Sólstafir í tónlist Áskels Jónas Sen skrifar 12. nóvember 2014 12:00 Kammersinfónía og fleiri verk. Tónlist: Kammersinfónía, Elja, Ymni, Maes Howe Áskell Másson NAXOS Tónlist Áskels Mássonar er á vissan hátt skuggaleg. Tónmálið er dökkt og stemningin dálítið þungbúin. Þó er hún alls ekki drungaleg. Þvert á móti er ljós í henni sem skín í myrkrinu, venjulega í lok verkanna. Þetta er eitt af megineinkennum tónsmíðanna sem er að finna á geisladiski með Caput hópnum frá Naxos-útgáfunni. Verkin sem um ræðir eru heillandi. Þau eru misflókin og eftir því misjafnlega aðgengileg. En það er samt í þeim innra samhengi, Áskell tapar aldrei þræðinum. Tónlistin er full af merkingu, skáldskapurinn er innblásinn. Hugmyndirnar eru frjóar. Framvindan er margbrotin og á köflum óvænt, en þó eðlileg. Það er svo fallegt hvernig Áskell endar verkin sín. Frásögnin á undan er e.t.v. tormelt, en síðan renna ólíkir þræðir saman í lokin í dásamlegum einfaldleika. Stundum er það bara eitthvert barnslegt stef, eða kannski liggjandi hljómar. Hvað sem það er, þá gengur það alltaf upp. Þetta eru eins og sólstafir sem brjótast í gegnum skýin.Áskell Másson. „Tónlistin er full af merkingu, skáldskapurinn er innblásinn,“ segir Jónas Sen.Leikur Caput hópsins undir stjórn Joels Sachs er frábær, sérlega líflegur en einnig fágaður. Jens Bjørn-Larsen spilar prýðilega á einleikstúbu í einni tónsmíðinni og Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir syngur af viðeigandi innlifun. Tónlistin á það skilið að fá slíka meðhöndlun.Niðurstaða: Glæsilegur flutningur á nokkrum mögnuðum verkum eftir Áskel Másson. Gagnrýni Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Fleiri fréttir Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Sjá meira
Tónlist: Kammersinfónía, Elja, Ymni, Maes Howe Áskell Másson NAXOS Tónlist Áskels Mássonar er á vissan hátt skuggaleg. Tónmálið er dökkt og stemningin dálítið þungbúin. Þó er hún alls ekki drungaleg. Þvert á móti er ljós í henni sem skín í myrkrinu, venjulega í lok verkanna. Þetta er eitt af megineinkennum tónsmíðanna sem er að finna á geisladiski með Caput hópnum frá Naxos-útgáfunni. Verkin sem um ræðir eru heillandi. Þau eru misflókin og eftir því misjafnlega aðgengileg. En það er samt í þeim innra samhengi, Áskell tapar aldrei þræðinum. Tónlistin er full af merkingu, skáldskapurinn er innblásinn. Hugmyndirnar eru frjóar. Framvindan er margbrotin og á köflum óvænt, en þó eðlileg. Það er svo fallegt hvernig Áskell endar verkin sín. Frásögnin á undan er e.t.v. tormelt, en síðan renna ólíkir þræðir saman í lokin í dásamlegum einfaldleika. Stundum er það bara eitthvert barnslegt stef, eða kannski liggjandi hljómar. Hvað sem það er, þá gengur það alltaf upp. Þetta eru eins og sólstafir sem brjótast í gegnum skýin.Áskell Másson. „Tónlistin er full af merkingu, skáldskapurinn er innblásinn,“ segir Jónas Sen.Leikur Caput hópsins undir stjórn Joels Sachs er frábær, sérlega líflegur en einnig fágaður. Jens Bjørn-Larsen spilar prýðilega á einleikstúbu í einni tónsmíðinni og Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir syngur af viðeigandi innlifun. Tónlistin á það skilið að fá slíka meðhöndlun.Niðurstaða: Glæsilegur flutningur á nokkrum mögnuðum verkum eftir Áskel Másson.
Gagnrýni Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Fleiri fréttir Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Sjá meira