Á móti ráðherra Sigurjón M. Egilsson skrifar 27. nóvember 2014 10:30 Tækifæri eru til að auka til muna tekjur af ferðafólki sem hingað kemur. Edward Huijbens, forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar ferðamála, hefur bent á að hvað varðar skatta á ferðafólk erum við eftirbátar margra þjóða. Lengi hefur þess verið beðið að ferðamálaráðherrann, Ragnheiður Elín Árnadóttir, leggi fram frumvarp um náttúrupassa og það hyggst hún gera, jafnvel á föstudag. Skoðanir eru skiptar um hvað ber að gera. Eitt eru öll sammála um. Eitthvað verður að gera. Mikill kostnaður fylgir því að taka á móti um einni milljón ferðamanna og þörf er á tekjum, ekki síst til varnar náttúrunni. Innan ferðaþjónustunnar er nú risin andstaða við fyrirætlanir ráðherrans, sem er kominn í tímaþröng. Á biðtímanum hefur sumt það fólk, sem áður studdi hana í verkinu, snúið við henni baki. Þetta er alvarlegt fyrir ráðherrann. Andstaða frá atvinnugreininni verður erfið. Tveir stjórnendur ferðaþjónustufyrirtækja, Bjarnheiður Hallsdóttir og Pétur Óskarsson, skrifuðu fína grein í Fréttablaðið þar sem þau finna að ýmsu varðandi fyrirhugaðan náttúrupassa. Sem segir meðal annars að enn er fjarri því að sátt hafi náðst um þetta mál. Og óðum styttist sá tími sem er til stefnu. En hvað er að? Þau segja náttúrupassann verða mjög kostnaðarsaman með mikilli skriffinnsku, umfangsmiklu eftirlitskerfi og háum markaðs-, sölu- og dreifingarkostnaði. Eins benda þau á að verð á náttúrupassa yrði að vera hátt til þess eins að hann standi undir eigin kostnaði og Bjarnheiður og Pétur óttast að verðið kunni að koma í veg fyrir að ferðafólk vilji koma hingað. Okkur ber að hlusta á það sem fagfólk segir, ekki síst þegar varað er við því sem er í undirbúningi. En betra er seint en aldrei. Bjarnheiður og Pétur skrifa meðal annars: „Að innleiða náttúrupassann er mjög flókið í allri framkvæmd, hvar sem niður er borið – sem dæmi má nefna að bara það að selja hann (hver, hvar, hvenær, hvernig) er mjög erfitt að finna viðunandi lausn á.“ Að þessu öllu virtu fer ekki á milli mála að það er langur vegur fram undan. Ekki er minnsti vafi á að stjórnarandstaðan á eftir að segja sitt og gera sitt. Andmælendur segja einnig að náttúrupassi muni hafa áhrif á ásýnd landsins og jafnvel skerða upplifun ferðamanna. „…girðingar, tollahlið, gjaldheimtumenn, verðir, eftirlitsmenn og annað þess háttar myndu verða mikið lýti á landslaginu og upplifun þess, sem er helsta aðdráttaraflið í íslenskri ferðaþjónustu.“ Og að lokum er þetta nefnt til: „Náttúrupassinn er í andstöðu við vilja og sannfæringu stórs hluta þeirra sem reka og starfa við ferðaþjónustu í landinu, en án góðrar samvinnu við þá verður erfitt að hrinda verkinu í framkvæmd.“ En hvað vill fólkið? Eitthvað verður jú að gera. Nokkrar leiðir hafa verið nefndar, til dæmis komu- eða brottfarargjald, hækkun virðisaukaskatts á hluta ferðaþjónustu og gistináttagjald svo eitthvað sé nefnt. Bjarnheiður og Pétur segja í grein sinni: „Því er það með öllu óskiljanlegt að ráðherra ferðamála ætli að halda áfram með þessa vondu hugmynd. Náttúrupassanum verður þar að auki þrengt upp á atvinnugreinina, sem vill ekkert með hann hafa.“ Nú er óvíst hvað verður, það er Ragnheiðar Elínar Árnadóttur að ráða fram úr málinu. Fólk í atvinnugreininni og andstæðingar hennar á þingi munu reynast henni erfið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón M. Egilsson Tengdar fréttir 5 góð rök gegn náttúrupassa! Nú er svo komið að nokkur sátt ríkir um það innan ferðaþjónustunnar á Íslandi að skapa þurfi sérstakan tekjustofn til þess að fjármagna viðhald og uppbyggingu á og við ferðamannastaði á landinu. 24. nóvember 2014 10:00 Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun
Tækifæri eru til að auka til muna tekjur af ferðafólki sem hingað kemur. Edward Huijbens, forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar ferðamála, hefur bent á að hvað varðar skatta á ferðafólk erum við eftirbátar margra þjóða. Lengi hefur þess verið beðið að ferðamálaráðherrann, Ragnheiður Elín Árnadóttir, leggi fram frumvarp um náttúrupassa og það hyggst hún gera, jafnvel á föstudag. Skoðanir eru skiptar um hvað ber að gera. Eitt eru öll sammála um. Eitthvað verður að gera. Mikill kostnaður fylgir því að taka á móti um einni milljón ferðamanna og þörf er á tekjum, ekki síst til varnar náttúrunni. Innan ferðaþjónustunnar er nú risin andstaða við fyrirætlanir ráðherrans, sem er kominn í tímaþröng. Á biðtímanum hefur sumt það fólk, sem áður studdi hana í verkinu, snúið við henni baki. Þetta er alvarlegt fyrir ráðherrann. Andstaða frá atvinnugreininni verður erfið. Tveir stjórnendur ferðaþjónustufyrirtækja, Bjarnheiður Hallsdóttir og Pétur Óskarsson, skrifuðu fína grein í Fréttablaðið þar sem þau finna að ýmsu varðandi fyrirhugaðan náttúrupassa. Sem segir meðal annars að enn er fjarri því að sátt hafi náðst um þetta mál. Og óðum styttist sá tími sem er til stefnu. En hvað er að? Þau segja náttúrupassann verða mjög kostnaðarsaman með mikilli skriffinnsku, umfangsmiklu eftirlitskerfi og háum markaðs-, sölu- og dreifingarkostnaði. Eins benda þau á að verð á náttúrupassa yrði að vera hátt til þess eins að hann standi undir eigin kostnaði og Bjarnheiður og Pétur óttast að verðið kunni að koma í veg fyrir að ferðafólk vilji koma hingað. Okkur ber að hlusta á það sem fagfólk segir, ekki síst þegar varað er við því sem er í undirbúningi. En betra er seint en aldrei. Bjarnheiður og Pétur skrifa meðal annars: „Að innleiða náttúrupassann er mjög flókið í allri framkvæmd, hvar sem niður er borið – sem dæmi má nefna að bara það að selja hann (hver, hvar, hvenær, hvernig) er mjög erfitt að finna viðunandi lausn á.“ Að þessu öllu virtu fer ekki á milli mála að það er langur vegur fram undan. Ekki er minnsti vafi á að stjórnarandstaðan á eftir að segja sitt og gera sitt. Andmælendur segja einnig að náttúrupassi muni hafa áhrif á ásýnd landsins og jafnvel skerða upplifun ferðamanna. „…girðingar, tollahlið, gjaldheimtumenn, verðir, eftirlitsmenn og annað þess háttar myndu verða mikið lýti á landslaginu og upplifun þess, sem er helsta aðdráttaraflið í íslenskri ferðaþjónustu.“ Og að lokum er þetta nefnt til: „Náttúrupassinn er í andstöðu við vilja og sannfæringu stórs hluta þeirra sem reka og starfa við ferðaþjónustu í landinu, en án góðrar samvinnu við þá verður erfitt að hrinda verkinu í framkvæmd.“ En hvað vill fólkið? Eitthvað verður jú að gera. Nokkrar leiðir hafa verið nefndar, til dæmis komu- eða brottfarargjald, hækkun virðisaukaskatts á hluta ferðaþjónustu og gistináttagjald svo eitthvað sé nefnt. Bjarnheiður og Pétur segja í grein sinni: „Því er það með öllu óskiljanlegt að ráðherra ferðamála ætli að halda áfram með þessa vondu hugmynd. Náttúrupassanum verður þar að auki þrengt upp á atvinnugreinina, sem vill ekkert með hann hafa.“ Nú er óvíst hvað verður, það er Ragnheiðar Elínar Árnadóttur að ráða fram úr málinu. Fólk í atvinnugreininni og andstæðingar hennar á þingi munu reynast henni erfið.
5 góð rök gegn náttúrupassa! Nú er svo komið að nokkur sátt ríkir um það innan ferðaþjónustunnar á Íslandi að skapa þurfi sérstakan tekjustofn til þess að fjármagna viðhald og uppbyggingu á og við ferðamannastaði á landinu. 24. nóvember 2014 10:00
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun