Eldborgin logaði á Don Carlo Jónas Sen skrifar 21. október 2014 11:30 „Söngvararnir voru sannfærandi í hlutverkum sínum. Kóreógrafían var smekkleg og fögur, leikurinn áreynslulaus og kraftmikill.” Ópera: Don Carlo Guiseppi Verdi Frumsýning á uppfærslu Íslensku óperunnar laugardaginn 18. október. Það kviknaði í Hörpunni á laugardagskvöldið. Ekki þó í eiginlegri merkingu. Um var að ræða gervield sem var varpað með ljóskastara á sviðið í Eldborginni á sýningunni á óperunni Don Carlo eftir Verdi. Páll Ragnarsson var ljósameistarinn. Eins og allir vita er Eldborgin rauð og sviðsmyndin var oftast rauð líka. Eldurinn gerði hana enn rauðari. Þarna hafði Rannsóknarrétturinn dæmt nokkra vesalinga til dauða. Rétt fyrir hlé voru þeir brenndir á báli. Eldurinn smám saman breiddist yfir alla sviðsmyndina. Hann hlýtur að vera einhver flottasti effekt í leikhúsi sem sést hefur. Eldborgin er ekki sniðin fyrir óperuflutning, t.d. vantar turn til að draga leikmyndir upp og niður. Í þeim óperum sem ég hef séð í húsinu hefur leikmyndin því ávallt verið heldur fábrotin. En þarna var engu að síður virkilega vel að verki staðið. Kross hékk yfir sviðinu allan tímann. Hann undirstrikaði vald kaþólsku kirkjunnar og Rannsóknarréttarins á Spáni á þeim tíma sem óperan á að gerast. Sagan var að miklu leyti um pólitíska baráttu ríkis og kirkju. Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir á heiðurinn af leikmyndinni og líka búningunum. Þeir voru nútímalegir og ekki í stíl sextándu aldarinnar. En það skipti engu máli. Heildarmynd búninga og sviðsmyndar var falleg og stílhrein og búningarnir voru í takt við karakter hverrar persónu. Óperan fjallar um Filippus II. og son hans, Don Carlo. Dóttir Frakklandskonungs var lofuð þeim síðarnefnda, en til að halda frið við Frakkland valtar konungurinn yfir son sinn og kvænist unnustu hans. Í því kristallast allt samband föður og sonar; Carlo er illa farinn af ástlausu uppeldi og andlegu ofbeldi föður síns. Verdi undirstrikar þetta með órólegri tónlist þegar Carlo syngur. Í uppfærslu Íslensku óperunnar virkaði sálarástand Carlos undarlega ýkt. Jóhann Friðgeir Valdimarsson var í hlutverki hans. Engin reisn var yfir honum, ekkert konunglegt, hann var fyrst og fremst aumkunarverður. Spurning er hvort þarna hafi ekki verið skotið aðeins yfir markið. Það er ekki alltaf nauðsynlegt að útskýra hlutina og matreiða þá ofan í áhorfendur. Stundum segir tónlistin sjálf það sem segja þarf. Ég verð þó að viðurkenna að leikstjórn Þórhildar Þorleifsdóttur var að öðru leyti býsna áhrifamikil. Hinir söngvararnir voru sannfærandi í hlutverkum sínum. Kóreógrafían var smekkleg og fögur, leikurinn áreynslulaus og kraftmikill. Atriðin með kórnum voru t.d. augnayndi og rímuðu fullkomlega við anda tónlistarinnar hverju sinni. Tónlistarflutningurinn sjálfur var prýðilegur. Kór Íslensku óperunnar var pottþéttur, bæði konurnar og karlarnir. Leikur hljómsveitarinnar undir stjórn Guðmundar Óla Gunnarssonar í byrjun var reyndar ónákvæmur. En svo hrökk sveitin í gang. Hljómurinn í henni var þá unaðslega breiður, enda hljómburðurinn í Eldborginni frábær. Svona vel hljómaði hljómsveitin ekki í Gamla bíói, ó nei. Einsöngurinn var magnaður. Jóhann Friðgeir hefur aldrei verið öflugri, þótt leikurinn hafi verið skrýtinn. Söngur hans var ofsafenginn en að sama skapi hnitmiðaður. Kristinn Sigmundsson, sem var hér á sviði Íslensku óperunnar í fyrsta sinn í 12 ár, var sterkur sem konungurinn. Og Hanna Dóra Sturludóttir var stórfengleg sem prinsessa í hirð drottningarinnar. Hún var svo miklu betri núna en í Carmen í fyrra að það er ekki hægt að líkja því saman. Helga Rós Indriðadóttir stóð sig líka afar vel sem drottningin, þó ekki hafi sópað eins mikið að henni og Hönnu Dóru. Helga Rós hefur hingað til ekki fengið að skína á sviði Íslensku óperunnar; vonandi mun það breytast. Aðrir einsöngvarar voru sömuleiðis flottir, þau Guðjón G. Óskarsson, Viðar Gunnarsson, Erla Björg Káradóttir, Hallveig Rúnarsdóttir og Örvar Már Kristinsson. En sá magnaðasti af þeim öllum var náungi sem ég minnist ekki eftir að hafa heyrt í áður. Þetta var Oddur Arnþór Jónsson, hreint út sagt frábær söngvari. Hann tók alla aðra söngvara í nefið og verður að teljast stjarna sýningarinnar. Hvílík rödd, hvílík útgeislun! Það verður spennandi að fylgjast með honum, ég spái því að hann eigi eftir að ná langt – og ekki bara hér á landi.Niðurstaða: Glæsileg uppfærsla á Don Carlo eftir Verdi, flottur söngur, sviðsmynd og lýsing. Gagnrýni Mest lesið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Hélt að hann væri George Clooney Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Frægar í fantaformi Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Húðrútína Birtu Abiba Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Ópera: Don Carlo Guiseppi Verdi Frumsýning á uppfærslu Íslensku óperunnar laugardaginn 18. október. Það kviknaði í Hörpunni á laugardagskvöldið. Ekki þó í eiginlegri merkingu. Um var að ræða gervield sem var varpað með ljóskastara á sviðið í Eldborginni á sýningunni á óperunni Don Carlo eftir Verdi. Páll Ragnarsson var ljósameistarinn. Eins og allir vita er Eldborgin rauð og sviðsmyndin var oftast rauð líka. Eldurinn gerði hana enn rauðari. Þarna hafði Rannsóknarrétturinn dæmt nokkra vesalinga til dauða. Rétt fyrir hlé voru þeir brenndir á báli. Eldurinn smám saman breiddist yfir alla sviðsmyndina. Hann hlýtur að vera einhver flottasti effekt í leikhúsi sem sést hefur. Eldborgin er ekki sniðin fyrir óperuflutning, t.d. vantar turn til að draga leikmyndir upp og niður. Í þeim óperum sem ég hef séð í húsinu hefur leikmyndin því ávallt verið heldur fábrotin. En þarna var engu að síður virkilega vel að verki staðið. Kross hékk yfir sviðinu allan tímann. Hann undirstrikaði vald kaþólsku kirkjunnar og Rannsóknarréttarins á Spáni á þeim tíma sem óperan á að gerast. Sagan var að miklu leyti um pólitíska baráttu ríkis og kirkju. Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir á heiðurinn af leikmyndinni og líka búningunum. Þeir voru nútímalegir og ekki í stíl sextándu aldarinnar. En það skipti engu máli. Heildarmynd búninga og sviðsmyndar var falleg og stílhrein og búningarnir voru í takt við karakter hverrar persónu. Óperan fjallar um Filippus II. og son hans, Don Carlo. Dóttir Frakklandskonungs var lofuð þeim síðarnefnda, en til að halda frið við Frakkland valtar konungurinn yfir son sinn og kvænist unnustu hans. Í því kristallast allt samband föður og sonar; Carlo er illa farinn af ástlausu uppeldi og andlegu ofbeldi föður síns. Verdi undirstrikar þetta með órólegri tónlist þegar Carlo syngur. Í uppfærslu Íslensku óperunnar virkaði sálarástand Carlos undarlega ýkt. Jóhann Friðgeir Valdimarsson var í hlutverki hans. Engin reisn var yfir honum, ekkert konunglegt, hann var fyrst og fremst aumkunarverður. Spurning er hvort þarna hafi ekki verið skotið aðeins yfir markið. Það er ekki alltaf nauðsynlegt að útskýra hlutina og matreiða þá ofan í áhorfendur. Stundum segir tónlistin sjálf það sem segja þarf. Ég verð þó að viðurkenna að leikstjórn Þórhildar Þorleifsdóttur var að öðru leyti býsna áhrifamikil. Hinir söngvararnir voru sannfærandi í hlutverkum sínum. Kóreógrafían var smekkleg og fögur, leikurinn áreynslulaus og kraftmikill. Atriðin með kórnum voru t.d. augnayndi og rímuðu fullkomlega við anda tónlistarinnar hverju sinni. Tónlistarflutningurinn sjálfur var prýðilegur. Kór Íslensku óperunnar var pottþéttur, bæði konurnar og karlarnir. Leikur hljómsveitarinnar undir stjórn Guðmundar Óla Gunnarssonar í byrjun var reyndar ónákvæmur. En svo hrökk sveitin í gang. Hljómurinn í henni var þá unaðslega breiður, enda hljómburðurinn í Eldborginni frábær. Svona vel hljómaði hljómsveitin ekki í Gamla bíói, ó nei. Einsöngurinn var magnaður. Jóhann Friðgeir hefur aldrei verið öflugri, þótt leikurinn hafi verið skrýtinn. Söngur hans var ofsafenginn en að sama skapi hnitmiðaður. Kristinn Sigmundsson, sem var hér á sviði Íslensku óperunnar í fyrsta sinn í 12 ár, var sterkur sem konungurinn. Og Hanna Dóra Sturludóttir var stórfengleg sem prinsessa í hirð drottningarinnar. Hún var svo miklu betri núna en í Carmen í fyrra að það er ekki hægt að líkja því saman. Helga Rós Indriðadóttir stóð sig líka afar vel sem drottningin, þó ekki hafi sópað eins mikið að henni og Hönnu Dóru. Helga Rós hefur hingað til ekki fengið að skína á sviði Íslensku óperunnar; vonandi mun það breytast. Aðrir einsöngvarar voru sömuleiðis flottir, þau Guðjón G. Óskarsson, Viðar Gunnarsson, Erla Björg Káradóttir, Hallveig Rúnarsdóttir og Örvar Már Kristinsson. En sá magnaðasti af þeim öllum var náungi sem ég minnist ekki eftir að hafa heyrt í áður. Þetta var Oddur Arnþór Jónsson, hreint út sagt frábær söngvari. Hann tók alla aðra söngvara í nefið og verður að teljast stjarna sýningarinnar. Hvílík rödd, hvílík útgeislun! Það verður spennandi að fylgjast með honum, ég spái því að hann eigi eftir að ná langt – og ekki bara hér á landi.Niðurstaða: Glæsileg uppfærsla á Don Carlo eftir Verdi, flottur söngur, sviðsmynd og lýsing.
Gagnrýni Mest lesið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Hélt að hann væri George Clooney Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Frægar í fantaformi Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Húðrútína Birtu Abiba Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira