Við eigum allt og því þurfum við ekkert Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 15. desember 2014 12:30 Gylfi, Ísak, Selma, Niko, Matthildur og Kaja eru öll í 7. bekk Grundaskóla. Mynd/Sigurður Arnar Sigurðsson Nokkur börn úr sjöunda bekk í Grundaskóla á Akranesi voru króuð af og spurð út í markaðinn sem haldinn var í skólanum í síðustu viku til styrktar bágstöddum börnum í Malaví.Krakkar, hvað var á þessum markaði? „Við vorum með alls konar hluti sem krakkar í skólanum hafa búið til.“Hvað gerðuð þið sjálf? „Við prjónuðum hitt og þetta, smíðuðum smáhluti, perluðum jólaskraut, bjuggum til jólakonfekt. Aðrir árgangar bjuggu til jólakort, spil, könglakörfur og margt fleira.Mættu margir í vonda veðrinu til að kaupa af ykkur? „Já, ótrúlega margir, það var hreinlega fullt hús. Við seldum allt sem við bjuggum til.“Hvað gerið þið við ágóðann? „Allur ágóðinn rennur til söfnunar vegna Malaví. Nemendafélag Grundaskóla lagði fram tillögu árið 2000 eða 2001 um að nemendur og starfsmenn stæðu saman að söfnun fyrir jólin til þeirra sem verst stæðu í heiminum. Í staðinn hætti skólinn með stofujól og pakkagjafir innan skólans.“Finnst ykkur alveg sjálfsagt að fá ekki pakka á litlu jólunum? „Já. Okkar pakkar fara til þeirra sem þurfa miklu meira á þeim að halda en við. Við eigum allt og því þurfum við ekkert.“Fylgist þið eitthvað með börnunum í Malaví? „Nei, kannski ekki börnunum sjálfum. Við vitum samt fullt um Malaví og skólana sem við styðjum. Framlög Grundaskóla fram til þessa hafa farið til að styrkja fátækustu börnin í Chiradzulu og Mwanza sem mörg eru munaðarlaus vegna alnæmis. Skólagjöldin þeirra eru greidd, þau fá skólabúninga og skólavörur. Rauði kross Íslands hefur staðfest að framlög Grundaskóla hafi skipt sköpum í lífi þúsunda einstaklinga.“Langar ykkur að fara einhvern tíma til Afríku? „Já, flest okkar langar þangað þegar við verðum kannski örlítið eldri.“ Jólafréttir Mest lesið Gyðingakökur Jól Uppskrift að piparkökuhúsi Jólin Nostrað við hátíðarborðið Jól Hreindýraundirföt eiginmannsins gleðja Jól Allir voru velkomnir í Tryggvaskála Jól Gyðingakökur ömmu eru jólin Jól Gerðu mikið úr aðventunni Jól Jólasveinninn gefur gjafirnar Jól Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól
Nokkur börn úr sjöunda bekk í Grundaskóla á Akranesi voru króuð af og spurð út í markaðinn sem haldinn var í skólanum í síðustu viku til styrktar bágstöddum börnum í Malaví.Krakkar, hvað var á þessum markaði? „Við vorum með alls konar hluti sem krakkar í skólanum hafa búið til.“Hvað gerðuð þið sjálf? „Við prjónuðum hitt og þetta, smíðuðum smáhluti, perluðum jólaskraut, bjuggum til jólakonfekt. Aðrir árgangar bjuggu til jólakort, spil, könglakörfur og margt fleira.Mættu margir í vonda veðrinu til að kaupa af ykkur? „Já, ótrúlega margir, það var hreinlega fullt hús. Við seldum allt sem við bjuggum til.“Hvað gerið þið við ágóðann? „Allur ágóðinn rennur til söfnunar vegna Malaví. Nemendafélag Grundaskóla lagði fram tillögu árið 2000 eða 2001 um að nemendur og starfsmenn stæðu saman að söfnun fyrir jólin til þeirra sem verst stæðu í heiminum. Í staðinn hætti skólinn með stofujól og pakkagjafir innan skólans.“Finnst ykkur alveg sjálfsagt að fá ekki pakka á litlu jólunum? „Já. Okkar pakkar fara til þeirra sem þurfa miklu meira á þeim að halda en við. Við eigum allt og því þurfum við ekkert.“Fylgist þið eitthvað með börnunum í Malaví? „Nei, kannski ekki börnunum sjálfum. Við vitum samt fullt um Malaví og skólana sem við styðjum. Framlög Grundaskóla fram til þessa hafa farið til að styrkja fátækustu börnin í Chiradzulu og Mwanza sem mörg eru munaðarlaus vegna alnæmis. Skólagjöldin þeirra eru greidd, þau fá skólabúninga og skólavörur. Rauði kross Íslands hefur staðfest að framlög Grundaskóla hafi skipt sköpum í lífi þúsunda einstaklinga.“Langar ykkur að fara einhvern tíma til Afríku? „Já, flest okkar langar þangað þegar við verðum kannski örlítið eldri.“
Jólafréttir Mest lesið Gyðingakökur Jól Uppskrift að piparkökuhúsi Jólin Nostrað við hátíðarborðið Jól Hreindýraundirföt eiginmannsins gleðja Jól Allir voru velkomnir í Tryggvaskála Jól Gyðingakökur ömmu eru jólin Jól Gerðu mikið úr aðventunni Jól Jólasveinninn gefur gjafirnar Jól Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól