Megum ekki hálshöggva dómara fyrir hver mistök Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. mars 2014 06:00 Sigmundur Már Herbertsson er fremsti dómari landsins. Rúnar Birgir Gíslason, formaður dómaranefndar KKÍ, telur að álag á körfuboltadómara hér á landi sé ekki of mikið. Þessa dagana er úrslitakeppnin í fullum gangi í efstu deild karla og kvenna sem og neðri deildum og dómarar hafa verið nokkuð gagnrýndir fyrir sín störf, bæði af leikmönnum og þjálfurum. „Þetta er ekki meira álag en verið hefur,“ segir Rúnar Birgir í samtali við Fréttablaðið og telur ekki að pirringur gagnvart dómurum sé að aukast. „Nú er úrslitakeppnin í fullum gangi og mikið undir í leikjunum. Svona hefur þetta verið í gegnum tíðina og þetta er ekki meira en áður,“ segir hann. „En dómaranefndin er sífellt að vinna í því að bæta dómgæsluna og ræðir við dómara gerist þess þörf. Ef hún telur að það sé þörf að taka á ákveðnum málum er það gert.“ Rúnar Birgir bætir því við að það sé markvisst unnið í því að bæta frammistöðu dómaranna en segir að bæta þurfi eftirlitskerfi fyrir þá. „Um það eru allir sammála. Það kostar hins vegar pening að setja slíkt kerfi í gang og því hefur ekki fundist ásættanleg lausn á hvernig skuli standa að því. En það er vilji allra í hreyfingunni að koma á góðu eftirlitskerfi fyrir dómarana.“ Hann segir þó margt annað gert til að halda dómurunum við efnið. „Það eru bæði þrekpróf og skrifleg próf sem dómarar þurfa að þreyta og þá geta dómarar sótt sér fræðsluefni á netinu og tekið þar alls kyns próf sem reyna á kunnáttu þeirra. Um tilraunaverkefni er að ræða en við stefnum að því að í framtíðinni muni virkni dómara í þessu umhverfi og frammistaða þeirra í prófunum ráða niðurröðun á leiki,“ segir Rúnar Birgir. „Við vitum að menn eru ósáttir af ýmsum ástæðum en ef við ætlum að hálshöggva dómara fyrir hver mistök verðum við fyrir vikið dómaralausir,“ bætir Rúnar við. Dominos-deild karla Mest lesið Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Enski boltinn „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Í beinni: Fram - FH | FH getur knúið fram oddaleik Handbolti Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Enski boltinn Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Sjá meira
Rúnar Birgir Gíslason, formaður dómaranefndar KKÍ, telur að álag á körfuboltadómara hér á landi sé ekki of mikið. Þessa dagana er úrslitakeppnin í fullum gangi í efstu deild karla og kvenna sem og neðri deildum og dómarar hafa verið nokkuð gagnrýndir fyrir sín störf, bæði af leikmönnum og þjálfurum. „Þetta er ekki meira álag en verið hefur,“ segir Rúnar Birgir í samtali við Fréttablaðið og telur ekki að pirringur gagnvart dómurum sé að aukast. „Nú er úrslitakeppnin í fullum gangi og mikið undir í leikjunum. Svona hefur þetta verið í gegnum tíðina og þetta er ekki meira en áður,“ segir hann. „En dómaranefndin er sífellt að vinna í því að bæta dómgæsluna og ræðir við dómara gerist þess þörf. Ef hún telur að það sé þörf að taka á ákveðnum málum er það gert.“ Rúnar Birgir bætir því við að það sé markvisst unnið í því að bæta frammistöðu dómaranna en segir að bæta þurfi eftirlitskerfi fyrir þá. „Um það eru allir sammála. Það kostar hins vegar pening að setja slíkt kerfi í gang og því hefur ekki fundist ásættanleg lausn á hvernig skuli standa að því. En það er vilji allra í hreyfingunni að koma á góðu eftirlitskerfi fyrir dómarana.“ Hann segir þó margt annað gert til að halda dómurunum við efnið. „Það eru bæði þrekpróf og skrifleg próf sem dómarar þurfa að þreyta og þá geta dómarar sótt sér fræðsluefni á netinu og tekið þar alls kyns próf sem reyna á kunnáttu þeirra. Um tilraunaverkefni er að ræða en við stefnum að því að í framtíðinni muni virkni dómara í þessu umhverfi og frammistaða þeirra í prófunum ráða niðurröðun á leiki,“ segir Rúnar Birgir. „Við vitum að menn eru ósáttir af ýmsum ástæðum en ef við ætlum að hálshöggva dómara fyrir hver mistök verðum við fyrir vikið dómaralausir,“ bætir Rúnar við.
Dominos-deild karla Mest lesið Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Enski boltinn „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Í beinni: Fram - FH | FH getur knúið fram oddaleik Handbolti Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Enski boltinn Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Sjá meira