Ráðherrar í klípu Sigurjón M. Egilsson skrifar 13. nóvember 2014 07:00 Oft hafa ráðherrar glímt við vanda í starfi og sagan geymir mörg dæmi um slíkt. Staða Hönnu Birnu Kristjánsdóttur er erfið og erfiðari en þekkst hefur í langan tíma. Lekamálið hefur reynst henni erfitt og hún á eftir að vinna sér traust víða, fari svo að hún gefist ekki upp. Ráðherrar þurfa ekki endilega að hafa brotið lög eða verið dæmdir sekir til að þeir verði að huga að stöðu sinni. Jafnvel segja af sér. Slíkt þekkist í öðrum löndum, en er fáttítt hér. „[É]g vil nota tækifærið og hvetja eindregið kollega mína, fyrr og síðar, til þess að viðhafa svipuð vinnubrögð og ég hef gert og opinbera stjórnsýslu sína,“ sagði Guðmundur Árni Stefánsson þegar hann sagði af sér ráðherradómi fyrir réttum tuttugu árum. Hann hafði falið Ríkisendurskoðun að gera úttekt á störfum sínum. Ríkisendurskoðun gerði athugasemdir við nokkur verk ráðherrans. Guðmundur Árni sjálfur gerði ekki mikið úr þeim athugasemdum. Ríkisendurskoðun skoðar ekki embættisfærslur Hönnu Birnu. Hún er ekki grunuð um að hafa farið frjálslega með peninga eða gert vel við fólk eða félög á ríkisins kostnað. Nei, það er annað og kannski engu betra í hennar tilfelli. Hanna Birna bíður álits umboðsmanns Alþingis þar sem hann fjallar um embættisfærslur hennar og hvort hún hafi gengið of langt þegar hún fundaði með lögreglustjóra meðan ráðuneytið sætti opinberri rannsókn. Að hún hafi sem dómsmálaráðherra reynt að hafa, eða hafi haft, áhrif á rannsókn lekamálsins. Finni hann að verkum hennar, sem almennt er reiknað með miðað við það sem á undan er gengið, versnar staða hennar enn frekar og þá fýkur eflaust í flest skjól. En hvers vegna sagði Guðmundur Árni af sér, ef hann sá fátt athugunarvert við niðurstöðu Ríkisendurskoðunar? Hann sagði að umfjöllun fjölmiðla og annarra um sig og störf sín, sem hefði sjaldnast byggst á málavöxtum heldur fyrst og síðast á endurtekningum, hefði augljóslega skaðað sig og haft skaðvænleg áhrif á störf sín í félagsmálaráðuneytinu. Með því að biðjast lausnar frá embætti félagsmálaráðherra sagðist Guðmundur Árni hafa brotið blað í íslenskri stjórnmálasögu. Hann hefði tekið ákvörðun um að láta minni hagsmuni víkja fyrir meiri og sagt af sér embætti án sakarefna og þrýstings eftir að hafa ráðfært sig við fjölmarga stuðningsmenn sína sem hefðu látið í ljós mjög misjafnar skoðanir á málinu. Stöldrum við hér. Guðmundur Árni sagði af sér vegna þess að henn hefði áveðið að láta minni hagsmuni víkja fyrir meiri og sagt af sér án sakarefna og þrýstings. Þetta er merkilegt þegar staða Hönnu Birnu er metin. Hvaða hagsmunir eru mestir? Hennar eða ráðuneytisins og þá þeirra mála sem þar er unnið að? Búið er að brjóta ráðuneyti hennar upp, ráðherrann hefur misst traust víða og jafnvel er nánast sama hvað hún gerir eða hvað hún segir. Allt tengist sjálfkrafa þeirri stöðu sem hún er í. Það er ómögulegt hlutskipti. Fyrir hana og ráðuneytið. Svo er það íslenska hefðin. Hún er sú að ráðherra víkur ekki fyrr en í lengstu lög. Ef Hanna Birna vissi ekkert um lekann og ef umboðsmaður finnur ekkert, eða lítilræði, að embættisverkum hennar, hvað þá? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón M. Egilsson Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun
Oft hafa ráðherrar glímt við vanda í starfi og sagan geymir mörg dæmi um slíkt. Staða Hönnu Birnu Kristjánsdóttur er erfið og erfiðari en þekkst hefur í langan tíma. Lekamálið hefur reynst henni erfitt og hún á eftir að vinna sér traust víða, fari svo að hún gefist ekki upp. Ráðherrar þurfa ekki endilega að hafa brotið lög eða verið dæmdir sekir til að þeir verði að huga að stöðu sinni. Jafnvel segja af sér. Slíkt þekkist í öðrum löndum, en er fáttítt hér. „[É]g vil nota tækifærið og hvetja eindregið kollega mína, fyrr og síðar, til þess að viðhafa svipuð vinnubrögð og ég hef gert og opinbera stjórnsýslu sína,“ sagði Guðmundur Árni Stefánsson þegar hann sagði af sér ráðherradómi fyrir réttum tuttugu árum. Hann hafði falið Ríkisendurskoðun að gera úttekt á störfum sínum. Ríkisendurskoðun gerði athugasemdir við nokkur verk ráðherrans. Guðmundur Árni sjálfur gerði ekki mikið úr þeim athugasemdum. Ríkisendurskoðun skoðar ekki embættisfærslur Hönnu Birnu. Hún er ekki grunuð um að hafa farið frjálslega með peninga eða gert vel við fólk eða félög á ríkisins kostnað. Nei, það er annað og kannski engu betra í hennar tilfelli. Hanna Birna bíður álits umboðsmanns Alþingis þar sem hann fjallar um embættisfærslur hennar og hvort hún hafi gengið of langt þegar hún fundaði með lögreglustjóra meðan ráðuneytið sætti opinberri rannsókn. Að hún hafi sem dómsmálaráðherra reynt að hafa, eða hafi haft, áhrif á rannsókn lekamálsins. Finni hann að verkum hennar, sem almennt er reiknað með miðað við það sem á undan er gengið, versnar staða hennar enn frekar og þá fýkur eflaust í flest skjól. En hvers vegna sagði Guðmundur Árni af sér, ef hann sá fátt athugunarvert við niðurstöðu Ríkisendurskoðunar? Hann sagði að umfjöllun fjölmiðla og annarra um sig og störf sín, sem hefði sjaldnast byggst á málavöxtum heldur fyrst og síðast á endurtekningum, hefði augljóslega skaðað sig og haft skaðvænleg áhrif á störf sín í félagsmálaráðuneytinu. Með því að biðjast lausnar frá embætti félagsmálaráðherra sagðist Guðmundur Árni hafa brotið blað í íslenskri stjórnmálasögu. Hann hefði tekið ákvörðun um að láta minni hagsmuni víkja fyrir meiri og sagt af sér embætti án sakarefna og þrýstings eftir að hafa ráðfært sig við fjölmarga stuðningsmenn sína sem hefðu látið í ljós mjög misjafnar skoðanir á málinu. Stöldrum við hér. Guðmundur Árni sagði af sér vegna þess að henn hefði áveðið að láta minni hagsmuni víkja fyrir meiri og sagt af sér án sakarefna og þrýstings. Þetta er merkilegt þegar staða Hönnu Birnu er metin. Hvaða hagsmunir eru mestir? Hennar eða ráðuneytisins og þá þeirra mála sem þar er unnið að? Búið er að brjóta ráðuneyti hennar upp, ráðherrann hefur misst traust víða og jafnvel er nánast sama hvað hún gerir eða hvað hún segir. Allt tengist sjálfkrafa þeirri stöðu sem hún er í. Það er ómögulegt hlutskipti. Fyrir hana og ráðuneytið. Svo er það íslenska hefðin. Hún er sú að ráðherra víkur ekki fyrr en í lengstu lög. Ef Hanna Birna vissi ekkert um lekann og ef umboðsmaður finnur ekkert, eða lítilræði, að embættisverkum hennar, hvað þá?
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun