Þýðir ekkert að vera smeyk í brekkunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. nóvember 2014 06:30 Ungur reynslubolti. Helga María Vilhjálmsdóttir er yngst allra í alpagreinalandsliðinu en samt með einna mestu reynsluna. Fréttablaðið/Ernir Helga María Vilhjálmsdóttir er fremsta skíðakona landsins þessa dagana eftir frábært ár í fyrra þar sem hún stóð sig vel á Ólympíuleikunum í Sotsjí. Helga María varð í febrúar fyrsta íslenska konan síðan á ÓL í Innsbruck 1976 sem kemst inn á topp þrjátíu í sinni fyrstu grein á Vetrarólympíuleikum en hún náði þá 29. sæti í risasvigi. „Það gekk mjög vel á síðasta ári og Ólympíuleikarnir standa gjörsamlega upp úr,“ segir Helga María en hún var þá stödd á kynningarfundi Skíðasambands Íslands og fram undan eru æfingar og keppnir í Noregi. „Þetta lítur mjög vel út hjá mér í vetur og ég verð mikið á skíðum. Ég stefni á HM en auðvitað líka á mörg önnur mót. HM er samt aðalverkefnið,“ segir Helga María. Helga María keppti á HM unglinga strax á eftir Ólympíuleikunum og viðurkennir að það hafi kannski verið fullmikið af því góða. „Það var mikið prógramm og ég var orðin svolítið þreytt í lokin. Það kom niður á niðurstöðunni á HM unglinga sem og það var smá spennufall eftir Ólympíuleikana. Það er líka mjög erfitt að standa sig vel á mörgum mótum í röð. Það er alltaf mismunandi aðstaða og mismunandi brautir. Það fylgir því líka hellings pressa,“ segir Helga María. „Þetta fer allt í reynslubankann og ég lærði mest af því að fara á þessi stórmót og sjá hvernig ég réð við það. Maður getur undirbúið sig heilan helling andlega fyrir svona mót. Einbeitingin var góð hjá mér og taugarnar héldu,“ segir Helga María um lykilinn að góðum árangri á Ólympíuleikunum í fyrra. Hún er óhrædd við að láta vaða í brekkunni og sérhæfir sig í hraðari greinunum. „Ég verð að láta svolítið vaða því þú færð lítið út úr því að bara standa niður brautina. Maður er alltaf að reyna að komast hraðar og hraðar,“ segir Helga María. Nokkrar íslenskar skíðakonur í fremstu röð hafa meiðst illa á síðustu árum en Helga María hræðist ekki möguleg meiðsli. „Ég er ekkert smeyk enda hjálpar það aldrei að hugsa þannig. Maður verður bara að halda áfram og einbeita sér að sínu,“ segir Helga. Hún hefur háleit markmið fyrir heimsmeistaramótið sem fer fram í Colorado í febrúar næstkomandi. Hún ætlar að toppa þar. „Mig langar mjög mikið að komast í aðra umferðina á HM. Það eru færri í ár sem komast heldur en síðast. Þú verður að vera á meðal 30 bestu í heiminum til þess að komast í aðra umferð,“ segir Helga María en er það raunhæft? „Já,“ segir hún hikandi og bætir við: „Maður á aldrei að segja aldrei. Ég þarf þá að undirbúa mig vel og sleppa við meiðsli,“ segir Helga María. Innlendar Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Fleiri fréttir „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Spilaði fullkominn leik í beinni Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Sjá meira
Helga María Vilhjálmsdóttir er fremsta skíðakona landsins þessa dagana eftir frábært ár í fyrra þar sem hún stóð sig vel á Ólympíuleikunum í Sotsjí. Helga María varð í febrúar fyrsta íslenska konan síðan á ÓL í Innsbruck 1976 sem kemst inn á topp þrjátíu í sinni fyrstu grein á Vetrarólympíuleikum en hún náði þá 29. sæti í risasvigi. „Það gekk mjög vel á síðasta ári og Ólympíuleikarnir standa gjörsamlega upp úr,“ segir Helga María en hún var þá stödd á kynningarfundi Skíðasambands Íslands og fram undan eru æfingar og keppnir í Noregi. „Þetta lítur mjög vel út hjá mér í vetur og ég verð mikið á skíðum. Ég stefni á HM en auðvitað líka á mörg önnur mót. HM er samt aðalverkefnið,“ segir Helga María. Helga María keppti á HM unglinga strax á eftir Ólympíuleikunum og viðurkennir að það hafi kannski verið fullmikið af því góða. „Það var mikið prógramm og ég var orðin svolítið þreytt í lokin. Það kom niður á niðurstöðunni á HM unglinga sem og það var smá spennufall eftir Ólympíuleikana. Það er líka mjög erfitt að standa sig vel á mörgum mótum í röð. Það er alltaf mismunandi aðstaða og mismunandi brautir. Það fylgir því líka hellings pressa,“ segir Helga María. „Þetta fer allt í reynslubankann og ég lærði mest af því að fara á þessi stórmót og sjá hvernig ég réð við það. Maður getur undirbúið sig heilan helling andlega fyrir svona mót. Einbeitingin var góð hjá mér og taugarnar héldu,“ segir Helga María um lykilinn að góðum árangri á Ólympíuleikunum í fyrra. Hún er óhrædd við að láta vaða í brekkunni og sérhæfir sig í hraðari greinunum. „Ég verð að láta svolítið vaða því þú færð lítið út úr því að bara standa niður brautina. Maður er alltaf að reyna að komast hraðar og hraðar,“ segir Helga María. Nokkrar íslenskar skíðakonur í fremstu röð hafa meiðst illa á síðustu árum en Helga María hræðist ekki möguleg meiðsli. „Ég er ekkert smeyk enda hjálpar það aldrei að hugsa þannig. Maður verður bara að halda áfram og einbeita sér að sínu,“ segir Helga. Hún hefur háleit markmið fyrir heimsmeistaramótið sem fer fram í Colorado í febrúar næstkomandi. Hún ætlar að toppa þar. „Mig langar mjög mikið að komast í aðra umferðina á HM. Það eru færri í ár sem komast heldur en síðast. Þú verður að vera á meðal 30 bestu í heiminum til þess að komast í aðra umferð,“ segir Helga María en er það raunhæft? „Já,“ segir hún hikandi og bætir við: „Maður á aldrei að segja aldrei. Ég þarf þá að undirbúa mig vel og sleppa við meiðsli,“ segir Helga María.
Innlendar Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Fleiri fréttir „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Spilaði fullkominn leik í beinni Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Sjá meira