Kjósa um að slíta tengsl við Úkraínu Freyr Bjarnason skrifar 7. mars 2014 07:00 Íbúi í borginni Simferopol á Krímskaga heldur á sovéska fánanum fyrir utan þinghús borgarinnar. Mynd/AP Þingmenn á Krímskaga hafa samþykkt einróma að atkvæðagreiðsla verði haldin sextánda mars þar sem íbúar á svæðinu geta kosið um hvort þeir vilja slíta tengsl sín við Úkraínu og gerast hluti af Rússlandi. „Þetta eru viðbrögð okkar við óskipulaginu og lögleysunni sem ríkir í Kænugarði,“ sagði Sergei Shuvainikov, þingmaður á Krímskaga. „Við ætlum sjálf að ákveða hver framtíð okkar verður.“ Arseni Jatsenjúk, bráðabirgðaforsætisráðherra Úkraínu, og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sögðu í gær að atkvæðagreiðslan væri ólögleg. Viðbrögð rússneska þingsins eru aftur á móti þau að ef íbúar Krímskaga samþykkja í atkvæðagreiðslunni að verða hluti af Rússlandi muni það leggja fram frumvarp sem myndi flýta ferlinu. Evrópusambandið hélt neyðarfund í gær vegna ástandsins á Krímskaga. Ákveðið var að hætta umfangsmiklum viðræðum við Rússa um nýjan efnahagssamning og samning um frjálsari ferðir Rússa innan ríkja ESB, vegna þess að Rússar hafa neitað að draga herlið sitt til baka frá svæðinu. ESB hótaði frekari refsiaðgerðum ef Rússar vilja ekki ganga að samningaborðinu af fullri alvöru. Skömmu áður hafði Bandaríkjastjórn sett hömlur á ferðafrelsi þeirra Rússa og annarra sem eru mótfallnir nýrri ríkisstjórn Úkraínu. Herman Van Rompuy, forseti Evrópuráðsins, sagði að frekari refsiaðgerðir gætu m.a. falið í sér eignafrystingu og ferðabönn. Hann bætti því við að ástandið í Úkraínu væri „alvarlegasta aðför að öryggi í heimsálfu okkar frá stríðinu á Balkanskaga“. David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, hafði fyrr um daginn lagt áherslu á að senda þyrfti mjög sterk skilaboð til rússneskra stjórnvalda um að það sem hafi gerst á Krímskaga væri óásættanlegt og ætti að hafa afleiðingar. Forseti Litháens, Dalia Grybauskaite, var ómyrkur í máli um ástandið á Krímskaga. „Rússland er hættulegt í dag,“ sagði hún og varaði við því að Rússar ætluðu að stækka landamæri sín. „Á eftir Úkraínu kemur Moldóvía og á eftir Moldóvíu koma einhver önnur lönd.“ Rússland er þriðji stærsti viðskiptavinur Evrópuríkja og þar af útvega Rússar þeim mest allra af gasi og olíu. Viðskiptahagsmunirnir eru því miklir þegar kemur að ákvörðunartöku vegna refsiaðgerða. Úkraína Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Þingmenn á Krímskaga hafa samþykkt einróma að atkvæðagreiðsla verði haldin sextánda mars þar sem íbúar á svæðinu geta kosið um hvort þeir vilja slíta tengsl sín við Úkraínu og gerast hluti af Rússlandi. „Þetta eru viðbrögð okkar við óskipulaginu og lögleysunni sem ríkir í Kænugarði,“ sagði Sergei Shuvainikov, þingmaður á Krímskaga. „Við ætlum sjálf að ákveða hver framtíð okkar verður.“ Arseni Jatsenjúk, bráðabirgðaforsætisráðherra Úkraínu, og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sögðu í gær að atkvæðagreiðslan væri ólögleg. Viðbrögð rússneska þingsins eru aftur á móti þau að ef íbúar Krímskaga samþykkja í atkvæðagreiðslunni að verða hluti af Rússlandi muni það leggja fram frumvarp sem myndi flýta ferlinu. Evrópusambandið hélt neyðarfund í gær vegna ástandsins á Krímskaga. Ákveðið var að hætta umfangsmiklum viðræðum við Rússa um nýjan efnahagssamning og samning um frjálsari ferðir Rússa innan ríkja ESB, vegna þess að Rússar hafa neitað að draga herlið sitt til baka frá svæðinu. ESB hótaði frekari refsiaðgerðum ef Rússar vilja ekki ganga að samningaborðinu af fullri alvöru. Skömmu áður hafði Bandaríkjastjórn sett hömlur á ferðafrelsi þeirra Rússa og annarra sem eru mótfallnir nýrri ríkisstjórn Úkraínu. Herman Van Rompuy, forseti Evrópuráðsins, sagði að frekari refsiaðgerðir gætu m.a. falið í sér eignafrystingu og ferðabönn. Hann bætti því við að ástandið í Úkraínu væri „alvarlegasta aðför að öryggi í heimsálfu okkar frá stríðinu á Balkanskaga“. David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, hafði fyrr um daginn lagt áherslu á að senda þyrfti mjög sterk skilaboð til rússneskra stjórnvalda um að það sem hafi gerst á Krímskaga væri óásættanlegt og ætti að hafa afleiðingar. Forseti Litháens, Dalia Grybauskaite, var ómyrkur í máli um ástandið á Krímskaga. „Rússland er hættulegt í dag,“ sagði hún og varaði við því að Rússar ætluðu að stækka landamæri sín. „Á eftir Úkraínu kemur Moldóvía og á eftir Moldóvíu koma einhver önnur lönd.“ Rússland er þriðji stærsti viðskiptavinur Evrópuríkja og þar af útvega Rússar þeim mest allra af gasi og olíu. Viðskiptahagsmunirnir eru því miklir þegar kemur að ákvörðunartöku vegna refsiaðgerða.
Úkraína Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira