The Roommates (Gudda - An Epic Tale) Sigríður Jónsdóttir skrifar 29. ágúst 2014 10:15 Sambúðin var augsýnilega ekki hin auðveldasta en einstaklega frjó á köflum ... segir í dómnum. Fréttablaðið/Valli Leiksýningin Gudda frumsýnt í Smiðjunni, Sölvhólsgötu, 28. ágúst á leiklistarhátíðinni Lókal Þátttakendur: Vala Höskuldsdóttir, Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir og Eva Rún Snorradóttir Guðbjörg (Gudda) og Vala leigðu íbúð á Bárugötunni í vesturbæ Reykjavíkur ásamt eiginkonu Völu frá 2012 til 2014. Sambúðin var augsýnilega ekki hin auðveldasta en einstaklega frjó á köflum og frekar súrrealísk ef marka má afraksturinn sem hægt er að sjá á alþjóðlegu leiklistarhátíðinni Lókal um þessar mundir. Lókal er vettvangur sviðslistatilrauna og þar á Gudda vel heima. Verkið er hvort tveggja tilraun með sviðslistaformið og tilraun til þess að hjálpa Guddu að veita orku sinni í skapandi farveg án þess að fulkomnunarárátta hennar taki öll völd. Vala setur henni markmið byggð á lífi Guddu sem hún síðan framkvæmir innan skýrra tímamarka. Sviðsetningin er fábrotin í fyrstu en springur síðan út eins og pottablóm þegar líður á sýninguna, í góðum takt við uppbrot á sýningunni sem þróast í óvænta og einlæga átt í seinni helmingnum. Áhrifamestu atriðin eiga sér stað þegar Gudda sjálf fær lausan tauminn til að vera hún sjálf, leika sér og sýna sína innri manneskju, eða í sumum tilfellum heilt þorp af persónum sem búa innra með henni. Sérstaklega eftirminnilegt er atriði þar sem þær gefa áhorfendum magnaða og átakanlega innsýn í hinn gráa heim þunglyndis. Einnig er frábært augnablik þar sem Gudda leikur á sinn einstaka hátt Lé konung, Macbeth, lafði Macbeth og Thisbe úr Draumur á Jónsmessunótt í einni hendingu, á sjö mínútum. Þrátt fyrir að samband meðleigjendanna sé grunnurinn að verkinu er ekki kafað nógu djúpt í samband þeirra heldur er fókusinn aðallega á Guddu sjálfri. Stilla þarf sýninguna betur af og fá rödd Völu, sem er líka með virkilega skemmtilega nærveru, meira inn í sýninguna og skerpa innri ramma verksins sem birtist á mjög fallegan hátt undir lokin sem falleg vinátta með öllum sínum blæbrigðum. (Sýningin fer fram að mestu á ensku). Sigríður JónsdóttirNiðurstaða: Áhugaverð sviðslistatilraun sem hittir reglulega beint í hjartastað en þyrfti skýrari driffjöður. Gagnrýni Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Tvíburabræður með myndlistarsýningu Menning Fleiri fréttir Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Sjá meira
Leiksýningin Gudda frumsýnt í Smiðjunni, Sölvhólsgötu, 28. ágúst á leiklistarhátíðinni Lókal Þátttakendur: Vala Höskuldsdóttir, Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir og Eva Rún Snorradóttir Guðbjörg (Gudda) og Vala leigðu íbúð á Bárugötunni í vesturbæ Reykjavíkur ásamt eiginkonu Völu frá 2012 til 2014. Sambúðin var augsýnilega ekki hin auðveldasta en einstaklega frjó á köflum og frekar súrrealísk ef marka má afraksturinn sem hægt er að sjá á alþjóðlegu leiklistarhátíðinni Lókal um þessar mundir. Lókal er vettvangur sviðslistatilrauna og þar á Gudda vel heima. Verkið er hvort tveggja tilraun með sviðslistaformið og tilraun til þess að hjálpa Guddu að veita orku sinni í skapandi farveg án þess að fulkomnunarárátta hennar taki öll völd. Vala setur henni markmið byggð á lífi Guddu sem hún síðan framkvæmir innan skýrra tímamarka. Sviðsetningin er fábrotin í fyrstu en springur síðan út eins og pottablóm þegar líður á sýninguna, í góðum takt við uppbrot á sýningunni sem þróast í óvænta og einlæga átt í seinni helmingnum. Áhrifamestu atriðin eiga sér stað þegar Gudda sjálf fær lausan tauminn til að vera hún sjálf, leika sér og sýna sína innri manneskju, eða í sumum tilfellum heilt þorp af persónum sem búa innra með henni. Sérstaklega eftirminnilegt er atriði þar sem þær gefa áhorfendum magnaða og átakanlega innsýn í hinn gráa heim þunglyndis. Einnig er frábært augnablik þar sem Gudda leikur á sinn einstaka hátt Lé konung, Macbeth, lafði Macbeth og Thisbe úr Draumur á Jónsmessunótt í einni hendingu, á sjö mínútum. Þrátt fyrir að samband meðleigjendanna sé grunnurinn að verkinu er ekki kafað nógu djúpt í samband þeirra heldur er fókusinn aðallega á Guddu sjálfri. Stilla þarf sýninguna betur af og fá rödd Völu, sem er líka með virkilega skemmtilega nærveru, meira inn í sýninguna og skerpa innri ramma verksins sem birtist á mjög fallegan hátt undir lokin sem falleg vinátta með öllum sínum blæbrigðum. (Sýningin fer fram að mestu á ensku). Sigríður JónsdóttirNiðurstaða: Áhugaverð sviðslistatilraun sem hittir reglulega beint í hjartastað en þyrfti skýrari driffjöður.
Gagnrýni Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Tvíburabræður með myndlistarsýningu Menning Fleiri fréttir Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Sjá meira