Eftirlitsflug Nató í nágrenni Úkraínu Freyr Bjarnason skrifar 13. mars 2014 07:00 AWACS, eftirlitsflugvél Nató, tekur á loft í Geilenkirchen í Þýskalandi. Mynd/AP Tvær eftirlitsflugvélar á vegum Atlantshafsbandalagsins sveimuðu yfir Póllandi og Rúmeníu í gær til að fylgjast með ástandinu í nágrannaríkinu Úkraínu. Vélarnar, sem eru af tegundinni AWACS, tóku á loft frá herstöðvum í Þýskalandi og Bretlandi. Þær yfirgáfu ekki lofthelgi Póllands og Rúmeníu og flugu því ekki inn í lofthelgi Úkraínu eða Rússlands, að sögn talsmanns Nató í Belgíu. „Flugvélarnar geta rannsakað yfir 300 þúsund ferkílómetra svæði og munu aðallega skoða það sem er að gerast í lofti og á hafi úti,“ sagði hershöfðinginn Jay Janzen og bætti við að önnur AWCS-flugvél hefði farið í eftirlitsflug yfir Rúmeníu á þriðjudag og að verið væri að undirbúa fleiri slík flug. „Okkar flugvélar munu ekki yfirgefa lofthelgi Nató,“ áréttaði hann. „Samt sem áður getum við fylgst vel með því sem er að gerast langt í burtu.“ 28 aðildarríki Nató ákváðu á mánudag að bregðast við ástandinu í Úkraínu með því að senda eftirlitsvélarnar á vettvang. Ákvörðunin var tekin eftir að bandarískar herþotur voru sendar til austur-evrópskra ríkja sem eiga landamæri að Rússlandi, þar á meðal Póllands og Litháens. Bronislaw Komorowski, forseti Póllands, segist vilja sjá fleiri hermenn frá Bandaríkjunum í landinu til að tryggja öryggi þess innan Nató. Í þessari viku eru liðin fimmtán ár síðan Pólland gekk inn í Atlantshafsbandalagið. Um þrjú hundruð liðsmenn bandaríska flughersins og tólf F-16-herþotur eru væntanlegar til Póllands í þessari viku til að taka þátt í sameiginlegum heræfingum. Pólska ríkisstjórnin óskaði eftir liðsstyrknum eftir að Rússar tóku völdin á Krímskaga.Taka ekki mark á atkvæðagreiðslu Leiðtogar sjö helstu iðnríkja heims munu ekki taka mark á niðurstöðum atkvæðagreiðslu um það hvort Krímskagi verði aðskilinn frá Úkraínu og verði hluti af Rússlandi. Í yfirlýsingu frá ríkjunum og Evrópusambandinu eru Rússar hvattir til að „hætta tilraunum sínum til að breyta ástandi mála á Krímskaga þvert gegn úkraínskum og alþjóðlegum lögum“. Þar sagði einnig að atkvæðagreiðslan sem er fyrirhuguð á Krímskaga um helgina „muni ekki hafa neitt lögfræðilegt vægi“ og að skipulagning hennar væri gölluð. Leiðtogarnir bættu við að þeir myndu grípa til frekari ráðstafana, bæði hver í sínu horni og í sameiningu, ef Rússar reyna að innlima Krímskaga í ríki sitt. Undir yfirlýsinguna skrifuðu leiðtogar Kanada, Frakklands, Þýskalands, Ítalíu, Japans, Bretlands, Bandaríkjanna og Evrópusambandsins. Úkraína Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Innlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Fleiri fréttir Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Sjá meira
Tvær eftirlitsflugvélar á vegum Atlantshafsbandalagsins sveimuðu yfir Póllandi og Rúmeníu í gær til að fylgjast með ástandinu í nágrannaríkinu Úkraínu. Vélarnar, sem eru af tegundinni AWACS, tóku á loft frá herstöðvum í Þýskalandi og Bretlandi. Þær yfirgáfu ekki lofthelgi Póllands og Rúmeníu og flugu því ekki inn í lofthelgi Úkraínu eða Rússlands, að sögn talsmanns Nató í Belgíu. „Flugvélarnar geta rannsakað yfir 300 þúsund ferkílómetra svæði og munu aðallega skoða það sem er að gerast í lofti og á hafi úti,“ sagði hershöfðinginn Jay Janzen og bætti við að önnur AWCS-flugvél hefði farið í eftirlitsflug yfir Rúmeníu á þriðjudag og að verið væri að undirbúa fleiri slík flug. „Okkar flugvélar munu ekki yfirgefa lofthelgi Nató,“ áréttaði hann. „Samt sem áður getum við fylgst vel með því sem er að gerast langt í burtu.“ 28 aðildarríki Nató ákváðu á mánudag að bregðast við ástandinu í Úkraínu með því að senda eftirlitsvélarnar á vettvang. Ákvörðunin var tekin eftir að bandarískar herþotur voru sendar til austur-evrópskra ríkja sem eiga landamæri að Rússlandi, þar á meðal Póllands og Litháens. Bronislaw Komorowski, forseti Póllands, segist vilja sjá fleiri hermenn frá Bandaríkjunum í landinu til að tryggja öryggi þess innan Nató. Í þessari viku eru liðin fimmtán ár síðan Pólland gekk inn í Atlantshafsbandalagið. Um þrjú hundruð liðsmenn bandaríska flughersins og tólf F-16-herþotur eru væntanlegar til Póllands í þessari viku til að taka þátt í sameiginlegum heræfingum. Pólska ríkisstjórnin óskaði eftir liðsstyrknum eftir að Rússar tóku völdin á Krímskaga.Taka ekki mark á atkvæðagreiðslu Leiðtogar sjö helstu iðnríkja heims munu ekki taka mark á niðurstöðum atkvæðagreiðslu um það hvort Krímskagi verði aðskilinn frá Úkraínu og verði hluti af Rússlandi. Í yfirlýsingu frá ríkjunum og Evrópusambandinu eru Rússar hvattir til að „hætta tilraunum sínum til að breyta ástandi mála á Krímskaga þvert gegn úkraínskum og alþjóðlegum lögum“. Þar sagði einnig að atkvæðagreiðslan sem er fyrirhuguð á Krímskaga um helgina „muni ekki hafa neitt lögfræðilegt vægi“ og að skipulagning hennar væri gölluð. Leiðtogarnir bættu við að þeir myndu grípa til frekari ráðstafana, bæði hver í sínu horni og í sameiningu, ef Rússar reyna að innlima Krímskaga í ríki sitt. Undir yfirlýsinguna skrifuðu leiðtogar Kanada, Frakklands, Þýskalands, Ítalíu, Japans, Bretlands, Bandaríkjanna og Evrópusambandsins.
Úkraína Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Innlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Fleiri fréttir Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Sjá meira
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent