Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Kristján Már Unnarsson skrifar 3. desember 2024 22:10 Sylvía Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs Icelandair, er kát með eldsneytissparnaðinn sem fylgir nýju flugvélinni fyrir aftan. Egill Aðalsteinsson Icelandair-menn fögnuðu tímamótum með komu fyrstu Airbus-þotu félagsins til landsins í dag og um leið því að fá farkost sem eyðir þrjátíu prósentum minna eldsneyti á hvert sæti en þotan sem hún leysir af hólmi. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá þotuna fljúga lágt yfir Reykjavíkurflugvelli. Hún birtist yfir borginni um eittleytið í dag áður en haldið var í aðflug að Keflavíkurflugvelli eftir þriggja stunda flug frá Airbus-verksmiðjunum í Hamborg. Áhöfnin sem flaug fyrstu Airbus-þotu Icelandair heim til Íslands ásamt forstjóra félagsins. Gleðin skein úr andlitum. Frá vinstri eru: Bogi Nils Bogason forstjóri, Kári Kárason flugstjóri, Arnar Jökull Agnarsson flugstjóri, María Björg Magnúsdóttir yfirflugfreyja, Íris Ósk Haraldsdóttir, Anna Lilja Gísladóttir, Linda Hlín Þórðardóttir, Flemming Bisgaard þjálfunarflugstjóri og Ásta Kristín Victorsdóttir.KMU Flugstjórarnir Kári Kárason og Arnar Jökull Agnarsson lentu henni síðan fagmannlega. Í Leifsstöð var áhöfninni fagnað með blómvöndum. Athygli vakti að fjöldi erlendra fréttamanna var á staðnum til að flytja fréttir af upphafi Airbus-væðingar rótgróins Boeing-flugfélags. Frá flugstöðinni var flugvélin færð inn í flugskýli Icelandair þar sem starfsmenn félagsins og aðrir gestir fengu að kynnast gripnum. Þotan dregin inn í flugsskýli Icelandair þar sem fram fór móttökuhátíð síðdegis.KMU Sylvía Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs Icelandair, sér fram á verulegan eldsneytissparnað. „Heldur betur. Þessi er mun hagkvæmari heldur en gamla sjö-fimm-sjöan. Hún eyðir þrjátíu prósent minna eldsneyti. Þannig að við erum mjög spennt að taka hana inn í rekstur og nýta okkur hana. Hér er hún, í öllu sínu veldi. Komin til okkar,“ segir Sylvía. Inga Lára Gylfadóttir verður fyrsti kvenflugstjóri Icelandair á vélinni, stýrir henni í áætlunarflugi númer tvö þann 10. desember, sem verður síðdegisflug til Kaupmannahafnar. Inga Lára Gylfadóttir, flugstjóri á Airbus-þotu Icelandair.Egill Aðalsteinsson Við höfum orð á því við Ingu Láru inni í flugskýlinu að okkur finnist ríkja tilhlökkun og gleði meðal starfsmanna Icelandair. „Heldur betur. Þetta er alveg ótrúlega stór dagur, finnst mér, og merkilegur. Og að þessi vél sé komin markar bara tímamót, held ég,“ svarar Inga Lára. Og það er komið nafn á flugvélina. Hún heitir Esja, eftir borgarfjalli Reykjavíkur. Sjá má Esju á flugi með Esju í baksýn hér í frétt Stöðvar 2: Icelandair Airbus Keflavíkurflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Icelandair fékk í dag afhenta fyrstu Airbus-þotuna í sögu félagsins. Stefnt er að því að hún fljúgi yfir Reykjavík við komuna til Íslands í hádeginu á morgun, þriðjudag 3. desember. 2. desember 2024 23:43 Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Fyrsta Airbus-þota Icelandair fór í sitt fyrsta reynsluflug í Hamborg í gær. Stefnt er að því að flugvélin komi til landsins 3. desember og hefji áætlunarflug viku síðar. 20. nóvember 2024 20:24 Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Erlent Fleiri fréttir Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá þotuna fljúga lágt yfir Reykjavíkurflugvelli. Hún birtist yfir borginni um eittleytið í dag áður en haldið var í aðflug að Keflavíkurflugvelli eftir þriggja stunda flug frá Airbus-verksmiðjunum í Hamborg. Áhöfnin sem flaug fyrstu Airbus-þotu Icelandair heim til Íslands ásamt forstjóra félagsins. Gleðin skein úr andlitum. Frá vinstri eru: Bogi Nils Bogason forstjóri, Kári Kárason flugstjóri, Arnar Jökull Agnarsson flugstjóri, María Björg Magnúsdóttir yfirflugfreyja, Íris Ósk Haraldsdóttir, Anna Lilja Gísladóttir, Linda Hlín Þórðardóttir, Flemming Bisgaard þjálfunarflugstjóri og Ásta Kristín Victorsdóttir.KMU Flugstjórarnir Kári Kárason og Arnar Jökull Agnarsson lentu henni síðan fagmannlega. Í Leifsstöð var áhöfninni fagnað með blómvöndum. Athygli vakti að fjöldi erlendra fréttamanna var á staðnum til að flytja fréttir af upphafi Airbus-væðingar rótgróins Boeing-flugfélags. Frá flugstöðinni var flugvélin færð inn í flugskýli Icelandair þar sem starfsmenn félagsins og aðrir gestir fengu að kynnast gripnum. Þotan dregin inn í flugsskýli Icelandair þar sem fram fór móttökuhátíð síðdegis.KMU Sylvía Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs Icelandair, sér fram á verulegan eldsneytissparnað. „Heldur betur. Þessi er mun hagkvæmari heldur en gamla sjö-fimm-sjöan. Hún eyðir þrjátíu prósent minna eldsneyti. Þannig að við erum mjög spennt að taka hana inn í rekstur og nýta okkur hana. Hér er hún, í öllu sínu veldi. Komin til okkar,“ segir Sylvía. Inga Lára Gylfadóttir verður fyrsti kvenflugstjóri Icelandair á vélinni, stýrir henni í áætlunarflugi númer tvö þann 10. desember, sem verður síðdegisflug til Kaupmannahafnar. Inga Lára Gylfadóttir, flugstjóri á Airbus-þotu Icelandair.Egill Aðalsteinsson Við höfum orð á því við Ingu Láru inni í flugskýlinu að okkur finnist ríkja tilhlökkun og gleði meðal starfsmanna Icelandair. „Heldur betur. Þetta er alveg ótrúlega stór dagur, finnst mér, og merkilegur. Og að þessi vél sé komin markar bara tímamót, held ég,“ svarar Inga Lára. Og það er komið nafn á flugvélina. Hún heitir Esja, eftir borgarfjalli Reykjavíkur. Sjá má Esju á flugi með Esju í baksýn hér í frétt Stöðvar 2:
Icelandair Airbus Keflavíkurflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Icelandair fékk í dag afhenta fyrstu Airbus-þotuna í sögu félagsins. Stefnt er að því að hún fljúgi yfir Reykjavík við komuna til Íslands í hádeginu á morgun, þriðjudag 3. desember. 2. desember 2024 23:43 Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Fyrsta Airbus-þota Icelandair fór í sitt fyrsta reynsluflug í Hamborg í gær. Stefnt er að því að flugvélin komi til landsins 3. desember og hefji áætlunarflug viku síðar. 20. nóvember 2024 20:24 Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Erlent Fleiri fréttir Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Sjá meira
Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Icelandair fékk í dag afhenta fyrstu Airbus-þotuna í sögu félagsins. Stefnt er að því að hún fljúgi yfir Reykjavík við komuna til Íslands í hádeginu á morgun, þriðjudag 3. desember. 2. desember 2024 23:43
Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Fyrsta Airbus-þota Icelandair fór í sitt fyrsta reynsluflug í Hamborg í gær. Stefnt er að því að flugvélin komi til landsins 3. desember og hefji áætlunarflug viku síðar. 20. nóvember 2024 20:24