ESB og Malta: 14 ára viðræður Ólöf Skaftadóttir skrifar 1. mars 2014 15:00 Vísir/Getty Í ljósi umræðu um aðildarviðræður Íslendinga við ESB rifjar Fréttablaðið upp aðildarviðræður Möltu við ESB. Malta gekk í ESB árið 2004 og er hvort tveggja í senn minnsta og fámennasta Evrópusambandsríkið, en ríkið hlaut sérlausnir í samningi sínum við ESB, meðal annars vegna sérstöðu sinnar í sjávarútvegi. Lýðveldið Malta er á eyjaklasa í Miðjarðarhafi, austur af Túnis og norður af Líbíu, suður af ítölsku eyjunni Sikiley. Aðeins þrjár stærstu eyjar Möltu eru byggðar, Malta, Gozo og Comino. Opinber tungumál eyjaskeggja eru enska og maltneska. Malta hefur verið í ESB síðan 2004 og er hvort tveggja í senn minnsta og fámennasta Evrópusambandsríkið. Í hernaðarlegu tilliti hefur Malta alla tíð verið mikilvæg sökum staðsetningarinnar í Miðjarðarhafinu miðju. Fyrir vikið hafa eyjarnar þurft að lúta stjórn margra ríkja. Malta varð sjálfstætt ríki 21. september 1964 og lýðveldi 13. desember 1974.Leið Möltu í ESB: 1987 - Sigur Þjóðernisflokksins leiðir til þreifinga í átt að ESB-aðlögun. Eddie Fenech Adami verður forsætisráðherra. 1989 - Forseti Sovíetríkjanna Mikhail Gorbachev og forseti Bandaríkjanna, George Bush, halda leiðtogafund á Möltu. 1990 - Malta sækir um fulla aðild að Evrópusambandinu 1995 Apríl - Malta tekur þátt í Friðarsamstarfi NATO ríkja, með sérstökum tvíhliða samningi við bandalagið, en hættir við í október 1996 til þess að halda í hlutleysi sitt. 1996 - Verkamannaflokkurinn, með Alfred Sant í forystu, kemst aftur í ríkisstjórn og gerir hlé á aðildarviðræðum við ESB 1998 - Enn verða stjórnarskipti. Þjóðernisflokkurinn nær völdum á nýjan leik og tekur upp þráðinn þar sem frá var horfið í viðræðunum við ESB. 1999 - Guido de Marco sver embættiseið og verður forseti Möltu. 2002 - Desember - Leiðtogafundur ESB í Kaupmannahöfn býður Maltverjum að ganga í sambandið 2004. 2003 Mars - rúmlega 53% íbúa Möltu samþykkja inngöngu í ESB í þjóðaratkvæðagreiðslu 2003 Apríl - Þjóðernisflokkurinn vinnur þingkosningar og festir niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslu í sessi. 2004 Mars - Lawrence Gonzi verður forsætisráðherra eftir að Edward Fenech Adami sest í helgan stein 2004 Maí - Malta er eitt af tíu ríkjum sem ganga inn í Evrópusambandið 2005 Júlí - Þing Möltu fullgildir stjórnarskrárdrög ESBVigdís Hauksdóttir um Möltu í vikunniVigdís Hauksdóttir í þættinum Mín skoðun, Stöð 2, síðastliðinn sunnudag Katrín Júlíusdóttir: „Það hefur enginn samningur verið gerður sem ekki hefur verið með sérlausnum.“ Vigdís Hauksdóttir; „Komdu með dæmi.“ Katrín Júlíusdóttir:„Malta.“ Vigdís Hauksdóttir: „Malta er sjálfstjórnarríki innan stærra lands. Það er ekkert land. Þetta er svipað og ef við myndum segja á sveitarfélagsvísu: Við höfum hérna 30 sveitarfélög. Vestmannaeyjar fá undanþágu frá því að borga auðlindagjald.“ Katrín Júlíusdóttir: „Bíddu, Er Malta Vestmannaeyjar hvers ríkis?“ Vigdís Hauksdóttir: „Hlustaðu á mig. Nefndu mér dæmi. Hvaða sérlausn fékk Malta?“Bjarni Benediktsson um Möltu í vikunniUmmæli Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra á fundi um ESB-mál í Valhöll á þriðjudaginn Bjarni Benediktsson: Við skulum hafa það í huga vegna þess að þar var um undanþágu að ræða sem snerti fiskveiðar að það er ekki hægt að bera saman fiskveiðihagsmuni Möltu og okkar Íslendinga. Heildarafli þeirra jafnast á við afla eins línubáts á Íslandi.Meðal sérlausna og undanþága Möltu í aðildarsamningi sínum við EvrópusambandiðTakmörkun á fjölda húseigna Malta fékk að viðhalda lögum sem kveða á um að þeir sem ekki hafa búið í landinu í fimm ár hið minnsta mega ekki kaupa fleiri en eina húseign í landinu. Þarna voru á ferðinni varanlegar undanþágur frá regluverki ESB enda ganga þær gegn frjálsum fjárfestingarrétti sem á að vera tryggður í stofnsáttmála ESB.Fóstureyðingar bannaðar Fóstureyðingar eru áfram bannaðar á Möltu.Ráða veiðum innan 25 mílna lögsögu Malta hefur nokkra sérstöðu í sjávarútvegi, en snemma á áttunda áratugnum lýsti landið yfir tuttugu og fimm mílna efnahagslögsögu og hefur að mestu stjórnað veiðum innan þeirrar lögsögu síðan. Maltverjum hefur þó reynst þrautin þyngri að fá ESB og önnur ríki sem hagsmuna eiga að gæta til að virða lögsöguna og erlend fiskiskip hafa alla tíð stundað veiðar innan hennar, að einhverju leyti. Aðstæður á Möltu eru þó ekki líkar íslenskum aðstæðum, þar er til að mynda lítið um staðbundna fiskistofna og meirihluti stofna er sameiginlegur með ríkjum ESB og Norður-Afríku. Í reglum ESB eru ríki aðeins einráð um fiskveiðar innan tólf mílna lögsögu. Utan hennar er óheimilt að mismuna sjómönnum eftir þjóðerni. Þannig varð að semja um lögsöguna milli tólf og tuttugu og fimm mílna frá eyjunni. Malta gerði kröfu um að halda tuttugu og fimm mílna lögsögunni. Niðurstaðan varð nokkurs konar málamiðlun, sem felur í sér að stjórnvöld á Möltu stjórna í raun veiðum innan 25 mílna lögsögunnar. Samningamenn ESB gáfu eftir því allir voru sammála um, að fiskistofnarnir þyldu ekki meiri ásókn. Formlega séð er Maltverjum ekki heimilt að meina öðrum en maltneskum sjómönnum að veiða milli tólf og tuttugu og fimm mílnanna. En til að koma í veg fyrir útgerð frá öðrum ríkjum var því sett inn sú regla að veiðar takmarkist við báta undir tólf metrum að lengd, en langflest fiskiskip á Möltu eru undir þeirri stærð. Þetta fyrirkomulag gerir það að verkum að maltneskir sjómenn sitja einir að veiðum á svæðinu því ógerlegt er fyrir sjósóknara frá öðrum löndum að sækja fjarlæg fiskimið á svo smáum bátum.Malta skilgreind sem harðbýlt svæði Malta fékk því líka framgengt að öll eyjan er skilgreind sem harðbýlt svæði. Enn frekari undanþágur fengust á eyjunni Gozo, sem tilheyrir Möltu. Þar má selja vöru án þess að innheimta virðisaukaskatt þannig að hún er nokkurs konar fríríki. ESB-málið Mín skoðun Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Sex flokkar með þingmann hver Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Sjá meira
Í ljósi umræðu um aðildarviðræður Íslendinga við ESB rifjar Fréttablaðið upp aðildarviðræður Möltu við ESB. Malta gekk í ESB árið 2004 og er hvort tveggja í senn minnsta og fámennasta Evrópusambandsríkið, en ríkið hlaut sérlausnir í samningi sínum við ESB, meðal annars vegna sérstöðu sinnar í sjávarútvegi. Lýðveldið Malta er á eyjaklasa í Miðjarðarhafi, austur af Túnis og norður af Líbíu, suður af ítölsku eyjunni Sikiley. Aðeins þrjár stærstu eyjar Möltu eru byggðar, Malta, Gozo og Comino. Opinber tungumál eyjaskeggja eru enska og maltneska. Malta hefur verið í ESB síðan 2004 og er hvort tveggja í senn minnsta og fámennasta Evrópusambandsríkið. Í hernaðarlegu tilliti hefur Malta alla tíð verið mikilvæg sökum staðsetningarinnar í Miðjarðarhafinu miðju. Fyrir vikið hafa eyjarnar þurft að lúta stjórn margra ríkja. Malta varð sjálfstætt ríki 21. september 1964 og lýðveldi 13. desember 1974.Leið Möltu í ESB: 1987 - Sigur Þjóðernisflokksins leiðir til þreifinga í átt að ESB-aðlögun. Eddie Fenech Adami verður forsætisráðherra. 1989 - Forseti Sovíetríkjanna Mikhail Gorbachev og forseti Bandaríkjanna, George Bush, halda leiðtogafund á Möltu. 1990 - Malta sækir um fulla aðild að Evrópusambandinu 1995 Apríl - Malta tekur þátt í Friðarsamstarfi NATO ríkja, með sérstökum tvíhliða samningi við bandalagið, en hættir við í október 1996 til þess að halda í hlutleysi sitt. 1996 - Verkamannaflokkurinn, með Alfred Sant í forystu, kemst aftur í ríkisstjórn og gerir hlé á aðildarviðræðum við ESB 1998 - Enn verða stjórnarskipti. Þjóðernisflokkurinn nær völdum á nýjan leik og tekur upp þráðinn þar sem frá var horfið í viðræðunum við ESB. 1999 - Guido de Marco sver embættiseið og verður forseti Möltu. 2002 - Desember - Leiðtogafundur ESB í Kaupmannahöfn býður Maltverjum að ganga í sambandið 2004. 2003 Mars - rúmlega 53% íbúa Möltu samþykkja inngöngu í ESB í þjóðaratkvæðagreiðslu 2003 Apríl - Þjóðernisflokkurinn vinnur þingkosningar og festir niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslu í sessi. 2004 Mars - Lawrence Gonzi verður forsætisráðherra eftir að Edward Fenech Adami sest í helgan stein 2004 Maí - Malta er eitt af tíu ríkjum sem ganga inn í Evrópusambandið 2005 Júlí - Þing Möltu fullgildir stjórnarskrárdrög ESBVigdís Hauksdóttir um Möltu í vikunniVigdís Hauksdóttir í þættinum Mín skoðun, Stöð 2, síðastliðinn sunnudag Katrín Júlíusdóttir: „Það hefur enginn samningur verið gerður sem ekki hefur verið með sérlausnum.“ Vigdís Hauksdóttir; „Komdu með dæmi.“ Katrín Júlíusdóttir:„Malta.“ Vigdís Hauksdóttir: „Malta er sjálfstjórnarríki innan stærra lands. Það er ekkert land. Þetta er svipað og ef við myndum segja á sveitarfélagsvísu: Við höfum hérna 30 sveitarfélög. Vestmannaeyjar fá undanþágu frá því að borga auðlindagjald.“ Katrín Júlíusdóttir: „Bíddu, Er Malta Vestmannaeyjar hvers ríkis?“ Vigdís Hauksdóttir: „Hlustaðu á mig. Nefndu mér dæmi. Hvaða sérlausn fékk Malta?“Bjarni Benediktsson um Möltu í vikunniUmmæli Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra á fundi um ESB-mál í Valhöll á þriðjudaginn Bjarni Benediktsson: Við skulum hafa það í huga vegna þess að þar var um undanþágu að ræða sem snerti fiskveiðar að það er ekki hægt að bera saman fiskveiðihagsmuni Möltu og okkar Íslendinga. Heildarafli þeirra jafnast á við afla eins línubáts á Íslandi.Meðal sérlausna og undanþága Möltu í aðildarsamningi sínum við EvrópusambandiðTakmörkun á fjölda húseigna Malta fékk að viðhalda lögum sem kveða á um að þeir sem ekki hafa búið í landinu í fimm ár hið minnsta mega ekki kaupa fleiri en eina húseign í landinu. Þarna voru á ferðinni varanlegar undanþágur frá regluverki ESB enda ganga þær gegn frjálsum fjárfestingarrétti sem á að vera tryggður í stofnsáttmála ESB.Fóstureyðingar bannaðar Fóstureyðingar eru áfram bannaðar á Möltu.Ráða veiðum innan 25 mílna lögsögu Malta hefur nokkra sérstöðu í sjávarútvegi, en snemma á áttunda áratugnum lýsti landið yfir tuttugu og fimm mílna efnahagslögsögu og hefur að mestu stjórnað veiðum innan þeirrar lögsögu síðan. Maltverjum hefur þó reynst þrautin þyngri að fá ESB og önnur ríki sem hagsmuna eiga að gæta til að virða lögsöguna og erlend fiskiskip hafa alla tíð stundað veiðar innan hennar, að einhverju leyti. Aðstæður á Möltu eru þó ekki líkar íslenskum aðstæðum, þar er til að mynda lítið um staðbundna fiskistofna og meirihluti stofna er sameiginlegur með ríkjum ESB og Norður-Afríku. Í reglum ESB eru ríki aðeins einráð um fiskveiðar innan tólf mílna lögsögu. Utan hennar er óheimilt að mismuna sjómönnum eftir þjóðerni. Þannig varð að semja um lögsöguna milli tólf og tuttugu og fimm mílna frá eyjunni. Malta gerði kröfu um að halda tuttugu og fimm mílna lögsögunni. Niðurstaðan varð nokkurs konar málamiðlun, sem felur í sér að stjórnvöld á Möltu stjórna í raun veiðum innan 25 mílna lögsögunnar. Samningamenn ESB gáfu eftir því allir voru sammála um, að fiskistofnarnir þyldu ekki meiri ásókn. Formlega séð er Maltverjum ekki heimilt að meina öðrum en maltneskum sjómönnum að veiða milli tólf og tuttugu og fimm mílnanna. En til að koma í veg fyrir útgerð frá öðrum ríkjum var því sett inn sú regla að veiðar takmarkist við báta undir tólf metrum að lengd, en langflest fiskiskip á Möltu eru undir þeirri stærð. Þetta fyrirkomulag gerir það að verkum að maltneskir sjómenn sitja einir að veiðum á svæðinu því ógerlegt er fyrir sjósóknara frá öðrum löndum að sækja fjarlæg fiskimið á svo smáum bátum.Malta skilgreind sem harðbýlt svæði Malta fékk því líka framgengt að öll eyjan er skilgreind sem harðbýlt svæði. Enn frekari undanþágur fengust á eyjunni Gozo, sem tilheyrir Möltu. Þar má selja vöru án þess að innheimta virðisaukaskatt þannig að hún er nokkurs konar fríríki.
ESB-málið Mín skoðun Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Sex flokkar með þingmann hver Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Sjá meira