Jóga líflínan í umbreytingarferlinu Ragnheiður Guðmundsdóttir skrifar 3. október 2014 15:00 Satt best að segja þá slysaðist ég inn í jóga. Ég var sannfærð um að jóga væri fyrir öðruvísi fólk en mig,“ segir Sólveig Þórarinsdóttir, fyrrverandi verðbréfamiðlari sem hefur nú snúið sér alfarið að jógakennslu. Sólveig á þrjú ung börn og sameinar ástríðu sína fyrir jóga og heilsurækt með því að kenna öðrum. Hún gaf nýverið út bókina Jóga fyrir alla. „Kröfur mínar til líkamsræktar voru þær að ég ætti alltaf að finna blóðbragð í munninum. Að endingu prófaði ég heitt jóga fyrir tilstuðlan frænku minnar. Þaðan varð ekki aftur snúið. Eftir um það bil þrjú til fimm skipti fór ég að finna mun á líðan minni. Ég átti auðveldara með að einbeita mér, varð afslappaðari og líkamlega fullnægði jógaiðkunin öllu því sem ég sóttist eftir,“ rifjar hún upp. „Ég fékk aukið úthald, styrk, jafnvægi, liðleika og átti auðveldara með að stýra þyngdinni.“ Hún segir jóga hafa reynst líflínan í því umbreytingarferli sem hún hefur farið í gegnum síðastliðin ár, úr krefjandi starfi í fjármálageiranum yfir í nýja ástríðu, jógakennslu. „Í dag er tilvera mín mun betri og einfaldari. Hún er átakalaus og þar af leiðandi laus við streitu sem er að verða ein stærsta heilsuvá nútímans. Ég vakna á morgnana og er tilbúin í daginn. Ég hef orku til að vera til og njóta lífsins sem ég hef skapað mér. Ég er í jafnvægi og því betur í stakk búin til að takast á við óvæntar uppákomur. Núna lifi ég í heilbrigðum líkama, borða hreint fæði og er hvorki þræll tekna minna, sykurs eða annarra vímuefna. Fyrir mig er það stórsigur.“ Sólveig fékk kennsluréttindi í Taílandi, þar sem hún segist hafa lært margt. „Jóga er fyrir alla, unga sem aldna, létta sem þunga, liðuga og stirða hvort sem það er stundað heima, í köldum sal eða heitum sal. Fólk kemur inn í jóga á ólíkum forsendum en nýlegar rannsóknir sýna að yfir helmingur þeirra sem stunda jóga á Vesturlöndum gera það vegna þyngdarstjórnunar. Lykillinn er bara að finna jóga sem hentar hverjum og einum en fjölbreytileiki jógategunda, jógatíma og jógakennara er gríðarlegur, líka hér á Íslandi. Við eigum hæfileikaríka kennara sem við eigum að nýta betur,“ útskýrir hún. „Flest erum við upptekin í krefjandi störfum og með marga bolta á lofti. Svo erum við í of mikilli kyrrstöðu. Iðkun jóga gefur fólki færi á því að læra hvernig hugurinn og líkaminn vinna saman, núvitund og líkamsvitund eykst og þar með getur fólk aukið lífsgæði sín.“ Sólveig gaf á dögunum út bók um jóga, sem heitir Jóga fyrir alla. „Ég sá það þegar ég var að reyna að auka þekkingu mína að það var nánast ekkert efni til á móðurmálinu um jóga. Það vantar algjörlega bók sem inniheldur almennan fróðleik um jóga. Mig langaði að gera jóga aðgengilegt fyrir alla Íslendinga og kynna þann gríðarlega ávinning sem af iðkuninni hlýst." Heilsa Mest lesið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Hélt að hann væri George Clooney Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Satt best að segja þá slysaðist ég inn í jóga. Ég var sannfærð um að jóga væri fyrir öðruvísi fólk en mig,“ segir Sólveig Þórarinsdóttir, fyrrverandi verðbréfamiðlari sem hefur nú snúið sér alfarið að jógakennslu. Sólveig á þrjú ung börn og sameinar ástríðu sína fyrir jóga og heilsurækt með því að kenna öðrum. Hún gaf nýverið út bókina Jóga fyrir alla. „Kröfur mínar til líkamsræktar voru þær að ég ætti alltaf að finna blóðbragð í munninum. Að endingu prófaði ég heitt jóga fyrir tilstuðlan frænku minnar. Þaðan varð ekki aftur snúið. Eftir um það bil þrjú til fimm skipti fór ég að finna mun á líðan minni. Ég átti auðveldara með að einbeita mér, varð afslappaðari og líkamlega fullnægði jógaiðkunin öllu því sem ég sóttist eftir,“ rifjar hún upp. „Ég fékk aukið úthald, styrk, jafnvægi, liðleika og átti auðveldara með að stýra þyngdinni.“ Hún segir jóga hafa reynst líflínan í því umbreytingarferli sem hún hefur farið í gegnum síðastliðin ár, úr krefjandi starfi í fjármálageiranum yfir í nýja ástríðu, jógakennslu. „Í dag er tilvera mín mun betri og einfaldari. Hún er átakalaus og þar af leiðandi laus við streitu sem er að verða ein stærsta heilsuvá nútímans. Ég vakna á morgnana og er tilbúin í daginn. Ég hef orku til að vera til og njóta lífsins sem ég hef skapað mér. Ég er í jafnvægi og því betur í stakk búin til að takast á við óvæntar uppákomur. Núna lifi ég í heilbrigðum líkama, borða hreint fæði og er hvorki þræll tekna minna, sykurs eða annarra vímuefna. Fyrir mig er það stórsigur.“ Sólveig fékk kennsluréttindi í Taílandi, þar sem hún segist hafa lært margt. „Jóga er fyrir alla, unga sem aldna, létta sem þunga, liðuga og stirða hvort sem það er stundað heima, í köldum sal eða heitum sal. Fólk kemur inn í jóga á ólíkum forsendum en nýlegar rannsóknir sýna að yfir helmingur þeirra sem stunda jóga á Vesturlöndum gera það vegna þyngdarstjórnunar. Lykillinn er bara að finna jóga sem hentar hverjum og einum en fjölbreytileiki jógategunda, jógatíma og jógakennara er gríðarlegur, líka hér á Íslandi. Við eigum hæfileikaríka kennara sem við eigum að nýta betur,“ útskýrir hún. „Flest erum við upptekin í krefjandi störfum og með marga bolta á lofti. Svo erum við í of mikilli kyrrstöðu. Iðkun jóga gefur fólki færi á því að læra hvernig hugurinn og líkaminn vinna saman, núvitund og líkamsvitund eykst og þar með getur fólk aukið lífsgæði sín.“ Sólveig gaf á dögunum út bók um jóga, sem heitir Jóga fyrir alla. „Ég sá það þegar ég var að reyna að auka þekkingu mína að það var nánast ekkert efni til á móðurmálinu um jóga. Það vantar algjörlega bók sem inniheldur almennan fróðleik um jóga. Mig langaði að gera jóga aðgengilegt fyrir alla Íslendinga og kynna þann gríðarlega ávinning sem af iðkuninni hlýst."
Heilsa Mest lesið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Hélt að hann væri George Clooney Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira