og er lýst beint á Bylgjunni.
EM 2014 karla Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Fleiri fréttir Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Sjá meira