Tíu hlutir sem kosta 80 milljarða Sif Sigmarsdóttir skrifar 14. nóvember 2014 07:00 „Ég borga glaður skatta,“ sagði Oliver Wendell Holmes, þaulsetnasti dómari í sögu Hæstaréttar Bandaríkjanna og einn sá virtasti. „Fyrir þá kaupi ég siðmenningu.“ Ég hef löngum verið sammála þessum orðum. Ég borga sátt skatta því það sem ég fæ fyrir þá finnst mér ómetanlegt. Með sköttum tryggi ég mér og öðrum aðgengi að menntun, heilbrigðiskerfi, félagslegu öryggisneti, fjölbreyttu menningarstarfi, íþróttastarfi, hreinu og snyrtilegu umhverfi, já og hversdagslegum hlutum eins og þeim munaði að geta sturtað niður í klósettinu mínu og það sem hvílir í skálinni hverfur eins og fyrir töfra eitthvert út í veröldina. Fyrir skatta kaupi ég siðmenningu. Um fátt er rætt af meiri ákafa um þessar mundir en áttatíu milljarðana sem mörgum finnst ríkisstjórnin hafa sturtað niður í klósettið undir merkjum hinnar svo kölluðu skuldaleiðréttingar. Hvað sem spunakúnstum forsætisráðherra og fjármálaráðherra líður er flestum ljóst að peningarnir koma úr ríkissjóði, sameiginlegum potti allra landsmanna sem fyrst og fremst þrífst á skattfé. Þótt þeir sem unnu pening í Framsóknarlottóinu fagni búbótinni telst þetta stærsta kosningaloforð Íslandssögunnar þó tæplega vera fjárfesting í siðmenningu. Enn hriktir í stoðum heilbrigðiskerfisins. Tækjakostur spítala er í lamasessi. Krabbameinssjúklingar fá ekki nýjustu krabbameinslyf jafnhratt og þegnar annarra siðaðra þjóða. Læknar fá ekki laun sem hæfa mikilvægi þeirra og menntun. Fræðslumál þjóðarinnar eru í uppnámi. Tónlistarkennarar fá ekki mannsæmandi laun. Stórlega er þrengt að rekstri framhaldsskóla og háskólastarfi er teflt í hreina tvísýnu vegna meðal annars skítalauna háskólaprófessora. Áttatíu milljarðar hljómar sem há upphæð, í raun svo há að það er erfitt að henda reiður á henni. Samt láta ráðamenn eins og ríkissjóð muni ekkert um hana, eins og þetta sé bara eitthvert klink. Það er því vert að skoða hvað fæst fyrir áttatíu milljarða.Hvað má kaupa fyrir áttatíu milljarða króna?1) Fyrir áttatíu milljarða má greiða 600 læknum laun í tíu ár.2) Fyrir áttatíu milljarða má senda hvern einasta Íslending í viku lúxusfrí til Kanaríeyja.3) Fyrir áttatíu milljarða má byggja heilt hátæknisjúkrahús.4) Fyrir áttatíu milljarða má greiða 22.000 Íslendingum listamannalaun í heilt ár.5) Fyrir áttatíu milljarða má greiða 2.000 tónlistarkennurum laun í tíu ár.6) Fyrir áttatíu milljarða má kaupa DataMarket, íslenska sprotafyrirtækið sem selt var á dögunum, sjötíu sinnum.7) Fyrir áttatíu milljarða má kaupa eitt rótgrónasta olíufélag landsins, Skeljung, tíu sinnum.8) Fyrir áttatíu milljarða má kaupa tíu hríðskotabyssur handa hverjum einasta landsmanni.9) Fyrir áttatíu milljarða má kaupa tíu hótelháhýsi við Höfðatorg.10) Fyrir áttatíu milljarða má kaupa fornfálegum, tækifærissinnuðum stjórnmálaflokki með framtíðarsýn á við blindan snigil sigur í þingkosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson Skoðun
„Ég borga glaður skatta,“ sagði Oliver Wendell Holmes, þaulsetnasti dómari í sögu Hæstaréttar Bandaríkjanna og einn sá virtasti. „Fyrir þá kaupi ég siðmenningu.“ Ég hef löngum verið sammála þessum orðum. Ég borga sátt skatta því það sem ég fæ fyrir þá finnst mér ómetanlegt. Með sköttum tryggi ég mér og öðrum aðgengi að menntun, heilbrigðiskerfi, félagslegu öryggisneti, fjölbreyttu menningarstarfi, íþróttastarfi, hreinu og snyrtilegu umhverfi, já og hversdagslegum hlutum eins og þeim munaði að geta sturtað niður í klósettinu mínu og það sem hvílir í skálinni hverfur eins og fyrir töfra eitthvert út í veröldina. Fyrir skatta kaupi ég siðmenningu. Um fátt er rætt af meiri ákafa um þessar mundir en áttatíu milljarðana sem mörgum finnst ríkisstjórnin hafa sturtað niður í klósettið undir merkjum hinnar svo kölluðu skuldaleiðréttingar. Hvað sem spunakúnstum forsætisráðherra og fjármálaráðherra líður er flestum ljóst að peningarnir koma úr ríkissjóði, sameiginlegum potti allra landsmanna sem fyrst og fremst þrífst á skattfé. Þótt þeir sem unnu pening í Framsóknarlottóinu fagni búbótinni telst þetta stærsta kosningaloforð Íslandssögunnar þó tæplega vera fjárfesting í siðmenningu. Enn hriktir í stoðum heilbrigðiskerfisins. Tækjakostur spítala er í lamasessi. Krabbameinssjúklingar fá ekki nýjustu krabbameinslyf jafnhratt og þegnar annarra siðaðra þjóða. Læknar fá ekki laun sem hæfa mikilvægi þeirra og menntun. Fræðslumál þjóðarinnar eru í uppnámi. Tónlistarkennarar fá ekki mannsæmandi laun. Stórlega er þrengt að rekstri framhaldsskóla og háskólastarfi er teflt í hreina tvísýnu vegna meðal annars skítalauna háskólaprófessora. Áttatíu milljarðar hljómar sem há upphæð, í raun svo há að það er erfitt að henda reiður á henni. Samt láta ráðamenn eins og ríkissjóð muni ekkert um hana, eins og þetta sé bara eitthvert klink. Það er því vert að skoða hvað fæst fyrir áttatíu milljarða.Hvað má kaupa fyrir áttatíu milljarða króna?1) Fyrir áttatíu milljarða má greiða 600 læknum laun í tíu ár.2) Fyrir áttatíu milljarða má senda hvern einasta Íslending í viku lúxusfrí til Kanaríeyja.3) Fyrir áttatíu milljarða má byggja heilt hátæknisjúkrahús.4) Fyrir áttatíu milljarða má greiða 22.000 Íslendingum listamannalaun í heilt ár.5) Fyrir áttatíu milljarða má greiða 2.000 tónlistarkennurum laun í tíu ár.6) Fyrir áttatíu milljarða má kaupa DataMarket, íslenska sprotafyrirtækið sem selt var á dögunum, sjötíu sinnum.7) Fyrir áttatíu milljarða má kaupa eitt rótgrónasta olíufélag landsins, Skeljung, tíu sinnum.8) Fyrir áttatíu milljarða má kaupa tíu hríðskotabyssur handa hverjum einasta landsmanni.9) Fyrir áttatíu milljarða má kaupa tíu hótelháhýsi við Höfðatorg.10) Fyrir áttatíu milljarða má kaupa fornfálegum, tækifærissinnuðum stjórnmálaflokki með framtíðarsýn á við blindan snigil sigur í þingkosningum.