Rússar vilja ekki frekari innlimun Guðsteinn Bjarnason skrifar 13. maí 2014 07:48 Alexander Malyhin, formaður kjörnefndar í Luhansk, lýsir yfir sigri sjálfstæðissinna.fréttablaðið/AP Rússnesk stjórnvöld hvetja Úkraínustjórn til þess að hefja alvöru viðræður við uppreisnarmenn í austanverðri Úkraínu. Skrifstofa Pútíns Rússlandsforseta leggur til að Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, ÖSE, hafi milligöngu um slíkar viðræður. Rússar sýna því hins vegar engan áhuga, enn sem komið er í það minnsta, að innlima héruðin Donetsk og Luhansk þrátt fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu sem uppreisnarmenn efndu til í þessum héruðum á sunnudag. Uppreisnarmenn lýstu því yfir í gær að yfirgnæfandi meirihluti kjósenda í báðum héruðum hefði samþykkt að lýst yrði yfir sjálfstæði. Uppreisnarmenn í Donetsk tóku síðan næsta skref og lýstu yfir sjálfstæði héraðsins, en í Luhansk gengu menn ekki svo langt heldur létu sér nægja að lýsa yfir að þeir myndu ekki taka þátt í forsetakosningum í Úkraínu, sem haldnar verða síðar í þessum mánuði. Í Donetsk voru 89 prósent kjósenda sögð hafa samþykkt þetta, en í Luhansk 96 prósent. Kosningaþátttakan er sögð hafa verið 75 prósent í Donetsk, en 73 prósent í Luhansk. Engin leið hefur verið að sannreyna þessar tölur, þar sem alþjóðlegt kosningaeftirlit var ekki haft með þessum kosningum. Úkraínustjórn segir kosningarnar hafa verið farsa, sem enginn geti tekið mark á. „Þessi farsi, sem hryðjuverkamenn kalla þjóðaratkvæðagreiðslu, mun ekki hafa neinar lagalegar afleiðingar nema saknæma ábyrgð þeirra sem skipulögðu hana,“ sagði Oleksandr Túrtsjínov, sem til bráðabirgða gegnir embætti forseta Úkraínu. Rússar brugðust snöggt við eftir að sambærilegar kosningar voru haldnar í skyndi á Krímskaga í síðasta mánuði. Uppreisnarmenn þar lýstu yfir sjálfstæði og óskuðu eftir sameiningu við Rússland, og Rússar innlimuðu héraðið stuttu síðar. „Við höfum séð að stjórnin í Moskvu er til í viðræður,“ segir Didier Burkhalter, forseti Sviss, sem nú fer með formennsku í ÖSE. Burkhalter ræddi við Pútín í síðustu viku og lagði fyrir hann hugmyndir að lausn á deilunni. Að fundi þeirra loknum breyttist tónn Pútíns og hann tók að hvetja uppreisnarmenn til að fresta kosningum um sjálfstæði. Úkraína Tengdar fréttir Steinmeier reynir að miðla málum Utanríkisráðherra Þjóðverja, Frank-Walter Steinmeier er væntanlegur til Kænugarðs höfuðborgar Úkraínu í dag. 13. maí 2014 07:54 Atkvæðagreiðslan „ómarktæk með öllu“ Yfirvöld í Úkraínu og á Vesturlöndum fordæma þjóðaratkvæðagreiðsluna sem fór fram í austurhluta landsins í gær. 12. maí 2014 10:56 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Rússnesk stjórnvöld hvetja Úkraínustjórn til þess að hefja alvöru viðræður við uppreisnarmenn í austanverðri Úkraínu. Skrifstofa Pútíns Rússlandsforseta leggur til að Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, ÖSE, hafi milligöngu um slíkar viðræður. Rússar sýna því hins vegar engan áhuga, enn sem komið er í það minnsta, að innlima héruðin Donetsk og Luhansk þrátt fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu sem uppreisnarmenn efndu til í þessum héruðum á sunnudag. Uppreisnarmenn lýstu því yfir í gær að yfirgnæfandi meirihluti kjósenda í báðum héruðum hefði samþykkt að lýst yrði yfir sjálfstæði. Uppreisnarmenn í Donetsk tóku síðan næsta skref og lýstu yfir sjálfstæði héraðsins, en í Luhansk gengu menn ekki svo langt heldur létu sér nægja að lýsa yfir að þeir myndu ekki taka þátt í forsetakosningum í Úkraínu, sem haldnar verða síðar í þessum mánuði. Í Donetsk voru 89 prósent kjósenda sögð hafa samþykkt þetta, en í Luhansk 96 prósent. Kosningaþátttakan er sögð hafa verið 75 prósent í Donetsk, en 73 prósent í Luhansk. Engin leið hefur verið að sannreyna þessar tölur, þar sem alþjóðlegt kosningaeftirlit var ekki haft með þessum kosningum. Úkraínustjórn segir kosningarnar hafa verið farsa, sem enginn geti tekið mark á. „Þessi farsi, sem hryðjuverkamenn kalla þjóðaratkvæðagreiðslu, mun ekki hafa neinar lagalegar afleiðingar nema saknæma ábyrgð þeirra sem skipulögðu hana,“ sagði Oleksandr Túrtsjínov, sem til bráðabirgða gegnir embætti forseta Úkraínu. Rússar brugðust snöggt við eftir að sambærilegar kosningar voru haldnar í skyndi á Krímskaga í síðasta mánuði. Uppreisnarmenn þar lýstu yfir sjálfstæði og óskuðu eftir sameiningu við Rússland, og Rússar innlimuðu héraðið stuttu síðar. „Við höfum séð að stjórnin í Moskvu er til í viðræður,“ segir Didier Burkhalter, forseti Sviss, sem nú fer með formennsku í ÖSE. Burkhalter ræddi við Pútín í síðustu viku og lagði fyrir hann hugmyndir að lausn á deilunni. Að fundi þeirra loknum breyttist tónn Pútíns og hann tók að hvetja uppreisnarmenn til að fresta kosningum um sjálfstæði.
Úkraína Tengdar fréttir Steinmeier reynir að miðla málum Utanríkisráðherra Þjóðverja, Frank-Walter Steinmeier er væntanlegur til Kænugarðs höfuðborgar Úkraínu í dag. 13. maí 2014 07:54 Atkvæðagreiðslan „ómarktæk með öllu“ Yfirvöld í Úkraínu og á Vesturlöndum fordæma þjóðaratkvæðagreiðsluna sem fór fram í austurhluta landsins í gær. 12. maí 2014 10:56 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Steinmeier reynir að miðla málum Utanríkisráðherra Þjóðverja, Frank-Walter Steinmeier er væntanlegur til Kænugarðs höfuðborgar Úkraínu í dag. 13. maí 2014 07:54
Atkvæðagreiðslan „ómarktæk með öllu“ Yfirvöld í Úkraínu og á Vesturlöndum fordæma þjóðaratkvæðagreiðsluna sem fór fram í austurhluta landsins í gær. 12. maí 2014 10:56