Kærði dómara og sérstakan saksóknara fyrir skjalafals Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 16. júní 2014 07:00 Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, Hörður Felix Harðarson hæstaréttarlögmaður og Hreiðar Már Sigurðsson fyrrverandi forstjóri Kaupþings banka. Svo virðist sem hlerunarúrskurður sem sérstakur saksóknari fékk í maí 2010 frá héraðsdómara hafi verið falsaður. Úrskurðurinn var veittur til að heimila hlerun á símum Hreiðars Más Sigurðssonar fyrrverandi forstjóra Kaupþings. Hreiðar Már kærði Ólaf Þór Hauksson sérstakan saksóknara og Benedikt Bogason þáverandi héraðsdómara en nú hæstaréttardómara til Ríkissaksóknara fyrir brot í opinberu starfi með vísan í þennan meinta falsaða úrskurð. Þetta er meðal þeirra ástæðna sem er grundvöllur frávísunarkröfu Hreiðars í máli sérstaks saksóknara á hendur honum, sem þingfest var á dögunum. Í kærunni segir að því sé haldið fram í úrskurðinum að hann hafi verið veittur í Héraðsdómi Reykjavíkur og að Ólafur Þór hafi sótt þing fyrir hönd embættis sérstaks saksóknara. Þar hafi hann lagt fram kröfu um símhlustun ásamt upplýsingaskýrslu. Hreiðar heldur því fram að ekkert af þessu sé rétt. Þvert á móti hafi þinghaldið verið haldið á heimili dómarans og skrifleg beiðni hafi ekki legið fyrir. Þá hafi Ólafur Þór ekki sótt þinghaldið sjálfur heldur lögreglumenn á hans vegum. Einn lögreglumannanna sem sótti hlerunarúrskurðinn heim til dómarans staðfestir í samtali við fréttastofu að atvik hafi verið með þeim hætti sem Hreiðar lýsir. Benedikt vildi ekki tjá sig efnislega um þessar ásakanir við fréttastofu að öðru leyti en því að vísa í niðurstöðu Ríkissaksóknara. Hann sagðist hins vegar vísa ásökununum alfarið á bug. Ríkissaksóknari vísaði kærunni frá á þeim grundvelli að samkvæmt lögum fyrnist brot af þessu tagi á tveimur árum og taldist það því fyrnt á þeim tíma sem kæran kom fram. Þá segir í niðurstöðum Ríkissaksóknara að þær upplýsingar sem kunna að hafa verið rangar í úrskurðinum, það er staðsetning þinghaldsins, hver mætti og beiðnin sem vantaði, hafi enga þýðingu varðandi efni og niðurstöðu úrskurðarins. Tilgangurinn hafi verið lögmætur þó upplýsingarnar gætu hafa verið rangar. Tengdar fréttir Vissi af ólöglegum hlerunum Sérstaks saksóknara árið 2012 Tveir fyrrverandi starfsmenn Sérstaks saksóknara upplýstu Ríkissaksóknara um hleranir á símtölum lögmanna og sakborninga árið 2012. Ríkissaksóknari segir að brugðist hafi verið við þessum ásökunum en þrátt fyrir það hefur tvisvar komið í ljós síðan að Sér 13. júní 2014 07:30 Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Svo virðist sem hlerunarúrskurður sem sérstakur saksóknari fékk í maí 2010 frá héraðsdómara hafi verið falsaður. Úrskurðurinn var veittur til að heimila hlerun á símum Hreiðars Más Sigurðssonar fyrrverandi forstjóra Kaupþings. Hreiðar Már kærði Ólaf Þór Hauksson sérstakan saksóknara og Benedikt Bogason þáverandi héraðsdómara en nú hæstaréttardómara til Ríkissaksóknara fyrir brot í opinberu starfi með vísan í þennan meinta falsaða úrskurð. Þetta er meðal þeirra ástæðna sem er grundvöllur frávísunarkröfu Hreiðars í máli sérstaks saksóknara á hendur honum, sem þingfest var á dögunum. Í kærunni segir að því sé haldið fram í úrskurðinum að hann hafi verið veittur í Héraðsdómi Reykjavíkur og að Ólafur Þór hafi sótt þing fyrir hönd embættis sérstaks saksóknara. Þar hafi hann lagt fram kröfu um símhlustun ásamt upplýsingaskýrslu. Hreiðar heldur því fram að ekkert af þessu sé rétt. Þvert á móti hafi þinghaldið verið haldið á heimili dómarans og skrifleg beiðni hafi ekki legið fyrir. Þá hafi Ólafur Þór ekki sótt þinghaldið sjálfur heldur lögreglumenn á hans vegum. Einn lögreglumannanna sem sótti hlerunarúrskurðinn heim til dómarans staðfestir í samtali við fréttastofu að atvik hafi verið með þeim hætti sem Hreiðar lýsir. Benedikt vildi ekki tjá sig efnislega um þessar ásakanir við fréttastofu að öðru leyti en því að vísa í niðurstöðu Ríkissaksóknara. Hann sagðist hins vegar vísa ásökununum alfarið á bug. Ríkissaksóknari vísaði kærunni frá á þeim grundvelli að samkvæmt lögum fyrnist brot af þessu tagi á tveimur árum og taldist það því fyrnt á þeim tíma sem kæran kom fram. Þá segir í niðurstöðum Ríkissaksóknara að þær upplýsingar sem kunna að hafa verið rangar í úrskurðinum, það er staðsetning þinghaldsins, hver mætti og beiðnin sem vantaði, hafi enga þýðingu varðandi efni og niðurstöðu úrskurðarins. Tilgangurinn hafi verið lögmætur þó upplýsingarnar gætu hafa verið rangar.
Tengdar fréttir Vissi af ólöglegum hlerunum Sérstaks saksóknara árið 2012 Tveir fyrrverandi starfsmenn Sérstaks saksóknara upplýstu Ríkissaksóknara um hleranir á símtölum lögmanna og sakborninga árið 2012. Ríkissaksóknari segir að brugðist hafi verið við þessum ásökunum en þrátt fyrir það hefur tvisvar komið í ljós síðan að Sér 13. júní 2014 07:30 Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Vissi af ólöglegum hlerunum Sérstaks saksóknara árið 2012 Tveir fyrrverandi starfsmenn Sérstaks saksóknara upplýstu Ríkissaksóknara um hleranir á símtölum lögmanna og sakborninga árið 2012. Ríkissaksóknari segir að brugðist hafi verið við þessum ásökunum en þrátt fyrir það hefur tvisvar komið í ljós síðan að Sér 13. júní 2014 07:30