Salat úr ofurfæði 24. maí 2014 10:30 Hráefnið: 3 sætar kartöflur, skrældar og skornar í kubba 3 stórar rauðrófur, skrældar og skornar í kubba 1 haus af grænkáli, rifinn í litla bita 2 fullar lúkur af klettasalati 1 lárpera, skorið í bita ½ poki af frosnum sætum baunum – láta þær þiðna 2 bollar af elduðu kínóa 2 msk. af furuhnetum 2 msk. af graskersfræjum Ólífuolía Sjávarsalt og ferskur svartur pipar Kínoa – setjið 4 bolla af vatni í pott og látið suðuna koma upp, bætið kínóa við ásamt dassi af sjávarsalti. Hafið lok á pottinum þar til allt vatnið er gufað upp. Þetta tekur um 15 mínútur. Takið af hellunni og geymið í pottinum undir loki. Ristaðar rauðrófur og sætar kartöflur – setjið grænmetið í poka sem hægt er að renna fyrir (ziplock), bætið í pokann smá af ólífuolíunni. Lokið pokanum og hristið vel, passið að olían nái að hylja allt grænmetið. Setið grænmetið svo í mót sem má fara í ofn og látið ristast í 35 til 40 mínútur. Muna að snúa grænmetinu við þegar helmingur af tímanum er liðinn. Eldið þangað til grænmetið er eldað í gegn og orðið ljósbrúnt. Takið nú allt hráefnið og setjið í stóra skál. Blandið vel saman og kryddið með svörtum ferskum pipar. Einnig er afar gott að nota vinaigrette, bara þína uppáhalds, í þessari uppskrift er talað um Garlic Expressions.En hvaða kosti hefur hráefnið sem er í þessu salati?Rauðrófur: Þær eru frábærar fyrir hjartað og blóðið. Þær virka eins og hreinsun fyrir blóðið, einnig vinna þær vel með lifrinni, eru æðislegar fyrir meltinguna og hormónana. Það er líka sagt að rauðrófur séu góðar við einkennum breytingaskeiðs.Sætar kartöflur: Þær eru góðar fyrir nýrun og eru ríkar af A-vítamíni. Þær eru frábærar fyrir konur með barn á brjósti og draga úr bólgum.Grænkál: Er gott fyrir magann og meltinguna, ríkt af steinefnum eins og kalki, járni og A-vítamíni.Kínóa: Afar próteinríkt og styrkir líkamann. Gott fyrir nýrun og inniheldur meira af kalki en mjólk. Er fullt af járni, fosfór og B-vítamínum ásamt E-vítamíni.Lárpera: Er afar góð fyrir heilbrigða lifrarstarfsemi og lungun. Inniheldur lesitín, er auðmelt og rík af kopar sem styrkir rauðu blóðkornin. Er mjög góð fyrir húðina og hefur verið notað til að meðhöndla magasár.Sætar grænar baunir: Eru góðar fyrir miltað og magann. Stuðla að góðri meltingu og bjarga þeim sem að þjást af harðlífi.Furuhnetur: Þær eru góðar fyrir lungun, einnig við þurrum hósta, hægðatregðu og fleiru. Þær eru hlaðnar af E-vítamíni og nauðsynlegum fitusýrum.Graskersfræ: Þau eru afar rík af sinki og ómega-3-fitusýrum. Þau styðja við heilbrigði þvagrásar og það er hægt að nota þau við bílveiki, flugveiki, ógleði og fleiru.Klettasalat: Er ríkt af A-, C- og K-vítamínum.Af vef Heilsutorgs Salat Uppskriftir Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið
Hráefnið: 3 sætar kartöflur, skrældar og skornar í kubba 3 stórar rauðrófur, skrældar og skornar í kubba 1 haus af grænkáli, rifinn í litla bita 2 fullar lúkur af klettasalati 1 lárpera, skorið í bita ½ poki af frosnum sætum baunum – láta þær þiðna 2 bollar af elduðu kínóa 2 msk. af furuhnetum 2 msk. af graskersfræjum Ólífuolía Sjávarsalt og ferskur svartur pipar Kínoa – setjið 4 bolla af vatni í pott og látið suðuna koma upp, bætið kínóa við ásamt dassi af sjávarsalti. Hafið lok á pottinum þar til allt vatnið er gufað upp. Þetta tekur um 15 mínútur. Takið af hellunni og geymið í pottinum undir loki. Ristaðar rauðrófur og sætar kartöflur – setjið grænmetið í poka sem hægt er að renna fyrir (ziplock), bætið í pokann smá af ólífuolíunni. Lokið pokanum og hristið vel, passið að olían nái að hylja allt grænmetið. Setið grænmetið svo í mót sem má fara í ofn og látið ristast í 35 til 40 mínútur. Muna að snúa grænmetinu við þegar helmingur af tímanum er liðinn. Eldið þangað til grænmetið er eldað í gegn og orðið ljósbrúnt. Takið nú allt hráefnið og setjið í stóra skál. Blandið vel saman og kryddið með svörtum ferskum pipar. Einnig er afar gott að nota vinaigrette, bara þína uppáhalds, í þessari uppskrift er talað um Garlic Expressions.En hvaða kosti hefur hráefnið sem er í þessu salati?Rauðrófur: Þær eru frábærar fyrir hjartað og blóðið. Þær virka eins og hreinsun fyrir blóðið, einnig vinna þær vel með lifrinni, eru æðislegar fyrir meltinguna og hormónana. Það er líka sagt að rauðrófur séu góðar við einkennum breytingaskeiðs.Sætar kartöflur: Þær eru góðar fyrir nýrun og eru ríkar af A-vítamíni. Þær eru frábærar fyrir konur með barn á brjósti og draga úr bólgum.Grænkál: Er gott fyrir magann og meltinguna, ríkt af steinefnum eins og kalki, járni og A-vítamíni.Kínóa: Afar próteinríkt og styrkir líkamann. Gott fyrir nýrun og inniheldur meira af kalki en mjólk. Er fullt af járni, fosfór og B-vítamínum ásamt E-vítamíni.Lárpera: Er afar góð fyrir heilbrigða lifrarstarfsemi og lungun. Inniheldur lesitín, er auðmelt og rík af kopar sem styrkir rauðu blóðkornin. Er mjög góð fyrir húðina og hefur verið notað til að meðhöndla magasár.Sætar grænar baunir: Eru góðar fyrir miltað og magann. Stuðla að góðri meltingu og bjarga þeim sem að þjást af harðlífi.Furuhnetur: Þær eru góðar fyrir lungun, einnig við þurrum hósta, hægðatregðu og fleiru. Þær eru hlaðnar af E-vítamíni og nauðsynlegum fitusýrum.Graskersfræ: Þau eru afar rík af sinki og ómega-3-fitusýrum. Þau styðja við heilbrigði þvagrásar og það er hægt að nota þau við bílveiki, flugveiki, ógleði og fleiru.Klettasalat: Er ríkt af A-, C- og K-vítamínum.Af vef Heilsutorgs
Salat Uppskriftir Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið