Óvissa hjá framsóknarmönnum í Reykjavík Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 25. apríl 2014 07:15 Framsóknarheimilið í Reykjavík. Gera má ráð fyrir að stíft sé fundað hjá Framsóknarflokknum í Reykjavík eftir að Guðni Ágústsson hætti við að leiða lista flokksins. Áður sagði Óskar Bergsson sig frá oddvitasætinu. Fréttablaðið/Valli „Þetta er bara mjög vandræðalegt,“ segir Þuríður Bernódusdóttir, fyrrverandi formaður Félags Framsóknarkvenna í Reykjavík. Þeir eru fleiri Framsóknarmennirnir í Reykjavík sem viðhafa sömu orð um stöðu framboðsmála flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar sem verða eftir rúman mánuð. Flestum virðist hafa komið á óvart að Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra, skyldi hætta við að taka fyrsta sæti á lista Framsóknarmanna í Reykjavík. Í yfirlýsingu sem Guðni sendi frá sér í gær segist hann hafa tekið þá ákvörðun að gefa ekki kost á sér til að leiða lista framsóknarmanna í Reykjavík „að vel hugsuðu máli“ og í samráði við fjölskyldu sína. Það var nokkru fyrir páska sem Óskar Bergsson tilkynnti að hann drægi framboð sitt til baka og vantaði þar með mann í oddvitasætið í borginni. Guðrún Bryndís Karlsdóttir, sem skipaði annað sætið á upphaflega listanum, hefur sagt að enginn hafi ráðgast við hana um nýjan lista eða boðið henni fyrsta sætið. Þess í stað fóru framsóknarmenn þess á leit að Guðni tæki fyrsta sætið. „Við settum í feitan lax sem var Guðni. Hann ákvað að taka sér umhugsunarfrest en sagði að lokum nei,“ segir Sigrún Magnúsdóttir, þingmaður og fyrrverandi borgarfulltrúi Framsóknarmanna. Hún segir ljóst að mörgum hafi staðið ógn af Guðna. Menn hafi farið hamförum í gagnrýni á hann á meðan hann var að hugsa sig um. „Margt af því sem birtist á bloggsíðum og víðar er ógeð,“ segir hún. Vandræðum framsóknarmanna virðist ekki lokið. Af viðtölum við framsóknarmenn í gær má ráða að þeir leiti logandi ljósi að einhverjum þekktum til að skipa forystusætið. Svo stutt sé í kosningar að menn hafi ekki tíma til kynna óþekktan frambjóðanda til leiks. Siv Friðleifsdóttir, alþingismaður og fyrrverandi ráðherra, var nefnd til sögunnar fyrir páska sem hugsanlegur kandídat í fyrsta sætið. Í samtali við Fréttablaðið í gær sagðist hún ekki á leið í framboð og neitaði því að til sín hefði verði leitað. Þá hefur nafn Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, formanns Landssambands framsóknarkvenna, borið á góma. Hún hefur raunar lýst því yfir í viðtali við mbl.is að hún hafi gefið kost á sér í framboð. Þórir Ingvarsson, formaður kjördæmisráðs Framsóknarmanna í Reykjavík, segir að nýr framboðslisti verði kynntur á þriðjudag í næstu viku. Hann segist ekki líta svo á að það sé einhver vandræðagangur með listann. „Vinna við listann er langt komin, það er bara eftir að ganga frá lausum endum,“ segir Þórir. Hann vill ekkert gefa upp með hver skipar fyrsta sætið en segist fylgjandi því að það verði kona. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
„Þetta er bara mjög vandræðalegt,“ segir Þuríður Bernódusdóttir, fyrrverandi formaður Félags Framsóknarkvenna í Reykjavík. Þeir eru fleiri Framsóknarmennirnir í Reykjavík sem viðhafa sömu orð um stöðu framboðsmála flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar sem verða eftir rúman mánuð. Flestum virðist hafa komið á óvart að Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra, skyldi hætta við að taka fyrsta sæti á lista Framsóknarmanna í Reykjavík. Í yfirlýsingu sem Guðni sendi frá sér í gær segist hann hafa tekið þá ákvörðun að gefa ekki kost á sér til að leiða lista framsóknarmanna í Reykjavík „að vel hugsuðu máli“ og í samráði við fjölskyldu sína. Það var nokkru fyrir páska sem Óskar Bergsson tilkynnti að hann drægi framboð sitt til baka og vantaði þar með mann í oddvitasætið í borginni. Guðrún Bryndís Karlsdóttir, sem skipaði annað sætið á upphaflega listanum, hefur sagt að enginn hafi ráðgast við hana um nýjan lista eða boðið henni fyrsta sætið. Þess í stað fóru framsóknarmenn þess á leit að Guðni tæki fyrsta sætið. „Við settum í feitan lax sem var Guðni. Hann ákvað að taka sér umhugsunarfrest en sagði að lokum nei,“ segir Sigrún Magnúsdóttir, þingmaður og fyrrverandi borgarfulltrúi Framsóknarmanna. Hún segir ljóst að mörgum hafi staðið ógn af Guðna. Menn hafi farið hamförum í gagnrýni á hann á meðan hann var að hugsa sig um. „Margt af því sem birtist á bloggsíðum og víðar er ógeð,“ segir hún. Vandræðum framsóknarmanna virðist ekki lokið. Af viðtölum við framsóknarmenn í gær má ráða að þeir leiti logandi ljósi að einhverjum þekktum til að skipa forystusætið. Svo stutt sé í kosningar að menn hafi ekki tíma til kynna óþekktan frambjóðanda til leiks. Siv Friðleifsdóttir, alþingismaður og fyrrverandi ráðherra, var nefnd til sögunnar fyrir páska sem hugsanlegur kandídat í fyrsta sætið. Í samtali við Fréttablaðið í gær sagðist hún ekki á leið í framboð og neitaði því að til sín hefði verði leitað. Þá hefur nafn Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, formanns Landssambands framsóknarkvenna, borið á góma. Hún hefur raunar lýst því yfir í viðtali við mbl.is að hún hafi gefið kost á sér í framboð. Þórir Ingvarsson, formaður kjördæmisráðs Framsóknarmanna í Reykjavík, segir að nýr framboðslisti verði kynntur á þriðjudag í næstu viku. Hann segist ekki líta svo á að það sé einhver vandræðagangur með listann. „Vinna við listann er langt komin, það er bara eftir að ganga frá lausum endum,“ segir Þórir. Hann vill ekkert gefa upp með hver skipar fyrsta sætið en segist fylgjandi því að það verði kona.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira