Einstakar pitsur á nafnlausum stað Baldvin Þormóðsson skrifar 28. mars 2014 13:00 Ómar Stefánsson er yfirkokkur á nýja veitingastaðnum. Vísir/Daníel „Ég er búinn að vera með þennan draum í langan tíma,“ segir Gunnar Karl Gíslason en hann var að opna nýjan pitsustað á Hverfisgötu 12. „Í rauninni er þetta tvíþætt dæmi, annars vegar vorum við að flytja Dill en líka að opna nýstárlegan pitsustað í húsinu,“ segir Gunnar Karl en í samstarfi við KEX var hinn nafnlausi staður opnaður. „Mig hefur alltaf langað til þess að opna óhefðbundinn pitsustað en ég vissi aldrei hvernig mig langaði að hafa hann,“ segir Gunnar Karl sem fékk síðan innblástur þegar hann sat á slíkum veitingastað erlendis. „Áleggið sem þeir voru að nota voru aðeins öðru vísi en maður er vanur og þá fékk ég þessa hugmynd að fara bara alla leið, langt út fyrir rammann!“ segir Gunnar. „Við höfum verið að þróa deigið og botninn í einhvern tíma en botnarnir eru bættir með skyri, mysu og íslensku bankabyggi,“ segir Gunnar Karl, en þeir fara einnig frjálslega með álegg. fréttablaðið/daníel Einstök rófupitsa „Til að mynda erum við með eina pitsu sem er með rjómaosti, rófum og súrsætri dill-olíu,“ segir Gunnar Karl en margar pitsurnar á nýja staðnum eru byggðar á gömlum réttum frá Dill. „Síðan erum við líka með ýmsa létta rétti á matseðlinum,“ segir Gunnar Karl, en á staðnum er einnig myndarlegur bar. „Við bjóðum upp á stökk grísaeyru með sósu, grænmetisdisk með dressingu og rosalega gott nauta-tartar,“ en yfirkokkur staðarins er hann Ómar Stefánsson sem Gunnar Karl lýsir sem sinni hægri hendi. „Við áttum í töluverðum erfiðleikum með að ná samstöðu um nafn á staðnum,“ segir Gunnar Karl en þegar styttast fór í opnun ákváðu eigendurnir að tímanum væri betur varið í aðra hluti en að ákveða nafn. „Fólk má bara kalla staðinn það sem það vill,“ segir Gunnar Karl. „Að minnsta kosti svona til að byrja með.“ Uppskrift að rófupitsu á Hverfisgötu 12 1 saltbökuð rófa (millistærð) Góð ólífuolía 60 g rifin gouda 26% ostur 80 g rjómaostakrem 150 ml matarolía 1 búnt dill 100 ml borðedik 100 g sykur Handfylli klettasalat Gott flögusalt Saltbökuð rófa Skerið örþunnt lag af toppnum á rófunni, sáldrið grófu salti á bakka sem þolir hita og leggið sárið á saltið. Rófan bakast á 180°C í 30-35 mínútur, gott er að stinga í hana með litlum hníf til að athuga hvort hún sé elduð í gegn. Mér finnst gott að hafa bit í rófunni því hún á eftir að fara aftur í ofninn ofan á pítsunni. Skrælið rófuna og skerið í passlega bita. Rjómaostakrem 250 g rjómaostur 100 ml mjólk Safi úr 1 sítrónu Salt Hrærið rjómaosti, mjólk og sítrónusafa saman svo að engir kekkir séu í kreminu, smakkið til með salti. Setjið í sprautupoka og geymið í kæli. Léttsýrð dillolía 150 ml matarolía 1 búnt dill 100 ml borðedik 100 g sykur Hreinsið dillið í köldu vatni og þerrið vel. Setjið svo dill ásamt olíu í blandara og látið keyra á háum hraða eða þar til olían er orðin eiturgræn og vel heit (sirka 60°C). Sigtið svo olíuna í gegnum klút til að fá allt hratið í burtu. Setjið borðedik og sykur í pott og látið sjóða í 1 mínútu og kælið. Passið að hræra vel á meðan sykurinn leysist upp svo að hann brenni ekki við botninn. Bætið svo ediksleginum út í dillolíuna eftir smekk. Pitsugerðin Fletjið út botninn og penslið með ólífuolíu. Leggið rófubitana hist og her, sprautið rjómaostinum á nokkra staði og sáldrið rifna ostinum yfir allt. Þegar ég geri pitsu í ofninum heima, þá set ég ofninn á 230°C og set ofnskúffu inn í 10 mínútur, svo smelli ég smjörpappír á skúffuna og pítsunni ofan á. Þá verður botninn stökkur og bakast jafnar. Eftir að pítsan er tekin út þá fer klettasalatið ofan á ásamt léttsýrðu dillolíunni. Pítsur Uppskriftir Mest lesið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Húðrútína Birtu Abiba Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira
„Ég er búinn að vera með þennan draum í langan tíma,“ segir Gunnar Karl Gíslason en hann var að opna nýjan pitsustað á Hverfisgötu 12. „Í rauninni er þetta tvíþætt dæmi, annars vegar vorum við að flytja Dill en líka að opna nýstárlegan pitsustað í húsinu,“ segir Gunnar Karl en í samstarfi við KEX var hinn nafnlausi staður opnaður. „Mig hefur alltaf langað til þess að opna óhefðbundinn pitsustað en ég vissi aldrei hvernig mig langaði að hafa hann,“ segir Gunnar Karl sem fékk síðan innblástur þegar hann sat á slíkum veitingastað erlendis. „Áleggið sem þeir voru að nota voru aðeins öðru vísi en maður er vanur og þá fékk ég þessa hugmynd að fara bara alla leið, langt út fyrir rammann!“ segir Gunnar. „Við höfum verið að þróa deigið og botninn í einhvern tíma en botnarnir eru bættir með skyri, mysu og íslensku bankabyggi,“ segir Gunnar Karl, en þeir fara einnig frjálslega með álegg. fréttablaðið/daníel Einstök rófupitsa „Til að mynda erum við með eina pitsu sem er með rjómaosti, rófum og súrsætri dill-olíu,“ segir Gunnar Karl en margar pitsurnar á nýja staðnum eru byggðar á gömlum réttum frá Dill. „Síðan erum við líka með ýmsa létta rétti á matseðlinum,“ segir Gunnar Karl, en á staðnum er einnig myndarlegur bar. „Við bjóðum upp á stökk grísaeyru með sósu, grænmetisdisk með dressingu og rosalega gott nauta-tartar,“ en yfirkokkur staðarins er hann Ómar Stefánsson sem Gunnar Karl lýsir sem sinni hægri hendi. „Við áttum í töluverðum erfiðleikum með að ná samstöðu um nafn á staðnum,“ segir Gunnar Karl en þegar styttast fór í opnun ákváðu eigendurnir að tímanum væri betur varið í aðra hluti en að ákveða nafn. „Fólk má bara kalla staðinn það sem það vill,“ segir Gunnar Karl. „Að minnsta kosti svona til að byrja með.“ Uppskrift að rófupitsu á Hverfisgötu 12 1 saltbökuð rófa (millistærð) Góð ólífuolía 60 g rifin gouda 26% ostur 80 g rjómaostakrem 150 ml matarolía 1 búnt dill 100 ml borðedik 100 g sykur Handfylli klettasalat Gott flögusalt Saltbökuð rófa Skerið örþunnt lag af toppnum á rófunni, sáldrið grófu salti á bakka sem þolir hita og leggið sárið á saltið. Rófan bakast á 180°C í 30-35 mínútur, gott er að stinga í hana með litlum hníf til að athuga hvort hún sé elduð í gegn. Mér finnst gott að hafa bit í rófunni því hún á eftir að fara aftur í ofninn ofan á pítsunni. Skrælið rófuna og skerið í passlega bita. Rjómaostakrem 250 g rjómaostur 100 ml mjólk Safi úr 1 sítrónu Salt Hrærið rjómaosti, mjólk og sítrónusafa saman svo að engir kekkir séu í kreminu, smakkið til með salti. Setjið í sprautupoka og geymið í kæli. Léttsýrð dillolía 150 ml matarolía 1 búnt dill 100 ml borðedik 100 g sykur Hreinsið dillið í köldu vatni og þerrið vel. Setjið svo dill ásamt olíu í blandara og látið keyra á háum hraða eða þar til olían er orðin eiturgræn og vel heit (sirka 60°C). Sigtið svo olíuna í gegnum klút til að fá allt hratið í burtu. Setjið borðedik og sykur í pott og látið sjóða í 1 mínútu og kælið. Passið að hræra vel á meðan sykurinn leysist upp svo að hann brenni ekki við botninn. Bætið svo ediksleginum út í dillolíuna eftir smekk. Pitsugerðin Fletjið út botninn og penslið með ólífuolíu. Leggið rófubitana hist og her, sprautið rjómaostinum á nokkra staði og sáldrið rifna ostinum yfir allt. Þegar ég geri pitsu í ofninum heima, þá set ég ofninn á 230°C og set ofnskúffu inn í 10 mínútur, svo smelli ég smjörpappír á skúffuna og pítsunni ofan á. Þá verður botninn stökkur og bakast jafnar. Eftir að pítsan er tekin út þá fer klettasalatið ofan á ásamt léttsýrðu dillolíunni.
Pítsur Uppskriftir Mest lesið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Húðrútína Birtu Abiba Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira