Epísk „feel-good“ mynd Þórður Ingi Jónsson skrifar 30. september 2014 08:30 MYND/Skjáskot Boyhood Leikstjóri: Richard Linklater Rotten tomatoes: 99% IMDB: 8,7 Metacritic: 100 Boyhood er nýjasta mynd bandaríska leikstjórans Richard Linklater (Dazed & Confused, Slacker, Before Sunset) en myndin er ansi mikið þrekvirki. Hún var nefnilega tekin upp á 12 ára tímabili með sama leikaraliðinu. Við fylgjumst með aðalpersónunni Mason, leiknum af Ellar Coltrane, vaxa úr grasi frá sex til átján ára aldurs. Söguþráðurinn er því mjög einfaldur – þetta er þroskasaga drengs á Vesturlöndum. Í sönnum Linklater stíl er myndin auðvitað stútfull af skemmtilegum samræðum en myndir hans eru þekktar fyrir langar og frjóar samræður milli sögupersóna. Það er stórskrýtið að sjá persónurnar, ungar sem aldnar, verða eldri á skjánum og það veitir myndinni ljúfsáran og auðvitað raunsæislegan blæ. Myndin vekur upp merkilegar spurningar um rás tímans og æskuna. Hún skilur eftir sig sætt bragð í munninum og angurværð í hjartanu. Þessi metnaðarfulla leið sem Linklater ákvað að taka gæti jafnframt gert Boyhood að epískustu „feel-good“ mynd allra tíma. Gagnrýni Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Boyhood Leikstjóri: Richard Linklater Rotten tomatoes: 99% IMDB: 8,7 Metacritic: 100 Boyhood er nýjasta mynd bandaríska leikstjórans Richard Linklater (Dazed & Confused, Slacker, Before Sunset) en myndin er ansi mikið þrekvirki. Hún var nefnilega tekin upp á 12 ára tímabili með sama leikaraliðinu. Við fylgjumst með aðalpersónunni Mason, leiknum af Ellar Coltrane, vaxa úr grasi frá sex til átján ára aldurs. Söguþráðurinn er því mjög einfaldur – þetta er þroskasaga drengs á Vesturlöndum. Í sönnum Linklater stíl er myndin auðvitað stútfull af skemmtilegum samræðum en myndir hans eru þekktar fyrir langar og frjóar samræður milli sögupersóna. Það er stórskrýtið að sjá persónurnar, ungar sem aldnar, verða eldri á skjánum og það veitir myndinni ljúfsáran og auðvitað raunsæislegan blæ. Myndin vekur upp merkilegar spurningar um rás tímans og æskuna. Hún skilur eftir sig sætt bragð í munninum og angurværð í hjartanu. Þessi metnaðarfulla leið sem Linklater ákvað að taka gæti jafnframt gert Boyhood að epískustu „feel-good“ mynd allra tíma.
Gagnrýni Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira