Þora þau ekki að hlusta á fólkið? Ólafur Þ. Stephensen skrifar 1. mars 2014 07:00 Niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sýna svo ekki verður um villzt að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar vill fá að taka sjálfur ákvörðun um framhald aðildarviðræðnanna við Evrópusambandið. Þannig vilja tæplega 82 prósent svarenda að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um framhaldið. Aðeins rúmlega 18 prósent eru á því að leyfa stjórnarmeirihlutanum á Alþingi bara að ráða þessu. Það er ekki skrýtið. Báðir stjórnarflokkar voru búnir að segja fólki að haldin yrði þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald viðræðnanna. Það er ekki bara Sjálfstæðisflokkurinn sem er að svíkja kosningaloforð sín, þótt þau hafi verið orðuð með skýrari hætti og tekið fram að halda ætti atkvæðagreiðsluna á fyrrihluta kjörtímabilsins. Í viðtali við Stöð 2 í marz í fyrra sagði Bjarni Benediktsson að það kæmi vel til greina að halda þjóðaratkvæðagreiðsluna samhliða sveitarstjórnarkosningunum. Í stuttu viðtali tvítók hann að við það yrði staðið og sagði í lokin: „Við munum standa við það að hlusta eftir því sem fólkið í landinu vill.“ Framsóknarflokkurinn var líka með stefnu sem kvað á um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna. Kosningaloforðin voru ekki eins skýrt orðuð og hjá sjálfstæðismönnum, en eins og rakið er í Fréttablaðinu í dag gaf Sigmundur Davíð Gunnlaugsson það til kynna, bæði fyrir og eftir kosningar (og eftir að stjórnarsáttmálinn lá fyrir), að þjóðaratkvæðagreiðslan yrði haldin. Hann hlaut að sjálfsögðu að eiga við að það yrði á kjörtímabilinu, því að hann getur engu lofað um hvað gerist einhvern tímann seinna. Af þessu leiðir að það er ekki hægt annað en að afgreiða það sem rökleysu þegar annars vegar formaður Sjálfstæðisflokksins talar um „pólitískan ómöguleika“ og hins vegar segir þingmaður Framsóknarflokksins að stefnan um þjóðaratkvæðagreiðslu hafi verið „varnagli“ ef Framsókn lenti í stjórn með Samfylkingunni. Þetta er ósköp einfalt. Tveir flokkar fóru saman í ríkisstjórn. Þeir eru báðir andvígir ESB-aðild en hvorugur getur breytt þeirri staðreynd að fyrir kosningar gáfu þeir þjóðinni til kynna að hún fengi að kjósa um framhald aðildarviðræðnanna og þeir myndu sætta sig við niðurstöðuna. Allt tal um að menn hafi fengið þannig samstarfsflokk í fangið að þeir geti ekki staðið við kosningaloforðin er – svo það sé sagt aftur – rökleysa. Af hverju þorir ríkisstjórnin ekki að hlusta á fólkið? Kannski af því að næstum því tveir þriðjuhlutar svarenda í könnuninni segja að ef þjóðaratkvæðagreiðslan yrði haldin, myndu þeir kjósa með því að halda viðræðunum áfram. Það virðist stjórnarliðið líta á sem hræðilegan, pólitískan ómöguleika – að þurfa að framkvæma vilja almennings. En þá hefðu forystumenn stjórnarflokkanna líka alveg átt að sleppa því fyrir kosningar að tala um þjóðaratkvæðagreiðslu. Þeir hefðu bara átt að koma hreint fram og segja: Við ætlum að slíta aðildarviðræðunum við Evrópusambandið, alveg sama hvað fólkinu finnst. Þá gætu þeir sagt núna með góðri samvizku: „Það má ekki gleyma því að hér var kosið í vor.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen Skoðun
Niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sýna svo ekki verður um villzt að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar vill fá að taka sjálfur ákvörðun um framhald aðildarviðræðnanna við Evrópusambandið. Þannig vilja tæplega 82 prósent svarenda að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um framhaldið. Aðeins rúmlega 18 prósent eru á því að leyfa stjórnarmeirihlutanum á Alþingi bara að ráða þessu. Það er ekki skrýtið. Báðir stjórnarflokkar voru búnir að segja fólki að haldin yrði þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald viðræðnanna. Það er ekki bara Sjálfstæðisflokkurinn sem er að svíkja kosningaloforð sín, þótt þau hafi verið orðuð með skýrari hætti og tekið fram að halda ætti atkvæðagreiðsluna á fyrrihluta kjörtímabilsins. Í viðtali við Stöð 2 í marz í fyrra sagði Bjarni Benediktsson að það kæmi vel til greina að halda þjóðaratkvæðagreiðsluna samhliða sveitarstjórnarkosningunum. Í stuttu viðtali tvítók hann að við það yrði staðið og sagði í lokin: „Við munum standa við það að hlusta eftir því sem fólkið í landinu vill.“ Framsóknarflokkurinn var líka með stefnu sem kvað á um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna. Kosningaloforðin voru ekki eins skýrt orðuð og hjá sjálfstæðismönnum, en eins og rakið er í Fréttablaðinu í dag gaf Sigmundur Davíð Gunnlaugsson það til kynna, bæði fyrir og eftir kosningar (og eftir að stjórnarsáttmálinn lá fyrir), að þjóðaratkvæðagreiðslan yrði haldin. Hann hlaut að sjálfsögðu að eiga við að það yrði á kjörtímabilinu, því að hann getur engu lofað um hvað gerist einhvern tímann seinna. Af þessu leiðir að það er ekki hægt annað en að afgreiða það sem rökleysu þegar annars vegar formaður Sjálfstæðisflokksins talar um „pólitískan ómöguleika“ og hins vegar segir þingmaður Framsóknarflokksins að stefnan um þjóðaratkvæðagreiðslu hafi verið „varnagli“ ef Framsókn lenti í stjórn með Samfylkingunni. Þetta er ósköp einfalt. Tveir flokkar fóru saman í ríkisstjórn. Þeir eru báðir andvígir ESB-aðild en hvorugur getur breytt þeirri staðreynd að fyrir kosningar gáfu þeir þjóðinni til kynna að hún fengi að kjósa um framhald aðildarviðræðnanna og þeir myndu sætta sig við niðurstöðuna. Allt tal um að menn hafi fengið þannig samstarfsflokk í fangið að þeir geti ekki staðið við kosningaloforðin er – svo það sé sagt aftur – rökleysa. Af hverju þorir ríkisstjórnin ekki að hlusta á fólkið? Kannski af því að næstum því tveir þriðjuhlutar svarenda í könnuninni segja að ef þjóðaratkvæðagreiðslan yrði haldin, myndu þeir kjósa með því að halda viðræðunum áfram. Það virðist stjórnarliðið líta á sem hræðilegan, pólitískan ómöguleika – að þurfa að framkvæma vilja almennings. En þá hefðu forystumenn stjórnarflokkanna líka alveg átt að sleppa því fyrir kosningar að tala um þjóðaratkvæðagreiðslu. Þeir hefðu bara átt að koma hreint fram og segja: Við ætlum að slíta aðildarviðræðunum við Evrópusambandið, alveg sama hvað fólkinu finnst. Þá gætu þeir sagt núna með góðri samvizku: „Það má ekki gleyma því að hér var kosið í vor.“
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun