Matur

Meinhollar pönnukökur - UPPSKRIFTIR

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar

Bananakókospönnukökur með bláberjum og kotasælu

– Fyrir einn

1 meðalstór, þroskaður banani

1 msk. kókosmjöl

2 msk. kotasæla (einnig hægt að nota rjómaost eða gríska jógúrt)

1 msk. heilhveiti

1 egg

smá salt

handfylli bláber

1 tsk. olía

Maukið banana og blandið honum saman við kókosmjöl, kotasælu, hveiti, egg og salt. Bætið síðan bláberjunum saman við. Hitið olíuna á pönnu og steikið pönnukökurnar í 1–2 mínútur á hvorri hlið. Ljúffengt að bera fram með bláberjum og kókosmjöli ofan á.

Fengið hér.

Spínatpönnukökur

– Fyrir fjóra

1 2/3 bollar haframjöl

1 meðalstór banani

1 bolli spínat

1 bolli vanillumöndlumjólk (einnig hægt að nota vatn)

Setjið 1 og 1/3 bolla haframjöl í matvinnsluvél og vinnið þangað til það líkist hveiti. Bætið maukuðum banana, spínati og mjólk í matvinnsluvélina og blandið vel saman. Takið síðan afganginn af haframjölinu og blandið í nokkrar sekúndur. Hitið olíu eða smjör á pönnu og setjið ¼ af deiginu á hana þegar hún er orðin heit. Steikið í um það bil 2 mínútur á hvorri hlið.

Fengið hér.

Hindberjapönnukökur

– Fyrir tvo

2 tsk. ólífuolía

1 bolli möndlumjöl

2 egg

13 bolli kókosmjólk

¼ tsk. salt

1 tsk. lyftiduft

1 tsk. sítrónusafi

1 tsk. kókoshveiti

1 tsk. kókosolía

1 tsk. hunang

10 hindber

Blandið möndlumjöli, eggjum, kókosmjólk, salti, lyftidufti, sítrónusafa, kókoshveiti, kókosolíu og hunangi saman í stórri skál. Hellið olíunni á pönnu og hitið yfir miðlungshita. Skiptið deiginu í tvo hluta og hellið öðrum hlutanum á pönnuna. Setjið 5 hindber ofan á pönnukökuna og steikið í 4 mínútur. Snúið henni við og steikið í 2 mínútur á hinni hliðinni. Endurtakið með hinn helminginn af deiginu.

Fengið hér.








×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.