Ummæli ráðherrans herða læknadeiluna Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 4. nóvember 2014 09:00 Ekki hefur náðst í fjármálaráðherra vegna verkfalls lækna þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Vísir Loforð Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um að hafist verði handa við byggingu nýs Landspítala á þessu kjörtímabili hefur engin áhrif á kjaraviðræður lækna. Þetta segir Sigurveig Pétursdóttir, formaður Læknafélags Íslands, í samtali við Fréttablaðið. Bjarni sagði í samtali við Stöð 2 um helgina að vinna við nýjan Landspítala geti hafist á kjörtímabilinu. „Við erum ekki að semja um spítala, ekki frekar en fólkið sem vinnur í Bónus semur um hvað verður gert við kornflexið í búðunum. Þetta hefur engin áhrif á okkur,“ segir Sigurveig. Á fundinum sagði ráðherrann jafnframt að kröfur lækna um margra tuga prósenta launahækkun væru óraunhæfar. Sigurveig segir slíkt ekki heldur hafa áhrif á viðræðurnar. „Við höldum bara áfram, við vitum hvað við þurfum. En auðvitað er þetta ekki hvetjandi,“ segir Sigurveig. Samninganefndin fundaði í gær með samninganefnd ríkisins og til umræðu voru atriði er varða vaktafyrirkomulag lækna. Sigurveig segir það tímafreka vinnu og gerir ekki ráð fyrir að hægt verði að ná saman í vikunni. Verkfallsaðgerðir lækna héldu áfram í gær og standa yfir þar til á fimmtudag, þegar meðal annarra svæfingar- og skurðlæknar leggja niður störf. Í pistli Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítalans, á heimasíðu spítalans sem birtist á föstudag segir að dragist verkfallið á langinn út boðaðan tíma til 11. desember megi ætla að um 800 skurðaðgerðum verði frestað. Læknar sem Fréttablaðið hefur haft samband við segja ljóst að yfirlýsingar Bjarna um að ekki verði gengið að launakröfum lækna í þeirri mynd, sem þær eru í dag, séu til þess fallnar að færa hörku í kjaradeiluna. Ekki hefur náðst í fjármálaráðherra vegna verkfalls lækna þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Alþingi Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Sjá meira
Loforð Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um að hafist verði handa við byggingu nýs Landspítala á þessu kjörtímabili hefur engin áhrif á kjaraviðræður lækna. Þetta segir Sigurveig Pétursdóttir, formaður Læknafélags Íslands, í samtali við Fréttablaðið. Bjarni sagði í samtali við Stöð 2 um helgina að vinna við nýjan Landspítala geti hafist á kjörtímabilinu. „Við erum ekki að semja um spítala, ekki frekar en fólkið sem vinnur í Bónus semur um hvað verður gert við kornflexið í búðunum. Þetta hefur engin áhrif á okkur,“ segir Sigurveig. Á fundinum sagði ráðherrann jafnframt að kröfur lækna um margra tuga prósenta launahækkun væru óraunhæfar. Sigurveig segir slíkt ekki heldur hafa áhrif á viðræðurnar. „Við höldum bara áfram, við vitum hvað við þurfum. En auðvitað er þetta ekki hvetjandi,“ segir Sigurveig. Samninganefndin fundaði í gær með samninganefnd ríkisins og til umræðu voru atriði er varða vaktafyrirkomulag lækna. Sigurveig segir það tímafreka vinnu og gerir ekki ráð fyrir að hægt verði að ná saman í vikunni. Verkfallsaðgerðir lækna héldu áfram í gær og standa yfir þar til á fimmtudag, þegar meðal annarra svæfingar- og skurðlæknar leggja niður störf. Í pistli Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítalans, á heimasíðu spítalans sem birtist á föstudag segir að dragist verkfallið á langinn út boðaðan tíma til 11. desember megi ætla að um 800 skurðaðgerðum verði frestað. Læknar sem Fréttablaðið hefur haft samband við segja ljóst að yfirlýsingar Bjarna um að ekki verði gengið að launakröfum lækna í þeirri mynd, sem þær eru í dag, séu til þess fallnar að færa hörku í kjaradeiluna. Ekki hefur náðst í fjármálaráðherra vegna verkfalls lækna þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Alþingi Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Sjá meira