Draugalegur söngur Jónas Sen skrifar 6. desember 2014 17:00 VAR „Auðvitað er ekkert að því að syngja þjóðlög vel.“ Tónlist: VAR Anna Jónsdóttir Útg. Anna Jónsdóttir Anna Jónsdóttir sópran er glæsileg söngkona. Hún hefur þétta, kraftmikla rödd og syngur af innlifun. Það er auðheyrt á nýjum geisladiski hennar sem inniheldur íslensk þjóðlög. Diskurinn er djarfur, Anna syngur nánast öll lögin án undirleiks. Það er rétt að glitti hér og þar í harmonium, þ.e. stofuorgel sem Svavar Knútur leikur á. Lögin eru tekin upp í Djúpavík og í Akranesvita. Umhverfið, þ.e. mikið bergmál, leikur stórt hlutverk. Á vissan hátt má segja að endurómunin sé undirspilið, hún er hugsuð til að skapa stemninguna á diskinum. Lögin eru dauðhreinsuð af nútímalegri umgjörð, þeim er ætlað að virka forneskjuleg og hrá. Þetta er góð hugmynd en hún heppnast þó ekki alveg. Ef þjóðlög eiga að hljóma ekta verða þau líka að vera sungin þannig. Anna er skólaður sópran, hún er hreinlega of góð söngkona til að þjóðlög, sem langoftast eru illa sungin, komi út á sannfærandi hátt. Það er of mikill óperubragur á lögunum. Auðvitað er ekkert að því að syngja þjóðlög vel. En þá verður umgjörðin að vera í stíl. Söngurinn þarfnast fallegs meðleiks og þægilegrar endurómunar. Það má ekki bara drekkja lögunum í bergmáli. Bergmálið hér verður mjög fljótt leiðigjarnt, söngurinn hljómar eins og sírenuvæl. Heildaryfirbragðið skortir smekkvísi. Anna hefði þurft að hugsa þetta dæmi aðeins betur.Niðurstaða: Vel sungið en hljómburðurinn fer lögunum illa. Gagnrýni Menning Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Fleiri fréttir Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Sjá meira
Tónlist: VAR Anna Jónsdóttir Útg. Anna Jónsdóttir Anna Jónsdóttir sópran er glæsileg söngkona. Hún hefur þétta, kraftmikla rödd og syngur af innlifun. Það er auðheyrt á nýjum geisladiski hennar sem inniheldur íslensk þjóðlög. Diskurinn er djarfur, Anna syngur nánast öll lögin án undirleiks. Það er rétt að glitti hér og þar í harmonium, þ.e. stofuorgel sem Svavar Knútur leikur á. Lögin eru tekin upp í Djúpavík og í Akranesvita. Umhverfið, þ.e. mikið bergmál, leikur stórt hlutverk. Á vissan hátt má segja að endurómunin sé undirspilið, hún er hugsuð til að skapa stemninguna á diskinum. Lögin eru dauðhreinsuð af nútímalegri umgjörð, þeim er ætlað að virka forneskjuleg og hrá. Þetta er góð hugmynd en hún heppnast þó ekki alveg. Ef þjóðlög eiga að hljóma ekta verða þau líka að vera sungin þannig. Anna er skólaður sópran, hún er hreinlega of góð söngkona til að þjóðlög, sem langoftast eru illa sungin, komi út á sannfærandi hátt. Það er of mikill óperubragur á lögunum. Auðvitað er ekkert að því að syngja þjóðlög vel. En þá verður umgjörðin að vera í stíl. Söngurinn þarfnast fallegs meðleiks og þægilegrar endurómunar. Það má ekki bara drekkja lögunum í bergmáli. Bergmálið hér verður mjög fljótt leiðigjarnt, söngurinn hljómar eins og sírenuvæl. Heildaryfirbragðið skortir smekkvísi. Anna hefði þurft að hugsa þetta dæmi aðeins betur.Niðurstaða: Vel sungið en hljómburðurinn fer lögunum illa.
Gagnrýni Menning Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Fleiri fréttir Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Sjá meira