Barist gegn neikvæðum áhrifum staðalímynda Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 4. júní 2014 08:00 Oddný Sturludóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, lagði fram sína síðustu tillögu í borgarstjórn í gær. Í kjölfar mælinga Skólapúlsins, sem sýndu neikvæða þróun á sjálfsmynd og líðan stelpna frá 5. til 10. bekkjar, var stofnaður starfshópur innan borgarinnar. Verkefni hópsins var að greina áhrif staðalímynda kynjanna á börn og leita leiða til að draga úr neikvæðum áhrifum þeirra. Síðastliðið eitt og hálft ár hefur hópurinn staðið að fræðslu til fagfólks, gert tilraunaverkefni um áhrif fræðslunnar og nú í dag lýkur starfinu formlega með málþingi um valdeflandi starf með börnum og unglingum. Síðasta verkefni Oddnýjar Sturludóttur, borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, á hennar síðasta borgastjórnarfundi í gær var að tryggja áframhaldandi baráttu gegn staðalímyndum í skóla- og frístundastarfi borgarinnar. „Það er mikilvægt að taka þennan nýja vágest inn í forvarnarstefnu borgarinnar. Staðalímyndir, líkamsdýrkun, klámvæðing og dökkar hliðar samfélagsmiðlanna hafa augljós áhrif á sjálfsmynd barnanna,“ segir Oddný og bætir við að samkvæmt rannsóknum Unicef megi rekja nær allt einelti til þess að barn fari út fyrir staðlaðan kynjaramma. Samþykktur var fjögurra milljóna króna styrkur til starfsins sem mun fara mestmegnis í aukna fræðslu til þeirra sem starfa með börnum. „Það er margt sem glöggur kennari og frístundastarfsmaður getur gert til að hafa áhrif. Starfshópurinn skilaði af sér tuttugu tillögum sem snúast fyrst og fremst um að grípa tækifærið í daglegu lífi barnanna. Kennarar geta til dæmis opnað umræðu um staðalímyndir með því að ræða nýja sigurvegarann í Eurovision eða þegar Eiður Smári fór að gráta í lok fótboltaleiks. Einnig er hægt að snúa við kynhlutverkum í sögum og leikritum eða telja alþingismenn eftir kyni í stærðfræðitíma.“ Oddný segist ekki hafa lært eins mikið af öðru verkefni í átta ára starfi sínu í borgarstjórn. „Mér þykir vænt um að fá að fylgja þessu verkefni úr hlaði og vona að þetta sé bara byrjunin á vitundarvakningu á meðal fagfólks, foreldra og barna.“Dana Edell kennir fagfólki valdeflingu ungmenna.Vísir/stefánÞjálfar stelpur í að vera aðgerðarsinnar Aðalfyrirlesari á málþinginu í dag er dr. Dana Edell, aðgerðarsinni og framkvæmdastjóri SPARK-hreyfingarinnar. Starf hreyfingarinnar snýst um að þjálfa ungar stelpur upp sem aðgerðarsinna. „Besta leiðin til að vinna gegn staðalímyndum og klámvæðingu í fjölmiðlum er að efla þann hóp sem verður fyrir sterkustu og neikvæðustu áhrifunum af þeim. Það eru ungar stúlkur,“ segir Dana. Með fræðslu og valdeflingu er stúlkunum kennt að horfa gagnrýnum augum á skilaboð glanstímaritanna og berjast gegn því. „Við vöðum í fyrirtækin og fjölmiðlana. Með mikilli baráttu hóps ungra stúlkna fengum við unglingatímaritið Seventeen til þess að lofa því að hætta að breyta myndum af fyrirsætum með photoshop.“ Dana segir að með þessum hætti sé hægt, skref fyrir skref, að fá fjölmiðla til að skilja ábyrgð sína gagnvart ungum stúlkum. Í heimsókn sinni á Íslandi hefur Dana haldið tvær vinnustofur fyrir kennara og frístundaleiðbeinendur. Þar kennir hún þeim hvernig hægt sé að virkja bæði stelpur og stráka til að berjast gegn staðalímyndum. „Það er hægt að kenna börnum að lesa fjölmiðla, gagnrýna þá og ef þeim ofbýður skilaboðin að gera eitthvað í málinu.“ Dana segir að staðalímyndir kynjanna verði sterkari með ári hverju. „Stelpur og strákar vaxa úr grasi eftir mjög þröngum fyrir fram mótuðum stíg. Þessir stígar eru alltaf að þrengjast og aðskilja sífellt meira kynin. Þetta er þróun sem við þurfum að styðja börnin til þess að stöðva.“ Eurovision Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Sjá meira
Í kjölfar mælinga Skólapúlsins, sem sýndu neikvæða þróun á sjálfsmynd og líðan stelpna frá 5. til 10. bekkjar, var stofnaður starfshópur innan borgarinnar. Verkefni hópsins var að greina áhrif staðalímynda kynjanna á börn og leita leiða til að draga úr neikvæðum áhrifum þeirra. Síðastliðið eitt og hálft ár hefur hópurinn staðið að fræðslu til fagfólks, gert tilraunaverkefni um áhrif fræðslunnar og nú í dag lýkur starfinu formlega með málþingi um valdeflandi starf með börnum og unglingum. Síðasta verkefni Oddnýjar Sturludóttur, borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, á hennar síðasta borgastjórnarfundi í gær var að tryggja áframhaldandi baráttu gegn staðalímyndum í skóla- og frístundastarfi borgarinnar. „Það er mikilvægt að taka þennan nýja vágest inn í forvarnarstefnu borgarinnar. Staðalímyndir, líkamsdýrkun, klámvæðing og dökkar hliðar samfélagsmiðlanna hafa augljós áhrif á sjálfsmynd barnanna,“ segir Oddný og bætir við að samkvæmt rannsóknum Unicef megi rekja nær allt einelti til þess að barn fari út fyrir staðlaðan kynjaramma. Samþykktur var fjögurra milljóna króna styrkur til starfsins sem mun fara mestmegnis í aukna fræðslu til þeirra sem starfa með börnum. „Það er margt sem glöggur kennari og frístundastarfsmaður getur gert til að hafa áhrif. Starfshópurinn skilaði af sér tuttugu tillögum sem snúast fyrst og fremst um að grípa tækifærið í daglegu lífi barnanna. Kennarar geta til dæmis opnað umræðu um staðalímyndir með því að ræða nýja sigurvegarann í Eurovision eða þegar Eiður Smári fór að gráta í lok fótboltaleiks. Einnig er hægt að snúa við kynhlutverkum í sögum og leikritum eða telja alþingismenn eftir kyni í stærðfræðitíma.“ Oddný segist ekki hafa lært eins mikið af öðru verkefni í átta ára starfi sínu í borgarstjórn. „Mér þykir vænt um að fá að fylgja þessu verkefni úr hlaði og vona að þetta sé bara byrjunin á vitundarvakningu á meðal fagfólks, foreldra og barna.“Dana Edell kennir fagfólki valdeflingu ungmenna.Vísir/stefánÞjálfar stelpur í að vera aðgerðarsinnar Aðalfyrirlesari á málþinginu í dag er dr. Dana Edell, aðgerðarsinni og framkvæmdastjóri SPARK-hreyfingarinnar. Starf hreyfingarinnar snýst um að þjálfa ungar stelpur upp sem aðgerðarsinna. „Besta leiðin til að vinna gegn staðalímyndum og klámvæðingu í fjölmiðlum er að efla þann hóp sem verður fyrir sterkustu og neikvæðustu áhrifunum af þeim. Það eru ungar stúlkur,“ segir Dana. Með fræðslu og valdeflingu er stúlkunum kennt að horfa gagnrýnum augum á skilaboð glanstímaritanna og berjast gegn því. „Við vöðum í fyrirtækin og fjölmiðlana. Með mikilli baráttu hóps ungra stúlkna fengum við unglingatímaritið Seventeen til þess að lofa því að hætta að breyta myndum af fyrirsætum með photoshop.“ Dana segir að með þessum hætti sé hægt, skref fyrir skref, að fá fjölmiðla til að skilja ábyrgð sína gagnvart ungum stúlkum. Í heimsókn sinni á Íslandi hefur Dana haldið tvær vinnustofur fyrir kennara og frístundaleiðbeinendur. Þar kennir hún þeim hvernig hægt sé að virkja bæði stelpur og stráka til að berjast gegn staðalímyndum. „Það er hægt að kenna börnum að lesa fjölmiðla, gagnrýna þá og ef þeim ofbýður skilaboðin að gera eitthvað í málinu.“ Dana segir að staðalímyndir kynjanna verði sterkari með ári hverju. „Stelpur og strákar vaxa úr grasi eftir mjög þröngum fyrir fram mótuðum stíg. Þessir stígar eru alltaf að þrengjast og aðskilja sífellt meira kynin. Þetta er þróun sem við þurfum að styðja börnin til þess að stöðva.“
Eurovision Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Sjá meira