Til verðandi feðra Pawel Bartoszek skrifar 31. janúar 2014 06:00 Mörg pör skilja eftir barneigir. Oft vegna þess að fólk höndlar ekki álagið. Oft vegna þess að feður höndla ekki álagið. Áföll styrkja ekki endilega sambönd. Áföll veikja oft sambönd. Og eins harkalega og það kann að hljóma þá er það oft eins konar áfall að eignast barn. Nei, kúkableiur eru ekkert sérstaklega ógeðslegar. Truflun á nætursvefni er kannski ögn meira mál en samt ekkert óyfirstíganlegt. Aðalvandamálið felst í tvennu: Þeirri „mannréttindaskerðingu“ sem felst í því að maður má ekki lengur setja sjálfan sig í fyrsta sæti og þeirri staðreynd að allir vilja minna mann á hvað það sé nú yndislegt.Fyrst ertu í öðru sæti Mikilvæg skilaboð til verðandi feðra: Framundan er sá tími þegar flestum er alveg sama um hvernig þér líður. Þetta byrjar í mæðraverndinni. Mamman fær allar spurningar um líðan, heilsu, líkamshita, sykurinnihald í þvagi, sjúkdómasögu sína og fjölskyldu sinnar. Ef þú, í barnslegri einfeldni, nefnir einhverjar staðreyndir um eigin heilsu geturðu séð hvernig skriffæri ljósmóðurinnar situr óhreyft í hendi hennar, meðan hún brosir til þín. Þú ferð að velta því fyrir þér hvort þín sé þörf í þessum viðtölum, sem auðvitað er ekki, en ég myndi nú mæla með að þú létir alltaf sjá þig. Foreldrarnir verðandi þurfa að hafa eitthvað til að kjafta um. Konan ræður. Þannig er það bara. Stundum lenda foreldrarnir í deilu um hvort þeir eigi að vita kyn barnsins eða ekki. Sumir segja að feður hafi tilhneigingu til að vilja vita kynið frekar en móðirin. Það er kannski skiljanlegt. Barnið vex, hreyfist og nærist innan í henni. Hún hefur ýmislegt til að vinna með. En faðirinn verðandi hefur ekkert nema ímyndunaraflið. Það hjálpar honum að sjá fyrir sér hvort hann muni leika sér með dúkkur við son sinn eða sparka í bolta með dóttur sinni (eða öfugt, íhöldin ykkar). Ég stend með feðrum sem vilja vita kyn barnsins. En munið: Þið verðið þá bara að færa rök fyrir máli ykkar og biðja fallega. Því eins og áður sagði: Þið ráðið þessu ekki.…svo í því þriðja Þegar barnið fæðist þá fyrst rennur (vonandi) upp fyrir manni að maður skiptir engu máli. Maður kemst ekki á netið, kemst ekki í að lesa blaðið eða út að hlaupa þótt mann langi til þess. Maður er endalaust seinn allt. Segist vera kominn klukkan tólf, kemst ekki út úr húsi fyrr en hálftíma síðar. Þetta fer í taugarnar á manni. Nú kannski les þetta einhver og hugsar: „Ojojoj, litla krúttið mitt. Kemst ekki á netið. Kemst ekki að spila tölvuleik. Kemst ekki að hitta strákana. Ojojoj.“ Það má gera grín að því. En þetta eru mikil viðbrigði. Viðbrigðin hafa ekkert með líkamlegar aðstæður að gera. Við erum félagsverur. Við eigum mun erfiðara með að sætta okkur við það að félagslegar aðstæður okkar breytist og það að við erum ekki lengur mikilvægasta manneskjan í okkar eigin lífi.…og þér finnst það ekkert spes Það er annað sem sumir lenda í sem erfitt er að búa sig undir og fáir vilja tala um. Það þykir ekki öllum gríðarlega vænt um barnið sitt frá fyrsta degi. Þeir finna kannski fyrir ábyrgðartilfinningu, svona eins og einhver hafi falið þeim að gæta mjög dýrmætrar fiðlu. En þeir finna kannski enga glimrandi væntumþykju. Af þessu draga þeir eftirfarandi ályktun: „Ég er vond manneskja.“ Í ofanálag spyr annar hver ættingi hvort „þetta sé ekki yndislegt“. „Eruð þið ekki glöð?“ Maður svarar öllu játandi, ekki vill maður valda fólki vonbrigðum. En sú tilfinning að maður hljóti að vera egóisti með steinhjarta stimplast harðar inn. Því öllum öðrum fannst þetta greinilega svo æðislegt. Maður áttar sig kannski ekki á því að þessi efnafræðilegu tilfinningavensl birtast ekki endilega alltaf eins og hendi sé veifað. Þegar þau eru komin þá gleyma menn stundum að þeirra hefur ekki alltaf notið við. Og vissulega koma þau oftast fyrir rest. En þangað til er auðvelt að fyllast sjálfshatri og efast um eigin manngæsku. Sérstaklega ef maður heldur að enginn annar hafi nokkurn tímann gengið í gegnum það sama. Öllum öðrum fannst þetta nefnilega svo æðislegt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun
Mörg pör skilja eftir barneigir. Oft vegna þess að fólk höndlar ekki álagið. Oft vegna þess að feður höndla ekki álagið. Áföll styrkja ekki endilega sambönd. Áföll veikja oft sambönd. Og eins harkalega og það kann að hljóma þá er það oft eins konar áfall að eignast barn. Nei, kúkableiur eru ekkert sérstaklega ógeðslegar. Truflun á nætursvefni er kannski ögn meira mál en samt ekkert óyfirstíganlegt. Aðalvandamálið felst í tvennu: Þeirri „mannréttindaskerðingu“ sem felst í því að maður má ekki lengur setja sjálfan sig í fyrsta sæti og þeirri staðreynd að allir vilja minna mann á hvað það sé nú yndislegt.Fyrst ertu í öðru sæti Mikilvæg skilaboð til verðandi feðra: Framundan er sá tími þegar flestum er alveg sama um hvernig þér líður. Þetta byrjar í mæðraverndinni. Mamman fær allar spurningar um líðan, heilsu, líkamshita, sykurinnihald í þvagi, sjúkdómasögu sína og fjölskyldu sinnar. Ef þú, í barnslegri einfeldni, nefnir einhverjar staðreyndir um eigin heilsu geturðu séð hvernig skriffæri ljósmóðurinnar situr óhreyft í hendi hennar, meðan hún brosir til þín. Þú ferð að velta því fyrir þér hvort þín sé þörf í þessum viðtölum, sem auðvitað er ekki, en ég myndi nú mæla með að þú létir alltaf sjá þig. Foreldrarnir verðandi þurfa að hafa eitthvað til að kjafta um. Konan ræður. Þannig er það bara. Stundum lenda foreldrarnir í deilu um hvort þeir eigi að vita kyn barnsins eða ekki. Sumir segja að feður hafi tilhneigingu til að vilja vita kynið frekar en móðirin. Það er kannski skiljanlegt. Barnið vex, hreyfist og nærist innan í henni. Hún hefur ýmislegt til að vinna með. En faðirinn verðandi hefur ekkert nema ímyndunaraflið. Það hjálpar honum að sjá fyrir sér hvort hann muni leika sér með dúkkur við son sinn eða sparka í bolta með dóttur sinni (eða öfugt, íhöldin ykkar). Ég stend með feðrum sem vilja vita kyn barnsins. En munið: Þið verðið þá bara að færa rök fyrir máli ykkar og biðja fallega. Því eins og áður sagði: Þið ráðið þessu ekki.…svo í því þriðja Þegar barnið fæðist þá fyrst rennur (vonandi) upp fyrir manni að maður skiptir engu máli. Maður kemst ekki á netið, kemst ekki í að lesa blaðið eða út að hlaupa þótt mann langi til þess. Maður er endalaust seinn allt. Segist vera kominn klukkan tólf, kemst ekki út úr húsi fyrr en hálftíma síðar. Þetta fer í taugarnar á manni. Nú kannski les þetta einhver og hugsar: „Ojojoj, litla krúttið mitt. Kemst ekki á netið. Kemst ekki að spila tölvuleik. Kemst ekki að hitta strákana. Ojojoj.“ Það má gera grín að því. En þetta eru mikil viðbrigði. Viðbrigðin hafa ekkert með líkamlegar aðstæður að gera. Við erum félagsverur. Við eigum mun erfiðara með að sætta okkur við það að félagslegar aðstæður okkar breytist og það að við erum ekki lengur mikilvægasta manneskjan í okkar eigin lífi.…og þér finnst það ekkert spes Það er annað sem sumir lenda í sem erfitt er að búa sig undir og fáir vilja tala um. Það þykir ekki öllum gríðarlega vænt um barnið sitt frá fyrsta degi. Þeir finna kannski fyrir ábyrgðartilfinningu, svona eins og einhver hafi falið þeim að gæta mjög dýrmætrar fiðlu. En þeir finna kannski enga glimrandi væntumþykju. Af þessu draga þeir eftirfarandi ályktun: „Ég er vond manneskja.“ Í ofanálag spyr annar hver ættingi hvort „þetta sé ekki yndislegt“. „Eruð þið ekki glöð?“ Maður svarar öllu játandi, ekki vill maður valda fólki vonbrigðum. En sú tilfinning að maður hljóti að vera egóisti með steinhjarta stimplast harðar inn. Því öllum öðrum fannst þetta greinilega svo æðislegt. Maður áttar sig kannski ekki á því að þessi efnafræðilegu tilfinningavensl birtast ekki endilega alltaf eins og hendi sé veifað. Þegar þau eru komin þá gleyma menn stundum að þeirra hefur ekki alltaf notið við. Og vissulega koma þau oftast fyrir rest. En þangað til er auðvelt að fyllast sjálfshatri og efast um eigin manngæsku. Sérstaklega ef maður heldur að enginn annar hafi nokkurn tímann gengið í gegnum það sama. Öllum öðrum fannst þetta nefnilega svo æðislegt.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun