Bráðum kemur (vonandi) betri tíð Álfrún Pálsdóttir skrifar 22. apríl 2014 07:00 Það bregst ekki, mín árlega útþrá er byrjuð að láta á sér kræla. Alltaf á þessum tíma árs leitar hugurinn út fyrir landsteinana. Ekkert til fjarlægra og exótískra slóða, heldur bara á meginlandið. Þar sem trén eru farin að blómstra og rykföllnu strigaskórnir viðraðir. Þar sem búið er að setja dúnúlpuna niður í geymslu og pumpa í hjóladekkin. Þar sem sólgleraugun eru pússuð og freknunum á nefinu fjölgar í takt við hækkandi sól. Þaðer ekki þannig að ég þrái sólarstrendur eða pálmatré. Mér í raun sama hvort ég eyði tíma mínum í að sleikja sólina á sundlaugarbakka á Spáni eða á Seltjarnarnesi. Mig langar bara óstjórnlega mikið í þetta sem kallast vor. Peysuveður, smá sól, bláan himin og frískandi vinda. Ekki rok, bara smá blástur. Já, það má láta sig dreyma um roklausan dag. Páskahretiðsem gekk yfir höfuðborgarsvæðið um helgina var punkturinn yfir i-ið á sólarsvelti mínu. Líkaminn öskrar á D-vítamín og afleiðingarnar eru pistill á borð við þennan. Auðvitað geri ég mér grein fyrir að Ísland hefur upp á margt annað að bjóða en gott veður. En nú er þolinmæði mín fyrir éljagangi, úrkomusamri og daufri tíð á þrotum. Dóttirmín náði að fanga hinn fullkomna sumardag á mynd sem hún teiknaði í leikskólanum þriggja ára gömul. Myndin var af henni hoppandi á trampólíni og ég sat fyrir aftan. Útskýringartextinn við myndina var: „Við pabbi að hoppa í garðinum og mamma í sólbaði.“ Draumasumardagur sem vonandi verður að veruleika áður en langt um líður. Bless, vorhret, og komdu nú fljótt, kæra sumar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Álfrún Pálsdóttir Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun
Það bregst ekki, mín árlega útþrá er byrjuð að láta á sér kræla. Alltaf á þessum tíma árs leitar hugurinn út fyrir landsteinana. Ekkert til fjarlægra og exótískra slóða, heldur bara á meginlandið. Þar sem trén eru farin að blómstra og rykföllnu strigaskórnir viðraðir. Þar sem búið er að setja dúnúlpuna niður í geymslu og pumpa í hjóladekkin. Þar sem sólgleraugun eru pússuð og freknunum á nefinu fjölgar í takt við hækkandi sól. Þaðer ekki þannig að ég þrái sólarstrendur eða pálmatré. Mér í raun sama hvort ég eyði tíma mínum í að sleikja sólina á sundlaugarbakka á Spáni eða á Seltjarnarnesi. Mig langar bara óstjórnlega mikið í þetta sem kallast vor. Peysuveður, smá sól, bláan himin og frískandi vinda. Ekki rok, bara smá blástur. Já, það má láta sig dreyma um roklausan dag. Páskahretiðsem gekk yfir höfuðborgarsvæðið um helgina var punkturinn yfir i-ið á sólarsvelti mínu. Líkaminn öskrar á D-vítamín og afleiðingarnar eru pistill á borð við þennan. Auðvitað geri ég mér grein fyrir að Ísland hefur upp á margt annað að bjóða en gott veður. En nú er þolinmæði mín fyrir éljagangi, úrkomusamri og daufri tíð á þrotum. Dóttirmín náði að fanga hinn fullkomna sumardag á mynd sem hún teiknaði í leikskólanum þriggja ára gömul. Myndin var af henni hoppandi á trampólíni og ég sat fyrir aftan. Útskýringartextinn við myndina var: „Við pabbi að hoppa í garðinum og mamma í sólbaði.“ Draumasumardagur sem vonandi verður að veruleika áður en langt um líður. Bless, vorhret, og komdu nú fljótt, kæra sumar.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun