„Tilfinningakokteill“ einkennir líðan íbúanna Svavar Hávarðsson skrifar 23. ágúst 2014 00:01 Bannsvæði smalað. Mývetningar smöluðu fé sínu á fimmtudag og ætla aftur í dag. mynd/anton Marinó „Það er allur gangur á því. Flestir eru yfirvegaðir en einhverjir eru smeykir. Þetta er tilfinningakokteill,“ segir Svavar Pálsson, sýslumaður á Húsavík, spurður um hvaða augum íbúar á áhrifasvæði hugsanlegs flóðs í Jökulsá á Fjöllum líti jarðhræringarnar í Vatnajökli. Viðbragðs- og hagsmunaaðilar héldu fundi með íbúum vegna jarðhræringa alla síðustu viku, þar á meðal á Húsavík, í Öxarfirði og á Egilsstöðum. Ekkert er látið mæta afgangi, og héldu fulltrúar Almannavarna fjarfund með kollegum sínum á Norðurlöndunum í gær. Svavar segir að á fundi með íbúum í Öxarfirði og Kelduhverfi hafi verið farið í gegnum rýmingaráætlanir til að tryggja að allir séu á sömu blaðsíðu ef til eldsumbrota og flóðs í Jökulsá kemur. Allir séu meðvitaðir um þær hættur sem slíku geta fylgt, bæði fyrir íbúa á svæðinu og gesti.Svavar Pálsson.Á meðal fjölmargra aðila sem sátu fundinn talaði fulltrúi frá samráðshópi um áfallahjálp sem gaf góð ráð. Á fundinum var húsfyllir og ekki staðið upp fyrr en allir höfðu fengið svör við sínum spurningum. Auk lokana á hálendinu eru áþreifanlegustu aðgerðir sem gripið hefur verið til, að bændur huga að því að smala fé mun fyrr en annars hefði verið. „Hér á hálendinu sunnan þjóðvegar hafa bændur þegar farið til að smala. Það hafa þeir gert eftir samráð við okkur og upplýst um ferðatilhögun sína og fjarskipti. Fjallskil eru hér mjög svæðaskipt, hver siðurinn í sinni sveit. En ég heyri af fleiri og fleiri svæðum að menn ætla frekar að sækja sitt fé á meðan þeir geta, enda vitað af góðu veðri næstu dagana,“ segir Svavar. „Menn virðast síður ætla að smala í óvissu um náttúruvá samhliða óblíðu veðri. Áhættan er lágmörkuð með því að gera þetta fyrr en síðar.“ Bárðarbunga Mest lesið Trump titlar sig konung Erlent Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Erlent Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Innlent Traustið við frostmark Innlent Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Innlent Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Innlent Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Erlent Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Innlent Trump fetar í fótspor Breivik Erlent Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Tökum samtalið - Verndandi þættir í lífi barna og ungmenna Uppsagnarákvæði stendur í fólki Þurfi að leggja meira í skóla án aðgreiningar svo stefnan virki Segja loforð svikin í Skálafelli Mátti ekki kalla mann nauðgara með barnagirnd eftir allt saman Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Reynt til þrautar í Karphúsinu og Inga Sæland svarar fyrir sig í þinginu Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Traustið við frostmark Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Fylkingar innan VR eftir afstöðu til Eflingar og Ragnars Þórs Ummæli Trumps lofi ekki góðu Fólk læri af reynslunni og geri kaupmála Jafnræðisreglan sé margbrotin í frumvarpi menntamálaráðherra Segja ekki um neitt „tilfinningaklám“ að ræða Fundi samninganefnda kennara frestað fram á morgun ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Leita til Íslands að nýjum stjóra eftir skrautlega uppsögn Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Sjá meira
„Það er allur gangur á því. Flestir eru yfirvegaðir en einhverjir eru smeykir. Þetta er tilfinningakokteill,“ segir Svavar Pálsson, sýslumaður á Húsavík, spurður um hvaða augum íbúar á áhrifasvæði hugsanlegs flóðs í Jökulsá á Fjöllum líti jarðhræringarnar í Vatnajökli. Viðbragðs- og hagsmunaaðilar héldu fundi með íbúum vegna jarðhræringa alla síðustu viku, þar á meðal á Húsavík, í Öxarfirði og á Egilsstöðum. Ekkert er látið mæta afgangi, og héldu fulltrúar Almannavarna fjarfund með kollegum sínum á Norðurlöndunum í gær. Svavar segir að á fundi með íbúum í Öxarfirði og Kelduhverfi hafi verið farið í gegnum rýmingaráætlanir til að tryggja að allir séu á sömu blaðsíðu ef til eldsumbrota og flóðs í Jökulsá kemur. Allir séu meðvitaðir um þær hættur sem slíku geta fylgt, bæði fyrir íbúa á svæðinu og gesti.Svavar Pálsson.Á meðal fjölmargra aðila sem sátu fundinn talaði fulltrúi frá samráðshópi um áfallahjálp sem gaf góð ráð. Á fundinum var húsfyllir og ekki staðið upp fyrr en allir höfðu fengið svör við sínum spurningum. Auk lokana á hálendinu eru áþreifanlegustu aðgerðir sem gripið hefur verið til, að bændur huga að því að smala fé mun fyrr en annars hefði verið. „Hér á hálendinu sunnan þjóðvegar hafa bændur þegar farið til að smala. Það hafa þeir gert eftir samráð við okkur og upplýst um ferðatilhögun sína og fjarskipti. Fjallskil eru hér mjög svæðaskipt, hver siðurinn í sinni sveit. En ég heyri af fleiri og fleiri svæðum að menn ætla frekar að sækja sitt fé á meðan þeir geta, enda vitað af góðu veðri næstu dagana,“ segir Svavar. „Menn virðast síður ætla að smala í óvissu um náttúruvá samhliða óblíðu veðri. Áhættan er lágmörkuð með því að gera þetta fyrr en síðar.“
Bárðarbunga Mest lesið Trump titlar sig konung Erlent Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Erlent Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Innlent Traustið við frostmark Innlent Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Innlent Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Innlent Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Erlent Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Innlent Trump fetar í fótspor Breivik Erlent Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Tökum samtalið - Verndandi þættir í lífi barna og ungmenna Uppsagnarákvæði stendur í fólki Þurfi að leggja meira í skóla án aðgreiningar svo stefnan virki Segja loforð svikin í Skálafelli Mátti ekki kalla mann nauðgara með barnagirnd eftir allt saman Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Reynt til þrautar í Karphúsinu og Inga Sæland svarar fyrir sig í þinginu Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Traustið við frostmark Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Fylkingar innan VR eftir afstöðu til Eflingar og Ragnars Þórs Ummæli Trumps lofi ekki góðu Fólk læri af reynslunni og geri kaupmála Jafnræðisreglan sé margbrotin í frumvarpi menntamálaráðherra Segja ekki um neitt „tilfinningaklám“ að ræða Fundi samninganefnda kennara frestað fram á morgun ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Leita til Íslands að nýjum stjóra eftir skrautlega uppsögn Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Sjá meira