Haldið í heljargreipum Freyr Bjarnason skrifar 14. júlí 2014 11:30 Tónleikar Föstudagskvöld Portishead ATP-tónlistarhátíðin Portishead frá ensku borginni Bristol steig fram á sjónarsviðið 1994 með plötunni Dummy. Tónlistin var skilgreind sem hluti af trip hop-bylgjunni ættaðri frá Bristol og þá með hljómsveitina Massive Attack í forgrunni. Sú spilaði einmitt á Secret Solstice-hátíðinni í Laugardalnum fyrr í sumar. Því var hvíslað að blaðamanni að söngkonan Beth Gibbons hefði verið í vandræðum með röddina fyrir tónleikana en það var ekki að heyra. Strax frá fyrsta lagi hreif hún áhorfendur með sér á sinn dulúðlega hátt og hélt þeim í heljargreipum allt þar til yfir lauk. Af þeim fimmtán lögum sem Portishead spilaði komu sjö af síðustu plötu, Third. Fimm komu af Dummy og voru þau eftirminnilegust, sérstaklega Glory Box þar sem áhorfendur sungu hástöfum með Gibbons: „Give me a reason to love you.“ Erfitt er samt að taka eitt lag út því tónleikarnir í heild sinni voru mögnuð upplifun. Mest kom á óvart hversu vel Portishead náði að færa oft á tíðum flókinn hljóminn af plötum sínum yfir í lifandi tóna. Gítarleikarinn galdraði fram alls kyns tóna úr gítar sínum á meðan plötusnúður steig inn þar sem við átti. Hugað var að hverju smáatriði og kraftmikil útkoman var eftir því. Algjörlega skotheld frammistaða í alla staði. Aðeins er hægt að setja út á tíu mínútna seinkun í upphafi en sú bið var vel þessi virði.Niðurstaða: Magnaðir tónleikar, tuttugu árum eftir útgáfu Dummy. ATP í Keflavík Gagnrýni Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið Fleiri fréttir Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Sjá meira
Tónleikar Föstudagskvöld Portishead ATP-tónlistarhátíðin Portishead frá ensku borginni Bristol steig fram á sjónarsviðið 1994 með plötunni Dummy. Tónlistin var skilgreind sem hluti af trip hop-bylgjunni ættaðri frá Bristol og þá með hljómsveitina Massive Attack í forgrunni. Sú spilaði einmitt á Secret Solstice-hátíðinni í Laugardalnum fyrr í sumar. Því var hvíslað að blaðamanni að söngkonan Beth Gibbons hefði verið í vandræðum með röddina fyrir tónleikana en það var ekki að heyra. Strax frá fyrsta lagi hreif hún áhorfendur með sér á sinn dulúðlega hátt og hélt þeim í heljargreipum allt þar til yfir lauk. Af þeim fimmtán lögum sem Portishead spilaði komu sjö af síðustu plötu, Third. Fimm komu af Dummy og voru þau eftirminnilegust, sérstaklega Glory Box þar sem áhorfendur sungu hástöfum með Gibbons: „Give me a reason to love you.“ Erfitt er samt að taka eitt lag út því tónleikarnir í heild sinni voru mögnuð upplifun. Mest kom á óvart hversu vel Portishead náði að færa oft á tíðum flókinn hljóminn af plötum sínum yfir í lifandi tóna. Gítarleikarinn galdraði fram alls kyns tóna úr gítar sínum á meðan plötusnúður steig inn þar sem við átti. Hugað var að hverju smáatriði og kraftmikil útkoman var eftir því. Algjörlega skotheld frammistaða í alla staði. Aðeins er hægt að setja út á tíu mínútna seinkun í upphafi en sú bið var vel þessi virði.Niðurstaða: Magnaðir tónleikar, tuttugu árum eftir útgáfu Dummy.
ATP í Keflavík Gagnrýni Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið Fleiri fréttir Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Sjá meira