Einkamál útlendinga birt án skýrra heimilda Snærós Sindradóttir skrifar 31. mars 2014 13:06 Málsmeðferð Tony Omos í innanríkisráðuneytinu olli því að fjöldi fólks mótmælti fyrir framan ráðuneytið fyrr á þessu ári. Fréttablaðið/Stefán Úrskurðir innanríkisráðuneytisins í útlendingamálum hafa verið birtir í heild sinni á vefnum úrskurðir.is án þess að ráðuneytið hafi skýra lagaheimild til þess. Á vef ráðuneytisins þann 20. febrúar síðastliðinn er fjallað um áætlanir þess efnis að birta útdrætti úr úrskurðum í útlendingamálum en þegar fréttin birtist höfðu sex úrskurðir í útlendingamálum þegar verið birtir. Frumvarp til breytinga á útlendingalögum, sem nú er til meðferðar á Alþingi, gerir ráð fyrir því að ráðherra hafi heimild til að birta úrskurði og setja nánari reglur um birtingu þeirra.Ragnhildur Helgadóttir prófessor við háskólann í reykjavík fréttablaðið/aðsentRagnhildur Helgadóttir, prófessor í stjórnskipunarrétti við Háskólann í Reykjavík, segir að birting stjórnvaldsúrskurða tryggi jafnræði við úrvinnslu mála innan stjórnsýslunnar. „Almennt er gott að úrskurðir séu birtir því þá er auðveldara að gæta jafnræðis en hins vegar þarf stjórnsýslan að fara að lögum og það er því spurning hvort má birta nokkuð án þess að það sé lagaheimild fyrir því auk þess sem það þarf að gæta persónuverndar þeirra sem í hlut eiga.“ Trausti Fannar Valsson, lektor í stjórnsýslurétti við Háskóla Íslands, segir að birting persónuupplýsinga sé vandmeðfarin.Trausti Fannar Valsson, lektor við Háskóla Íslands.„Þetta er mjög matskennt en spurningin er hvort nafnhreinsunin sé fullnægjandi og hvort hreinsun upplýsinga úr úrskurðinum sé fullnægjandi. Þær reglur eru mjög matskenndar og það þyrfti að skoða hvern einstakan úrskurð fyrir sig.“ Persónuvernd gaf allsherjarnefnd álit sitt á því frumvarpi sem liggur fyrir þinginu. Þar kemur fram að gæta verði að 9. gr. upplýsingalaga þar sem mælt er fyrir um að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum um einkamál einstaklinga sem sanngjarnt þyki að séu einkamál nema sá sem gögnin fjalla um samþykki birtinguna. Persónuvernd leggur áherslu á að ákvörðun um birtingu úrskurðanna sé ekki í hendi ráðherra heldur að Alþingi taki afstöðu til þess hvort birta eigi úrskurðina og með hvaða hætti.Upplýsingar um ástalíf kunngjörðarÞeir úrskurðir sem ráðuneytið hefur nú þegar birt á vefsíðunni úrskurðir.is eru sex talsins. Nafnleyndar er gætt í skjölunum og þjóðerni kæruaðila er jafnframt afmáð. Þó má ráða af einu skjalinu að aðili máls sé af þjóðarbroti sjálfstjórnarríkis sem viðurkennt var árið 1999. Í skjölunum koma einnig fram upplýsingar um námsárangur umsækjenda um námsdvöl sem og viðkvæmar upplýsingar um hvernig meint kærustupar kynntist, hóf samband og hvernig sambandinu er háttað í dag. Lekamálið Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Fleiri fréttir Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Sjá meira
Úrskurðir innanríkisráðuneytisins í útlendingamálum hafa verið birtir í heild sinni á vefnum úrskurðir.is án þess að ráðuneytið hafi skýra lagaheimild til þess. Á vef ráðuneytisins þann 20. febrúar síðastliðinn er fjallað um áætlanir þess efnis að birta útdrætti úr úrskurðum í útlendingamálum en þegar fréttin birtist höfðu sex úrskurðir í útlendingamálum þegar verið birtir. Frumvarp til breytinga á útlendingalögum, sem nú er til meðferðar á Alþingi, gerir ráð fyrir því að ráðherra hafi heimild til að birta úrskurði og setja nánari reglur um birtingu þeirra.Ragnhildur Helgadóttir prófessor við háskólann í reykjavík fréttablaðið/aðsentRagnhildur Helgadóttir, prófessor í stjórnskipunarrétti við Háskólann í Reykjavík, segir að birting stjórnvaldsúrskurða tryggi jafnræði við úrvinnslu mála innan stjórnsýslunnar. „Almennt er gott að úrskurðir séu birtir því þá er auðveldara að gæta jafnræðis en hins vegar þarf stjórnsýslan að fara að lögum og það er því spurning hvort má birta nokkuð án þess að það sé lagaheimild fyrir því auk þess sem það þarf að gæta persónuverndar þeirra sem í hlut eiga.“ Trausti Fannar Valsson, lektor í stjórnsýslurétti við Háskóla Íslands, segir að birting persónuupplýsinga sé vandmeðfarin.Trausti Fannar Valsson, lektor við Háskóla Íslands.„Þetta er mjög matskennt en spurningin er hvort nafnhreinsunin sé fullnægjandi og hvort hreinsun upplýsinga úr úrskurðinum sé fullnægjandi. Þær reglur eru mjög matskenndar og það þyrfti að skoða hvern einstakan úrskurð fyrir sig.“ Persónuvernd gaf allsherjarnefnd álit sitt á því frumvarpi sem liggur fyrir þinginu. Þar kemur fram að gæta verði að 9. gr. upplýsingalaga þar sem mælt er fyrir um að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum um einkamál einstaklinga sem sanngjarnt þyki að séu einkamál nema sá sem gögnin fjalla um samþykki birtinguna. Persónuvernd leggur áherslu á að ákvörðun um birtingu úrskurðanna sé ekki í hendi ráðherra heldur að Alþingi taki afstöðu til þess hvort birta eigi úrskurðina og með hvaða hætti.Upplýsingar um ástalíf kunngjörðarÞeir úrskurðir sem ráðuneytið hefur nú þegar birt á vefsíðunni úrskurðir.is eru sex talsins. Nafnleyndar er gætt í skjölunum og þjóðerni kæruaðila er jafnframt afmáð. Þó má ráða af einu skjalinu að aðili máls sé af þjóðarbroti sjálfstjórnarríkis sem viðurkennt var árið 1999. Í skjölunum koma einnig fram upplýsingar um námsárangur umsækjenda um námsdvöl sem og viðkvæmar upplýsingar um hvernig meint kærustupar kynntist, hóf samband og hvernig sambandinu er háttað í dag.
Lekamálið Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Fleiri fréttir Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Sjá meira