Djamm í kvöld Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. september 2014 14:24 Fyrir tíu árum hefði mér aldrei dottið í hug að ég myndi rita þessi orð. Tvítugi Tumi hefði fallið í yfirlið af hneykslun. Ætti að stytta opnunartíma skemmtistaða? Hvílík firra. Djamm er ekki djamm nema maður sé að skríða í hús á sjötta tímanum. Undanþága hafi maður dottið í lukkupottinn einhverju fyrr. Ætla mætti að skoðun mín væri aldurstengd. Skriðinn yfir þrítugt og farinn að fussa og sveia. „Svei attan, unga fólkið í dag…“ en það er ekki svo. Ég hef verið á þessari skoðun frá því haustið 2005 þegar ég hélt á vit ævintýranna vestur um haf. Fyrstu partíin einkenndust af því að við útlendingarnir mættum „fashionably late“ eða á milli ellefu og tólf. Við létum fljótt af því þegar okkur mættu endurtekið eldhressir Kanar sem voru langt á undan okkur í drykkju og stuði. Partíið sem hafði verið auglýst klukkan 20 hófst á þeim tíma. Þegar við vorum svo loksins að komast í stuð var vel á nóttina liðið. „Eigum við ekki að kíkja eitthvað út?“ Svarið var einfalt. Það er allt lokað. Það var reyndar svo í „gamla daga“ að það var hvorki fyrir náms- né vinnandi mann að hefja gleðskap niðri í bæ. Maður þurfti að hella sig haugfullan áður en í miðbæinn var komið nema maður væri staðráðinn í að fara á hausinn. Í dag má finna „happy hour“ á hverjum einasta bar í bænum. Það býður upp á hitting að loknum vinnudegi líkt og tíðkast í öðrum löndum. Byrja fyrr og hætta fyrr. Það er málið. Kíkja á barinn eftir vinnu, ræða málin, grípa sér bita og halda heim nógu snemma til að eiga allan morgundaginn fyrir höndum. Það er markmiðið í kvöld. Hvort ég hef viljastyrk til að standa við stóru orðin þegar spurningin „ætlarðu að fara heim strax?“ hljómar verður að koma í ljós. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Tumi Daðason Mest lesið ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen Skoðun
Fyrir tíu árum hefði mér aldrei dottið í hug að ég myndi rita þessi orð. Tvítugi Tumi hefði fallið í yfirlið af hneykslun. Ætti að stytta opnunartíma skemmtistaða? Hvílík firra. Djamm er ekki djamm nema maður sé að skríða í hús á sjötta tímanum. Undanþága hafi maður dottið í lukkupottinn einhverju fyrr. Ætla mætti að skoðun mín væri aldurstengd. Skriðinn yfir þrítugt og farinn að fussa og sveia. „Svei attan, unga fólkið í dag…“ en það er ekki svo. Ég hef verið á þessari skoðun frá því haustið 2005 þegar ég hélt á vit ævintýranna vestur um haf. Fyrstu partíin einkenndust af því að við útlendingarnir mættum „fashionably late“ eða á milli ellefu og tólf. Við létum fljótt af því þegar okkur mættu endurtekið eldhressir Kanar sem voru langt á undan okkur í drykkju og stuði. Partíið sem hafði verið auglýst klukkan 20 hófst á þeim tíma. Þegar við vorum svo loksins að komast í stuð var vel á nóttina liðið. „Eigum við ekki að kíkja eitthvað út?“ Svarið var einfalt. Það er allt lokað. Það var reyndar svo í „gamla daga“ að það var hvorki fyrir náms- né vinnandi mann að hefja gleðskap niðri í bæ. Maður þurfti að hella sig haugfullan áður en í miðbæinn var komið nema maður væri staðráðinn í að fara á hausinn. Í dag má finna „happy hour“ á hverjum einasta bar í bænum. Það býður upp á hitting að loknum vinnudegi líkt og tíðkast í öðrum löndum. Byrja fyrr og hætta fyrr. Það er málið. Kíkja á barinn eftir vinnu, ræða málin, grípa sér bita og halda heim nógu snemma til að eiga allan morgundaginn fyrir höndum. Það er markmiðið í kvöld. Hvort ég hef viljastyrk til að standa við stóru orðin þegar spurningin „ætlarðu að fara heim strax?“ hljómar verður að koma í ljós.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun