Danirnir kolféllu aftur á prófinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. janúar 2014 06:00 Fyrirliðinn Jérôme Fernandez lyftir bikarnum á loft umkringdur frönsku hetjunum sem spila aldrei betur en í úrslitaleikjum. Vísir/AFP „Jafnvel í okkar villtustu draumum hefðum við ekki getað ímyndað okkur atburðarás sem þessa,“ sagði Claude Onesta, landsliðsþjálfari Frakka, eftir að strákarnir hans tóku Dani í kennslustund í úrslitaleiknum í Boxinu í Herning. Lokatölurnar urðu 41-32 fyrir Frakka sem komust í 7-2 snemma leiks og slepptu aldrei takinu á taugaveikluðum Dönum. „Danir höfðu undirbúið veislu en lið þeirra er ungt, komst aldrei upp á yfirborðið og í rauninni drukknaði það. Reynsla okkar gerði gæfumuninn,“ bætti Onesta við. Franski landsliðsþjálfarinn bætti enn einni rósinni í hnappagat sitt en hann tók við liðinu árið 2001 eftir að Frakkar urðu heimsmeistarar í annað skipti. Síðan þá hefur heimsmeistaratitillinn farið einu sinni til Frakklands, Evrópumeistaratitillinn var sá þriðji auk tveggja Ólympíumeistaratitla. Onesta er annar tveggja þjálfara í karlahandboltanum til að vinna öll þrjú stórmótin með landslið. Hinn er Vladimir Maximov sem gerði hið sama með Rússa á tíunda áratug síðustu aldar. Frakkar kepptu í fyrsta sinn til úrslita á stórmóti á HM í Svíþjóð árið 1993. Þá töpuðu þeir stórt fyrir Rússum en urðu svo heimsmeistarar hér á Íslandi árið 1995. Síðan hefur liðið keppt átta sinnum í úrslitum á stórmóti og alltaf staðið uppi sem sigurvegari. Risatap Dana vekur upp spurningar um taugar liðsins þegar mikið liggur við. Fyrir ári síðan fóru Danir í úrslit gegn Spánverjum á HM og steinlágu 35-19. Mótið var hið síðasta undir stjórn Ulriks Wilbek sem gerði liðið að Evrópumeisturum árið 2008 og aftur 2010. Það var titillinn sem verja átti nú.Guðmundur Þórður Guðmundsson tekur við þjálfun danska liðsins og er kannski pressu að einhverju leyti létt af honum að þurfa ekki að taka við Evrópumeisturum. Mannskapurinn er til staðar en líkt og í Barcelona í fyrra brugðust leikmennirnir á ögurstundu. Spánverjinn Joan Canellas skoraði átta mörk í bronsleiknum þar sem Króatar lágu í valnum 29-28. Mörkin dugðu Canellas til markakóngstitilsins með 50 mörk en Guðjón Valur Sigurðsson, sem spilaði leik færra en Spánverjinn, varð næstmarkahæstur með 44 mörk. EM 2014 karla Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti Dagskráin í dag: Risaslagir í Meistaradeildinni ásamt Bónus deild kvenna Sport Fleiri fréttir „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Sjá meira
„Jafnvel í okkar villtustu draumum hefðum við ekki getað ímyndað okkur atburðarás sem þessa,“ sagði Claude Onesta, landsliðsþjálfari Frakka, eftir að strákarnir hans tóku Dani í kennslustund í úrslitaleiknum í Boxinu í Herning. Lokatölurnar urðu 41-32 fyrir Frakka sem komust í 7-2 snemma leiks og slepptu aldrei takinu á taugaveikluðum Dönum. „Danir höfðu undirbúið veislu en lið þeirra er ungt, komst aldrei upp á yfirborðið og í rauninni drukknaði það. Reynsla okkar gerði gæfumuninn,“ bætti Onesta við. Franski landsliðsþjálfarinn bætti enn einni rósinni í hnappagat sitt en hann tók við liðinu árið 2001 eftir að Frakkar urðu heimsmeistarar í annað skipti. Síðan þá hefur heimsmeistaratitillinn farið einu sinni til Frakklands, Evrópumeistaratitillinn var sá þriðji auk tveggja Ólympíumeistaratitla. Onesta er annar tveggja þjálfara í karlahandboltanum til að vinna öll þrjú stórmótin með landslið. Hinn er Vladimir Maximov sem gerði hið sama með Rússa á tíunda áratug síðustu aldar. Frakkar kepptu í fyrsta sinn til úrslita á stórmóti á HM í Svíþjóð árið 1993. Þá töpuðu þeir stórt fyrir Rússum en urðu svo heimsmeistarar hér á Íslandi árið 1995. Síðan hefur liðið keppt átta sinnum í úrslitum á stórmóti og alltaf staðið uppi sem sigurvegari. Risatap Dana vekur upp spurningar um taugar liðsins þegar mikið liggur við. Fyrir ári síðan fóru Danir í úrslit gegn Spánverjum á HM og steinlágu 35-19. Mótið var hið síðasta undir stjórn Ulriks Wilbek sem gerði liðið að Evrópumeisturum árið 2008 og aftur 2010. Það var titillinn sem verja átti nú.Guðmundur Þórður Guðmundsson tekur við þjálfun danska liðsins og er kannski pressu að einhverju leyti létt af honum að þurfa ekki að taka við Evrópumeisturum. Mannskapurinn er til staðar en líkt og í Barcelona í fyrra brugðust leikmennirnir á ögurstundu. Spánverjinn Joan Canellas skoraði átta mörk í bronsleiknum þar sem Króatar lágu í valnum 29-28. Mörkin dugðu Canellas til markakóngstitilsins með 50 mörk en Guðjón Valur Sigurðsson, sem spilaði leik færra en Spánverjinn, varð næstmarkahæstur með 44 mörk.
EM 2014 karla Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti Dagskráin í dag: Risaslagir í Meistaradeildinni ásamt Bónus deild kvenna Sport Fleiri fréttir „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Sjá meira