Enginn á línunni? Sigurjón M. Egilsson skrifar 29. september 2014 00:00 Stundum má ætla að ef við hjálpum þeim sem eru hjálparþurfi hér og þar í heiminum, að það jafngildi því að þá ákveðum við um leið að auka bágindi þeirra sem verst hafa það hér á landi. „…þegar Íslendingar sjálfir svelta,“ sagði Vigdís Hauksdóttir þingmaður þegar hún ein í þingheimi greiddi atkvæði gegn auknu framlagi til þróunarhjálpar. Auðvitað er það ekki svo að þegar við hjálpum þeim sem eru hjálpar þurfi það að þýða að vandi þeirra sem verst hafa það hér heima aukist. Jón Kalman Stefánsson, sem er meðal fremstu starfandi rithöfunda á Íslandi, skrifaði góða grein um þessi mál, grein sem birtist í helgarblaði Fréttablaðsins. Allt það sem Jón Kalman tiltók eru orð í tíma töluð. Eftir lestur greinarinnar er ljóst að við verðum að taka okkur tak. Við verðum að gera betur. Og ekki bara það. Við eigum að gera betur. „Sameinuðu þjóðirnar hafa sett það markmið að betur stæðar þjóðir verji hið minnsta 0,7 prósentum af vergri þjóðarframleiðslu til þróunaraðstoðar; leggi fram fjármuni og þekkingu til að bæta samfélag þróunarríkja, og vinna bug á fátækt. Þetta er því barátta gegn fátækt og fyrir betri heimi. Gæluverkefni, segir Vigdís. Í marsmánuði árið 2013 stóð hún ein við þennan hæpna málstað sinn, þessa baráttu sína við að draga verulega úr þróunaraðstoð Íslendinga. Ekki einu sinni flokkssystkin hennar tóku undir með henni – fyrr en þau settust sjálf í ríkisstjórn. Því Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn höfðu ekki fyrr sest að völdum en þeir afturkölluðu fyrirhugaða hækkun, og skáru framlagið að auki niður um 700 milljónir – framlag okkar þar með komið niður í 0,21 prósent. Allt samkvæmt stefnu hagræðingarhópsins sem Vigdís og Guðlaugur Þór leiddu, og vildu í viðbót leggja niður Þróunarsamvinnustofnun Íslands (ÞSSÍ), sem nýtur mikillar virðingar erlendis fyrir framúrskarandi fagmennsku,“ skrifaði Jón Kalman. Það fylgja skyldur því að vera velmektarþjóð. Og því fylgir sú ábyrgð að standa með þeim sem verst eru settir í veröldinni. Um þetta á ekki að þurfa að deila eða þræta. Hér hefur verið stuðst við greinina sem Jón Kalman Stefánsson skrifaði. Þar rekur hann þrjár staðreyndir: „Framlag okkar til þróunarmála hefur ætíð verið langt undir því sem tíðkast hjá þeim þjóðum sem við viljum bera okkur saman við. Svo lágt að það má heita þjóðarskömm. Önnur staðreynd: samt hefur núverandi stjórn lækkað framlagið um mörg hundruð milljónir, um leið og hún hækkar framlag til hermála. Ein staðreynd til: Gunnar Bragi hefur, þvert á vilja fagaðila, ákveðið að leggja Þróunarsamvinnustofnun Íslands niður, í besta falli með mjög hæpnar röksemdir að vopni, í versta falli siðlausar.“ Vill einhver taka til máls um það, spyr Jón Kalman á nokkrum stöðum í grein sinni. Það er nú það. Er einhver á línunni? Orðið er laust. Það er okkur til vansa að okkar framlög til þróunaraðstoðar skuli vera vel innan við þriðjungur frá markmiðum Sameinuðu þjóðanna. Þó víða herði að í okkar samfélagi og hér vanti margt má það ekki verða til þess að við verjumst markmiðum Sameinuðu þjóðanna. Sem dæmi, þá er hægt að gera mikið gagn með þeim 450 milljónum sem við ætlum að leggja til höfuðstöðva Nató. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón M. Egilsson Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson Skoðun Tryggjum gæði í mannvirkjaiðnaði Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun
Stundum má ætla að ef við hjálpum þeim sem eru hjálparþurfi hér og þar í heiminum, að það jafngildi því að þá ákveðum við um leið að auka bágindi þeirra sem verst hafa það hér á landi. „…þegar Íslendingar sjálfir svelta,“ sagði Vigdís Hauksdóttir þingmaður þegar hún ein í þingheimi greiddi atkvæði gegn auknu framlagi til þróunarhjálpar. Auðvitað er það ekki svo að þegar við hjálpum þeim sem eru hjálpar þurfi það að þýða að vandi þeirra sem verst hafa það hér heima aukist. Jón Kalman Stefánsson, sem er meðal fremstu starfandi rithöfunda á Íslandi, skrifaði góða grein um þessi mál, grein sem birtist í helgarblaði Fréttablaðsins. Allt það sem Jón Kalman tiltók eru orð í tíma töluð. Eftir lestur greinarinnar er ljóst að við verðum að taka okkur tak. Við verðum að gera betur. Og ekki bara það. Við eigum að gera betur. „Sameinuðu þjóðirnar hafa sett það markmið að betur stæðar þjóðir verji hið minnsta 0,7 prósentum af vergri þjóðarframleiðslu til þróunaraðstoðar; leggi fram fjármuni og þekkingu til að bæta samfélag þróunarríkja, og vinna bug á fátækt. Þetta er því barátta gegn fátækt og fyrir betri heimi. Gæluverkefni, segir Vigdís. Í marsmánuði árið 2013 stóð hún ein við þennan hæpna málstað sinn, þessa baráttu sína við að draga verulega úr þróunaraðstoð Íslendinga. Ekki einu sinni flokkssystkin hennar tóku undir með henni – fyrr en þau settust sjálf í ríkisstjórn. Því Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn höfðu ekki fyrr sest að völdum en þeir afturkölluðu fyrirhugaða hækkun, og skáru framlagið að auki niður um 700 milljónir – framlag okkar þar með komið niður í 0,21 prósent. Allt samkvæmt stefnu hagræðingarhópsins sem Vigdís og Guðlaugur Þór leiddu, og vildu í viðbót leggja niður Þróunarsamvinnustofnun Íslands (ÞSSÍ), sem nýtur mikillar virðingar erlendis fyrir framúrskarandi fagmennsku,“ skrifaði Jón Kalman. Það fylgja skyldur því að vera velmektarþjóð. Og því fylgir sú ábyrgð að standa með þeim sem verst eru settir í veröldinni. Um þetta á ekki að þurfa að deila eða þræta. Hér hefur verið stuðst við greinina sem Jón Kalman Stefánsson skrifaði. Þar rekur hann þrjár staðreyndir: „Framlag okkar til þróunarmála hefur ætíð verið langt undir því sem tíðkast hjá þeim þjóðum sem við viljum bera okkur saman við. Svo lágt að það má heita þjóðarskömm. Önnur staðreynd: samt hefur núverandi stjórn lækkað framlagið um mörg hundruð milljónir, um leið og hún hækkar framlag til hermála. Ein staðreynd til: Gunnar Bragi hefur, þvert á vilja fagaðila, ákveðið að leggja Þróunarsamvinnustofnun Íslands niður, í besta falli með mjög hæpnar röksemdir að vopni, í versta falli siðlausar.“ Vill einhver taka til máls um það, spyr Jón Kalman á nokkrum stöðum í grein sinni. Það er nú það. Er einhver á línunni? Orðið er laust. Það er okkur til vansa að okkar framlög til þróunaraðstoðar skuli vera vel innan við þriðjungur frá markmiðum Sameinuðu þjóðanna. Þó víða herði að í okkar samfélagi og hér vanti margt má það ekki verða til þess að við verjumst markmiðum Sameinuðu þjóðanna. Sem dæmi, þá er hægt að gera mikið gagn með þeim 450 milljónum sem við ætlum að leggja til höfuðstöðva Nató.
Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson Skoðun
Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir Skoðun
Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson Skoðun
Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir Skoðun