Rótað í þjóðarsálinni Sigríður Jónsdóttir skrifar 3. september 2014 10:00 Frjó sýning "Sýningar af þessu tagi eru einstaklega spennandi vettvangur til tilrauna.“ Vísir/Stefán Leiklist: Petra Leikgerð og leikstjórn: DFM Company og Björn Leó Brynjarsson Leikarar: Brogan Davison, Hjalti Jón Sverrisson, Kolbeinn Arnbjörnsson og Pétur Ármannsson Sýnt á ensku í Tjarnarbíói Þrátt fyrir vinsældir heimildaleikhúss erlendis, sérstaklega í Bretlandi, á þetta sviðslistaform eftir að ná fótfestu hérlendis. Dance for me, fyrra verk DFM Company, vakti verðskuldaða athygli og með verkinu Petra halda þau áfram að rannsaka mörkin á milli raunveruleikans og sviðsetningar á raunveruleikanum. Sýningin er byggð á lífi Petru Sveinsdóttur frá Stöðvarfirði, langömmu Péturs, sem þekkt er fyrir einstakt steinasafn sitt. En einnig fjallar verkið um þá erfiðleika sem felast í að búa til leikverk byggt á ævi ættingja og hvort slíkt sé yfirhöfuð hægt. Pétur ákvað að draga sig út úr sýningunni, þ.e. að vera ekki á sviði með hópnum, þar sem hann hreinlega sá ekki fram á að geta tekið þátt í svo persónulegri sýningu. Hætt er við því í sýningum líkt og þessari að einlægni og væmni hreinlega kaffæri verkið en svo er ekki hér því að kímnigáfan er á réttum stað. Leikstíllinn er yfirvegaður og í flottum takti við sýninguna fyrir utan eitt atriði í seinni hlutanum þar sem kaldhæðnislega skopið verður of ýkt. Þetta stílbrot er óþarfi og of langt í sýningu sem er rúmlega klukkutími. Tónlistin í verkinu er lágstemmd, líkt og sviðsmyndin, en sérstaklega verður að nefna fallegan söng Hjalta Jóns og einnig er notkun á vel völdum upptökum úr lífi Petru, reyndar einnig Péturs, einstaklega skemmtileg. Sýningar af þessu tagi eru einstaklega spennandi vettvangur til tilrauna en einnig áhugaverð leið til þess að róta í þjóðarsálinni, þjóðmenningu Íslands og okkur sjálfum. Vonandi heldur DFM Company áfram að skapa jafn vandaðar sýningar og Petra er í framtíðinni.Niðurstaða: Einstaklega vel samansett sýning, tilfinningarík án þess að vera væmin og nauðsynlegt að sjá. Gagnrýni Mest lesið Helena var krýnd Ungfrú Ísland í kvöld Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Fleiri fréttir Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira
Leiklist: Petra Leikgerð og leikstjórn: DFM Company og Björn Leó Brynjarsson Leikarar: Brogan Davison, Hjalti Jón Sverrisson, Kolbeinn Arnbjörnsson og Pétur Ármannsson Sýnt á ensku í Tjarnarbíói Þrátt fyrir vinsældir heimildaleikhúss erlendis, sérstaklega í Bretlandi, á þetta sviðslistaform eftir að ná fótfestu hérlendis. Dance for me, fyrra verk DFM Company, vakti verðskuldaða athygli og með verkinu Petra halda þau áfram að rannsaka mörkin á milli raunveruleikans og sviðsetningar á raunveruleikanum. Sýningin er byggð á lífi Petru Sveinsdóttur frá Stöðvarfirði, langömmu Péturs, sem þekkt er fyrir einstakt steinasafn sitt. En einnig fjallar verkið um þá erfiðleika sem felast í að búa til leikverk byggt á ævi ættingja og hvort slíkt sé yfirhöfuð hægt. Pétur ákvað að draga sig út úr sýningunni, þ.e. að vera ekki á sviði með hópnum, þar sem hann hreinlega sá ekki fram á að geta tekið þátt í svo persónulegri sýningu. Hætt er við því í sýningum líkt og þessari að einlægni og væmni hreinlega kaffæri verkið en svo er ekki hér því að kímnigáfan er á réttum stað. Leikstíllinn er yfirvegaður og í flottum takti við sýninguna fyrir utan eitt atriði í seinni hlutanum þar sem kaldhæðnislega skopið verður of ýkt. Þetta stílbrot er óþarfi og of langt í sýningu sem er rúmlega klukkutími. Tónlistin í verkinu er lágstemmd, líkt og sviðsmyndin, en sérstaklega verður að nefna fallegan söng Hjalta Jóns og einnig er notkun á vel völdum upptökum úr lífi Petru, reyndar einnig Péturs, einstaklega skemmtileg. Sýningar af þessu tagi eru einstaklega spennandi vettvangur til tilrauna en einnig áhugaverð leið til þess að róta í þjóðarsálinni, þjóðmenningu Íslands og okkur sjálfum. Vonandi heldur DFM Company áfram að skapa jafn vandaðar sýningar og Petra er í framtíðinni.Niðurstaða: Einstaklega vel samansett sýning, tilfinningarík án þess að vera væmin og nauðsynlegt að sjá.
Gagnrýni Mest lesið Helena var krýnd Ungfrú Ísland í kvöld Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Fleiri fréttir Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira