Skrifa Skaupið? Pant ekki! Atli Fannar Bjarkason skrifar 13. nóvember 2014 07:00 Ekki myndi ég vilja vera í þeirri stöðu að skrifa áramótaskaup í ár. Árið að verða búið og lífið á Íslandi gengur sinn vanagang án þess að nokkuð markvert eigi sér stað. Það er eins og þjóðarsálin sé háöldruð skjaldbaka sem ferðast löturhægt yfir án þess að það heyrist í henni múkk. Ég bið ekki um mikið. Bara eitt þrætuepli væri kærkomið í þessa steindauðu þjóðfélagsumræðu. Getur ekki einhver opinber starfsmaður tekið sig til og lekið í fjölmiðla viðkvæmum persónuupplýsingum og slúðri um einhvern hælisleitanda? Viðkomandi gæti þrætt fyrir lekann í rúmt ár á meðan málið er rætt á Alþingi og rannsakað af lögreglu. Þetta er mögulega allt of klikkuð hugmynd. Nær væri að landhelgisgæslan myndi smygla 250 hríðskotabyssum til landsins og koma svo stórum hluta til lögreglunnar. Til að tryggja að allir brjálist þarf að hylma yfir þetta þangað til fjölmiðlar þefa byssurnar uppi. Þá gætu tekið við fálmkennd og klaufaleg viðbrögð þar sem ábyrgðinni er kastað milli stofnana og landa eins og heitri kartöflu. En þetta myndi auðvitað aldrei gerast. Ríkisstjórnarflokkur gæti lagt fram frumvarp um að taka skipulagsvald af Reykjavíkurborg. Slík stríðsyfirlýsing gæti vakið þjóðfélagið af værum blundi. Sérstaklega ef þingmenn myndu stíga fram og leggja til að lattélepjandi lopatreflar yrðu notaðir sem landfylling í Reykjavíkurhöfn. Eða eitthvað svoleiðis. Þannig verða skemmtilegustu rifrildin til – þegar borgarbúar takast á við landsbyggðina. Æ. Það er enginn nógu óforskammaður til að leggja fram slíkt frumvarp. Það væri kannski hægt að fá fyrirtæki sem er hafið yfir samkeppnislög til að snuða agnarsmáa keppinauta sína? Eða leggja til á ný að klukkunni verði breytt? Læknar gætu líka farið í verkfall á sama tíma og 80 milljarðar væru notaðir til að lækka skuldir fólks? Þá yrði fyrst allt vitlaust. Verst að þessar hugmyndir eru fullkomlega óraunhæfar. Það gerist ekkert hérna. En við höfum þó alltaf eldgosið – er það ennþá í gangi? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Atli Fannar Bjarkason Mest lesið Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir Skoðun
Ekki myndi ég vilja vera í þeirri stöðu að skrifa áramótaskaup í ár. Árið að verða búið og lífið á Íslandi gengur sinn vanagang án þess að nokkuð markvert eigi sér stað. Það er eins og þjóðarsálin sé háöldruð skjaldbaka sem ferðast löturhægt yfir án þess að það heyrist í henni múkk. Ég bið ekki um mikið. Bara eitt þrætuepli væri kærkomið í þessa steindauðu þjóðfélagsumræðu. Getur ekki einhver opinber starfsmaður tekið sig til og lekið í fjölmiðla viðkvæmum persónuupplýsingum og slúðri um einhvern hælisleitanda? Viðkomandi gæti þrætt fyrir lekann í rúmt ár á meðan málið er rætt á Alþingi og rannsakað af lögreglu. Þetta er mögulega allt of klikkuð hugmynd. Nær væri að landhelgisgæslan myndi smygla 250 hríðskotabyssum til landsins og koma svo stórum hluta til lögreglunnar. Til að tryggja að allir brjálist þarf að hylma yfir þetta þangað til fjölmiðlar þefa byssurnar uppi. Þá gætu tekið við fálmkennd og klaufaleg viðbrögð þar sem ábyrgðinni er kastað milli stofnana og landa eins og heitri kartöflu. En þetta myndi auðvitað aldrei gerast. Ríkisstjórnarflokkur gæti lagt fram frumvarp um að taka skipulagsvald af Reykjavíkurborg. Slík stríðsyfirlýsing gæti vakið þjóðfélagið af værum blundi. Sérstaklega ef þingmenn myndu stíga fram og leggja til að lattélepjandi lopatreflar yrðu notaðir sem landfylling í Reykjavíkurhöfn. Eða eitthvað svoleiðis. Þannig verða skemmtilegustu rifrildin til – þegar borgarbúar takast á við landsbyggðina. Æ. Það er enginn nógu óforskammaður til að leggja fram slíkt frumvarp. Það væri kannski hægt að fá fyrirtæki sem er hafið yfir samkeppnislög til að snuða agnarsmáa keppinauta sína? Eða leggja til á ný að klukkunni verði breytt? Læknar gætu líka farið í verkfall á sama tíma og 80 milljarðar væru notaðir til að lækka skuldir fólks? Þá yrði fyrst allt vitlaust. Verst að þessar hugmyndir eru fullkomlega óraunhæfar. Það gerist ekkert hérna. En við höfum þó alltaf eldgosið – er það ennþá í gangi?
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun