Gerðu líkamsræktina enn skemmtilegri Nanna Árnadóttir og íþróttafræðingur skrifa 22. nóvember 2014 13:00 Vísir/getty Í dagsins amstri getur verið hægara sagt en gert að koma sér út úr húsi til þess að fara að hreyfa sig. Hér á eftir fylgja einföld ráð til hvetja þig áfram í líkamsræktinni og gera hana enn skemmtilegri en áður. 1.Æfðu með félaga og ákveðið fyrirfram hvenær á að æfaÞegar maður þarf að mæta með einhverjumöðrum eru mun meiri líkur á að maður drífi sig út. Æfið með félaga sem er í svipuðu líkamlegu ásigkomulagi og farið eftir sömu æfingaáætlun. Með því móti getið þið hvatt hvort annað áfram í æfingunum. 2. Passaðu upp á að fá góða og nægilega mikla næringuTil þess að geta hreyft okkur þurfum við góða orku. Líttu á líkama þinn sem vél sem þarf eldsneyti til þess að virka. Þegar vélin gengur hraðar þarf hún meira eldsneyti. Miðaðu við það að fá þér góða máltíð með flóknum kolvetnum um það bil tveimur klukkustundum fyrir æfingu. Það getur verið til dæmis sneið af grófu brauði með hnetusmjöri og banana eða einn góður smoothie. Næringin eftir æfinguna skiptir ekki síður máli en þá er best að fá sér eitthvað prótín- og kolvetnaríkt eins og t.d. kjúkling og sætar kartöflur. Passaðu líka upp á að fá nægilega mikinn vökva, þorstinn getur hægt á okkur. 3 Búðu til lagalista með uppáhaldslögunum þínum. Ef þú getur tengt hreyfinguna við lög sem þér finnst skemmtileg verður æfingin að öllum líkindum auðveldari. Þér leiðist síður, lögin rífa þig upp og halda orkunni uppi og þú hefur einhvern takt til að fara eftir. 4. Breyttu rútínunni Ef þú ferð alltaf eftir nákvæmlega sömu rútínunni í ræktinni er hætt við því að þú getir fengið leiða á henni. Breyttu þá bara aðeins til. Lyftu aðeins þyngri lóðum eða breyttu endurtekningu og settafjölda. Gerðu æfingar sem beinast að fleiri en einum liðamótum. Taktu skorpuþjálfun. Farðu í skemmtilegan og fjörugan hóptíma. Fáðu þér einkaþjálfara. Líkaminn er ansi fljótur að aðlagast hreyfingu, því þurfa reglulegar breytingar í æfingaáætlun að eiga sér stað til þess að halda áfram að örva vöðvaþræðina. Breyting merkirframför! 5. Fáðu þér skrefamæli Skrefamælar eru frábær tæki til þess að hvetja mann til þess að hreyfa sig. Mælt er með því að taka 10.000 skref á dag til þess að viðhalda líkamlegu hreysti. Það er ótrúlega áhugavert að sjá hversu fá skref maður í rauninni tekur í daglegu lífi þegar maður hreyfir sig frá skrifstofustólnum yfir í bílinn og svo yfir í sófann heima. Skrefamælarnir fá mann til þess að standa upp, ganga út í búð í stað þess að fara á bílnum, velja stigann fram yfir lyftuna og á rólegum dögum að fara að minnsta kosti í göngutúr. Heilsa Tengdar fréttir Eiga konur að lyfta lóðum? Kvenþjóðin þarf ekki að hafa áhyggjur af of stórum vöðvum og karlmannlegu útliti við lóðalyftingar. 7. nóvember 2014 11:00 Mikilvægi vatnsdrykkju Það átta sig ekki allir á mikilvægi nægrar vatnsdrykkju og hvað stuðlar að vökvatapi líkamans. 15. nóvember 2014 14:00 Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Í dagsins amstri getur verið hægara sagt en gert að koma sér út úr húsi til þess að fara að hreyfa sig. Hér á eftir fylgja einföld ráð til hvetja þig áfram í líkamsræktinni og gera hana enn skemmtilegri en áður. 1.Æfðu með félaga og ákveðið fyrirfram hvenær á að æfaÞegar maður þarf að mæta með einhverjumöðrum eru mun meiri líkur á að maður drífi sig út. Æfið með félaga sem er í svipuðu líkamlegu ásigkomulagi og farið eftir sömu æfingaáætlun. Með því móti getið þið hvatt hvort annað áfram í æfingunum. 2. Passaðu upp á að fá góða og nægilega mikla næringuTil þess að geta hreyft okkur þurfum við góða orku. Líttu á líkama þinn sem vél sem þarf eldsneyti til þess að virka. Þegar vélin gengur hraðar þarf hún meira eldsneyti. Miðaðu við það að fá þér góða máltíð með flóknum kolvetnum um það bil tveimur klukkustundum fyrir æfingu. Það getur verið til dæmis sneið af grófu brauði með hnetusmjöri og banana eða einn góður smoothie. Næringin eftir æfinguna skiptir ekki síður máli en þá er best að fá sér eitthvað prótín- og kolvetnaríkt eins og t.d. kjúkling og sætar kartöflur. Passaðu líka upp á að fá nægilega mikinn vökva, þorstinn getur hægt á okkur. 3 Búðu til lagalista með uppáhaldslögunum þínum. Ef þú getur tengt hreyfinguna við lög sem þér finnst skemmtileg verður æfingin að öllum líkindum auðveldari. Þér leiðist síður, lögin rífa þig upp og halda orkunni uppi og þú hefur einhvern takt til að fara eftir. 4. Breyttu rútínunni Ef þú ferð alltaf eftir nákvæmlega sömu rútínunni í ræktinni er hætt við því að þú getir fengið leiða á henni. Breyttu þá bara aðeins til. Lyftu aðeins þyngri lóðum eða breyttu endurtekningu og settafjölda. Gerðu æfingar sem beinast að fleiri en einum liðamótum. Taktu skorpuþjálfun. Farðu í skemmtilegan og fjörugan hóptíma. Fáðu þér einkaþjálfara. Líkaminn er ansi fljótur að aðlagast hreyfingu, því þurfa reglulegar breytingar í æfingaáætlun að eiga sér stað til þess að halda áfram að örva vöðvaþræðina. Breyting merkirframför! 5. Fáðu þér skrefamæli Skrefamælar eru frábær tæki til þess að hvetja mann til þess að hreyfa sig. Mælt er með því að taka 10.000 skref á dag til þess að viðhalda líkamlegu hreysti. Það er ótrúlega áhugavert að sjá hversu fá skref maður í rauninni tekur í daglegu lífi þegar maður hreyfir sig frá skrifstofustólnum yfir í bílinn og svo yfir í sófann heima. Skrefamælarnir fá mann til þess að standa upp, ganga út í búð í stað þess að fara á bílnum, velja stigann fram yfir lyftuna og á rólegum dögum að fara að minnsta kosti í göngutúr.
Heilsa Tengdar fréttir Eiga konur að lyfta lóðum? Kvenþjóðin þarf ekki að hafa áhyggjur af of stórum vöðvum og karlmannlegu útliti við lóðalyftingar. 7. nóvember 2014 11:00 Mikilvægi vatnsdrykkju Það átta sig ekki allir á mikilvægi nægrar vatnsdrykkju og hvað stuðlar að vökvatapi líkamans. 15. nóvember 2014 14:00 Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Eiga konur að lyfta lóðum? Kvenþjóðin þarf ekki að hafa áhyggjur af of stórum vöðvum og karlmannlegu útliti við lóðalyftingar. 7. nóvember 2014 11:00
Mikilvægi vatnsdrykkju Það átta sig ekki allir á mikilvægi nægrar vatnsdrykkju og hvað stuðlar að vökvatapi líkamans. 15. nóvember 2014 14:00