Túrtsjínov tekur við til bráðabirgða Freyr Bjarnason skrifar 24. febrúar 2014 07:00 Oleksandr Túrtsjínov, til hægri, er orðinn bráðabirgðaforseti Úkraínu. vísir/AFP Oleksandr Túrtsjínov hefur tekið við sem bráðabirgðaforseti Úkraínu eftir að forsetinn Viktor Janúkovítsj hrökklaðist úr embætti. Úkraínska löggjafarþinginu hefur verið falið að mynda þjóðstjórn í landinu og Túrtsjínov, forseta þingsins, falið forsetavald þar til gengið verður til kosninga í lok maí á þessu ári. Túrtsjínov sagði úkraínskum þingmönnum í gær að þeir hefðu tíma til þriðjudags til að mynda nýja ríkisstjórn. Júlía Tímosjenko, sem var látin laus úr fangelsi á laugardag, hefur útilokað að taka við embætti forsætisráðherra á nýjan leik. Ekki hefur fengist staðfest hvar Janúkovitsj er staddur eftir að hann yfirgaf höfuðborgina og hélt til annarra bækistöðva sinna í austurhluta Úkraínu. Hann telur að ákvarðanir þingsins undanfarna daga hafi verið ólöglegar. Aðstoðarmaður forsetans sagði við AP-fréttastofuna að hann ætli að halda áfram að sinna forsetaskyldum sínum. Úkraínu er skipt í tvo hluta sem deila hart. Annars vegar austurhluta Úkraínu þar sem íbúar eru að mestu fylgjandi rússneskum áhrifum og hins vegar vesturhluta þar sem íbúar hafa mikla andúð á Janúkovitsj og vilja samstarf við Evrópusambandið. Susan Rice, öryggisráðgjafi Baracks Obama, forseta Bandaríkjanna, sagði í viðtali á NBC að Rússar myndu gera mikil mistök ef þeir beittu hervaldi í Úkraínu. Hún bætti við að á næstu vikum myndu Bandaríkin, í samstarfi við Evrópuríki og alþjóðlegar stofnanir, veita Úkraínu sameiginlega fjárhagsaðstoð. Fjármálaráðherra Rússlands hvatti Úkraínu í gær til að sækja um lán til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Úkraína Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Oleksandr Túrtsjínov hefur tekið við sem bráðabirgðaforseti Úkraínu eftir að forsetinn Viktor Janúkovítsj hrökklaðist úr embætti. Úkraínska löggjafarþinginu hefur verið falið að mynda þjóðstjórn í landinu og Túrtsjínov, forseta þingsins, falið forsetavald þar til gengið verður til kosninga í lok maí á þessu ári. Túrtsjínov sagði úkraínskum þingmönnum í gær að þeir hefðu tíma til þriðjudags til að mynda nýja ríkisstjórn. Júlía Tímosjenko, sem var látin laus úr fangelsi á laugardag, hefur útilokað að taka við embætti forsætisráðherra á nýjan leik. Ekki hefur fengist staðfest hvar Janúkovitsj er staddur eftir að hann yfirgaf höfuðborgina og hélt til annarra bækistöðva sinna í austurhluta Úkraínu. Hann telur að ákvarðanir þingsins undanfarna daga hafi verið ólöglegar. Aðstoðarmaður forsetans sagði við AP-fréttastofuna að hann ætli að halda áfram að sinna forsetaskyldum sínum. Úkraínu er skipt í tvo hluta sem deila hart. Annars vegar austurhluta Úkraínu þar sem íbúar eru að mestu fylgjandi rússneskum áhrifum og hins vegar vesturhluta þar sem íbúar hafa mikla andúð á Janúkovitsj og vilja samstarf við Evrópusambandið. Susan Rice, öryggisráðgjafi Baracks Obama, forseta Bandaríkjanna, sagði í viðtali á NBC að Rússar myndu gera mikil mistök ef þeir beittu hervaldi í Úkraínu. Hún bætti við að á næstu vikum myndu Bandaríkin, í samstarfi við Evrópuríki og alþjóðlegar stofnanir, veita Úkraínu sameiginlega fjárhagsaðstoð. Fjármálaráðherra Rússlands hvatti Úkraínu í gær til að sækja um lán til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Úkraína Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira