Hvers vegna hata stjórnvöld mig? Atli Fannar Bjarkason skrifar 27. nóvember 2014 07:00 Ég skil ekki hvers vegna áfengi þarf að vera selt í matvöruverslunum. Ég er enga stund að keyra út í vínbúð og kaupa mér bjór. Til hvers að selja þessa vöru úti í búð? Er það svo að börn og unglingar geti hellt sig full á meðan þau gramsa með njálgsýktum fingrum sínum í nammibarnum? Mér finnst fyrirkomulag áfengssölu á Íslandi mjög gott, enda hentar það mér einstaklega vel. Ég hef nánast aldrei þurft að versla við Vínbúðirnar eftir klukkan sex. Aðeins nokkrum sinnum hef ég þurft að redda bjór eftir opnunartíma og þá er lítið mál að fá nokkra ískalda í ómerktan poka á næsta bar. Af hverju vilja stjórnvöld að ég sé gramsandi í volgum lager og slæmu rauðvíni í hverri einustu ferð minni í Bónus? Er stjórnvöldum alvara með þessum hugmyndum um að drepa mig úr skorpulifur langt um aldur fram? Allir vita að ef áfengi verður selt í matvöruverslunum þá hverfur uppáhaldsbjórinn minn úr verslunum. Frjáls markaður hefur þann stórkostlega galla að eftirspurn mætir undantekningalaust daufum eyrum stórmarkaða sem hugsa aðeins um að hámarka arðgreiðslur til eigenda sinna. Þess vegna verður volgur Thule eini bjórinn á boðstólum ef lögunum verður breytt. Mér finnst Thule ekkert sérstaklega góður. Alveg fínn samt. En hvers vegna vilja stjórnvöld með aðgerðum sínum skikka mig til að drekka bara Thule það sem eftir er af lífi mínu? Hugmyndir um að leyfa sölu á áfengi í verslunum eru ekki bara slæm viðskipti – þær eru lífshættulegar. Fyrir mig. Ég man ekki hversu oft ég hef drukkið mig allt of fullan og gert hluti sem ég myndi aldrei gera allsgáður. Hvers vegna vilja stjórnvöld auðvelda mér þessa ömurlegu hegðun og gera líf mitt og fjölskyldu minnar fullkomlega stjórnlaust? Ef læstar dyr áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins verða ekki til staðar til að hefta för mína, hver gerir það þá? Ég sjálfur? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Atli Fannar Bjarkason Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir Skoðun Leikskólavandinn? Hópur leikskólakennara og starfsfólks leikskóla í Reykjavík Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun
Ég skil ekki hvers vegna áfengi þarf að vera selt í matvöruverslunum. Ég er enga stund að keyra út í vínbúð og kaupa mér bjór. Til hvers að selja þessa vöru úti í búð? Er það svo að börn og unglingar geti hellt sig full á meðan þau gramsa með njálgsýktum fingrum sínum í nammibarnum? Mér finnst fyrirkomulag áfengssölu á Íslandi mjög gott, enda hentar það mér einstaklega vel. Ég hef nánast aldrei þurft að versla við Vínbúðirnar eftir klukkan sex. Aðeins nokkrum sinnum hef ég þurft að redda bjór eftir opnunartíma og þá er lítið mál að fá nokkra ískalda í ómerktan poka á næsta bar. Af hverju vilja stjórnvöld að ég sé gramsandi í volgum lager og slæmu rauðvíni í hverri einustu ferð minni í Bónus? Er stjórnvöldum alvara með þessum hugmyndum um að drepa mig úr skorpulifur langt um aldur fram? Allir vita að ef áfengi verður selt í matvöruverslunum þá hverfur uppáhaldsbjórinn minn úr verslunum. Frjáls markaður hefur þann stórkostlega galla að eftirspurn mætir undantekningalaust daufum eyrum stórmarkaða sem hugsa aðeins um að hámarka arðgreiðslur til eigenda sinna. Þess vegna verður volgur Thule eini bjórinn á boðstólum ef lögunum verður breytt. Mér finnst Thule ekkert sérstaklega góður. Alveg fínn samt. En hvers vegna vilja stjórnvöld með aðgerðum sínum skikka mig til að drekka bara Thule það sem eftir er af lífi mínu? Hugmyndir um að leyfa sölu á áfengi í verslunum eru ekki bara slæm viðskipti – þær eru lífshættulegar. Fyrir mig. Ég man ekki hversu oft ég hef drukkið mig allt of fullan og gert hluti sem ég myndi aldrei gera allsgáður. Hvers vegna vilja stjórnvöld auðvelda mér þessa ömurlegu hegðun og gera líf mitt og fjölskyldu minnar fullkomlega stjórnlaust? Ef læstar dyr áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins verða ekki til staðar til að hefta för mína, hver gerir það þá? Ég sjálfur?
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun