Minecraft: Grafðu í grænni lautu Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 5. október 2014 12:30 Minecraft Mynd/Mojang/Microsoft Fimm ár eru síðan sænski tölvuleikjaframleiðandinn Mojang kynnti Minecraft til sögunnar. Sú þróun sem hefur átt sér stað síðan þá er einu orði sagt ævintýraleg. Samfélag leikjaspilara tók leiknum með opnum örmum og Minecraft dafnaði vel á PC. Á endanum var leikurinn gefin út á Xbox 360-leikjavélina í nánast óbreyttri mynd. Uppfærð útgáfa er nú fáanleg á nýrri kynslóð (Xbox One, PS4) og framtíð Minecraft hefur aldrei verið jafn björt. Spilarinn finnur sig nú í veröld sem er 36 sinnum stærri en á fyrri kynslóð. Með ekkert nema kort í hönd hefst ævintýrið, frelsið sem fylgir því að spila Minecraft er einstakt í leikjaheiminum. Engar reglur og sköpunargleðin ræður ríkjum. Mojang nýtir sér tækjakost nýju kynslóðarinnar til fulls. Útlit leiksins er fágaðra, með örlitlum breytingum sem vanir spilarar munu vafalaust gleðjast yfir. Þrátt fyrir þetta er hin kunnuglega fagurfræði Minecraft til staðar. Uppátæki spilara í Minecraft eru oft á tíðum makalaus (einn metnaðarfullur bjó til starfhæfan 1Kb harðan disk í PC-útgáfunni um daginn). Engu að síður er leikjatölvu-útgáfa Minecraft háð eðlislægum takmörkunum sem ekki er að finna á PC. Netspilunin getur verið leiðinleg og fyrirframgefinn arkitektúr hugbúnaðarins er óhagganlegur (ekkert „modding“). Minecraft á nýrri kynslóð leikjatölva er stórkostleg upplifun og þeir sem ekki hafa kynnst Minecraft í öllu sínu veldi ættu að næla sér í eintak hið snarasta. Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið Fleiri fréttir Brothætt kvöld hjá GameTíví Assassins Creed Shadows: Ekki þessi ömurlegi leikur sem netið lofaði Morðæði í GameTíví Reyna á taugarnar og samvinnuna í GameTíví GameTíví: Stefna á fugl í PGA 2K25 Sjá meira
Fimm ár eru síðan sænski tölvuleikjaframleiðandinn Mojang kynnti Minecraft til sögunnar. Sú þróun sem hefur átt sér stað síðan þá er einu orði sagt ævintýraleg. Samfélag leikjaspilara tók leiknum með opnum örmum og Minecraft dafnaði vel á PC. Á endanum var leikurinn gefin út á Xbox 360-leikjavélina í nánast óbreyttri mynd. Uppfærð útgáfa er nú fáanleg á nýrri kynslóð (Xbox One, PS4) og framtíð Minecraft hefur aldrei verið jafn björt. Spilarinn finnur sig nú í veröld sem er 36 sinnum stærri en á fyrri kynslóð. Með ekkert nema kort í hönd hefst ævintýrið, frelsið sem fylgir því að spila Minecraft er einstakt í leikjaheiminum. Engar reglur og sköpunargleðin ræður ríkjum. Mojang nýtir sér tækjakost nýju kynslóðarinnar til fulls. Útlit leiksins er fágaðra, með örlitlum breytingum sem vanir spilarar munu vafalaust gleðjast yfir. Þrátt fyrir þetta er hin kunnuglega fagurfræði Minecraft til staðar. Uppátæki spilara í Minecraft eru oft á tíðum makalaus (einn metnaðarfullur bjó til starfhæfan 1Kb harðan disk í PC-útgáfunni um daginn). Engu að síður er leikjatölvu-útgáfa Minecraft háð eðlislægum takmörkunum sem ekki er að finna á PC. Netspilunin getur verið leiðinleg og fyrirframgefinn arkitektúr hugbúnaðarins er óhagganlegur (ekkert „modding“). Minecraft á nýrri kynslóð leikjatölva er stórkostleg upplifun og þeir sem ekki hafa kynnst Minecraft í öllu sínu veldi ættu að næla sér í eintak hið snarasta.
Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið Fleiri fréttir Brothætt kvöld hjá GameTíví Assassins Creed Shadows: Ekki þessi ömurlegi leikur sem netið lofaði Morðæði í GameTíví Reyna á taugarnar og samvinnuna í GameTíví GameTíví: Stefna á fugl í PGA 2K25 Sjá meira